Jólatíðindin - 15.12.1937, Side 4
JÓLATÍÐINDIN
Jóla-
ljósið
Jesús sagði einu sinni um
sjálfan sig: „Eg er ljós heims-
ins“. Þetta ljós opinberaðist
mönnunum í fyrsta skipti í
Betlehem.
Líf hans var ljós heimsins.
Hirðarnir, vitringarnir, Hanna
og Símon og fleiri komu og sáu
ljós kærleikans, sem var kveikt
af himnaföðurnum hér á jörðu.
Því að svo elskaði Guð heim-
inn, að hann gaf son sinn ein-
getinn. Jóh. 3, 16.
Orð Hans er ljós mannanna.
Það er fagnaðarerindið um
eilífðarfrelsið. Orð Hans er andi
og líf. Það er lifandi ljósgeislar
sem tala um frelsi og frið við
Guð. Og lífið var opinberað og
við höfum séð og vottum og
boðum yður lífið hið eilífa, sem
var hjá Föðurnum. Opinberun
Jesú á öllum sviðum sýnir oss
kærleika Guðs. Andi Frelsarans
er eldur kærleikans. Án elds eig-
um við ekkert ljös. Andinn er
gefinn til þess að vera eldur
kærleikans og bera vitni um
kærleika Krists. Jesús er í dag
hið skínandi ljós á himni og
jörðu.
Vegna Hans er svo bjart á
himni og í hjörtum Guðs barna
á jörðu.
Hefir þú eignast þessa birtu
í hjarta þitt? Þá getur þú í
sannleika haldið GLEÐILEG
JÓL.
Herbert Larsson.
(Framh. af 3. síSu.)
víð föðurinn fyrir Jesúm Krist.
En við megum ekki láta sitja
við það, að horfa á hann, — við
verðum að gefa honum rúm í
hjörtum okkar og lífi. — Hjá
öllum, stórum og smáum, í höll
og hreysi, á bóndabænum og
bústöðum sjómannanna, skip-
unum úti á ókyrru hafinu, get-
ur þetta ljós frá vöggunni um-
skapað bæði hugsunarlíf og at-
hafnalíf, og lýst okkur inn í
samfélag við Guð Föður Son og
Heilagan Anda.
Megi því þessi jól verða okk-
ur sönn friðarhátíð, og það geta
þau orðið, ef við, hvert fyrir sig
leyfum Friðarhöfðingj anum að
ráða í hjörtum okkar og heim-
kynnum, í skyldu- og ábyrgðar-
Gleðileg jól, gott
og Sarsælt nýtt ár!
B. Berntsen,
Kaptein.
N. Gundersen,
Adjutant.
..—i
Dömur og Herrar!
Þurfið pér
Kemisk hreinsun,
hletthreíusun og guiupressun
eða viðgerð á fatnaði yðar, pá fáið
pér fyrsta flokks vinnu í
Gufupressan STJARNA
Kírkjustrætí 10.
Sækjum — Sími 4880 — Sendum
M u n i ð : Aðeins hjá okkur verður”fatnaður yðar ryksugaður um leið
og hann verður gufupressaður á hina heimsfrægu — patenterede —
Prosperity pressunarvél.
Tjarnarbúðin
Tjarnargoiu 10 . Sími 3570
Nýlenduvörur - Hreinlætisvörur
Snyrtivörur - Tóbaksvörur
Ávextir - Allt í jólabaksturinn
Það borgar sig að gera innkaup í TJARNARBÚÐINNI,
þar er fjölbreytt úrval. - Fyrsta flokks vörur. - Lægst verð,
Munið Tjarnarbúðina
Sími 3570
störfum vorum. — Þegar svo há-
tíðin er liðin hjá, göngum við
inn í hið nýja ár sem nýj-
ar skepnur í Jesú Kristi. Mætti
ljós himinsins lýsa yfir okkur
í öllum athöfnum okkar og lífi,
svo að við getum umgengist
meðbræður okkar og -systur
með hlýju hjartaþeli, og minnzt
orða Jesú: — Það sem þér vilj-
ið að aðrir geri yður, það skul-
uð þér og öðrum gera.
Kæri faðir. Við vitum ekki
hvað hið nýja áT ber í skauti
sínu. Ef til vill færir það okkur
mikla gleði og ef til vill mikla
sorg. Þér, í eilífum vísdómi þín-
um, mun ef til vill þóknast, að
senda þjón þinn, sorgina eða
dauðan, til einhvers okkar. En
hvað sem skeður, hjálpa þú okk-
ur, Guð, að minnast þess, að við
erum í þinni hendi, og að allt,
sem fram við okkur kemur, frá
þinni hendi, er okkur til góðs.
Hjálpa okkur til að opna huga og
sálu fyrir allri þekkingu, um
þinn undursamlega heim, sem
þetta komandi ár á að færa okk-
ur. Láttu kærleikssól þína lýsa
yfir starfs- og hvíldarstundir
okkar, hjálpa okkur til að stunda
eftir því að vera það, sem þú vilt
við séum: Ljóssins og himinsins
börn. Þegar hér á jörðunni.
Amen.
B. Berntsen,
kaptein.
Aftanklukkurnar
Nú aftanklukkur óma,
Vor andi lifnar við,
Vér þekkjum þessa hljóma,
Því þeir oss boða frið.
Þeir boða sælu bjarta,
Þeir boða frelsi nýtt,
:,: Þeir drepa á dyr vors hjarta
Svo dásamlega blítt. :,:
Svo há er höllin eigi
Né hreysiþakið lágt,
Að sorgin sjatna’ ei megi
Um sæla jólanátt.
í konungshöllum háum
Jafn himinfagurt sem
:,: í lýðsins kofum lágum
Skín ljós frá Betlehem. :,:
En ef að dimmir aftur
Og undraljósið dvín,
Ef kærleiks rénar kraftur
Og kólnar sólin þín,
Ó, flý á fund þíns herra,
Þá finnurðu’ aftur jól,
:,: Og aldrei þá mun þverra
í þínu hjarta sól. :,:
Guðs friðar boðskap blíða
Ei burt fær tíminn máð.
Sjá, ár og aldir líða,
En æ er söm hans náð,
Sú gleðifregn ei gleymist,
Að Guðs son kom á jörð.
:,: Sú sæla saga geymist
í söng og þakkargjörð. :,:
Bezta
jólamarsípanið
Ritvél með tækifærisverði. —
Sími 3203.
»Freía«
fiskbúðingur er
regiulegur jólamaftur
Pantið tímanlega
»Freia«
Laufásveg 2. Sími 4745
Veggfóður
Innlendar og erlendar
málningarvörur,
lístmálaraliftir.
Alskonar skólaliftir
Bezt í
Málaranum
Bankastræti 7 Símí 1496
Jóla-Herópið
EFNI:
Þar sem fley fljóta, eftir Lt,-
Kommandör Th. Westergaard
Gleymdu ekki Betlehem, eftir
frú Lt.-Kommandör Wester-
gaard.
Hj álpræðið (j ólahugieiðing).
Þegar orðið varð hold (kvæði).
Jesús ..... stjarnan skínandi,
morgunstjarnan, eftir Adj. J.
Överby.
Alira heilagra messa, eftir Adj.
N. Gundersen.
Klukknahljómur, eftir Evangel-
ine Booth, hershöfðingja.
Kærleikshöndin, kvæði eftir
Guðm. Guðmundsson.
Gleðileg jól! eftir Ofursta R.
Kristoffersen.
Hann vildi það, en gat það ekki,
eftir Ofursta J. Möklebust.
Úr dagbók líknarsystur.
Ennfremur myndir, söngvar og
lag á nótum.
Kaupið og lesið Jóla-Herópið.
Verð 50 aurar.
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.
Bezftu óskir um
gleðileg jól og
gott og sigursælt
nýár 1938.
Svava Gísladóttir
5*a@:
\
9