Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 6

Heilsuvernd - 01.02.1972, Síða 6
SÉRA HELGI TRYGGVASON YFIRKENNARI Kapp meö forsjá Við skulum fyrst heyra sögu vestan úr Kanada, sem prestur nokkur sagði mér, bræðrungur minn, þegar hann sýndi mér land og akra, sveitabæi og kirkjur. „Við létum fara fram svo gagngera endurbót og breytingu á kirkju þessari, að við eigandi þótti að vígja hana á ný. Og nú var stundin runnin upp. Ég hafði sagt hringjaranum nákvæmlega, hvenær hann ætti að byrja að hringja hátíðlega, — þegar fyrstu menn í skrúðgöngu prestanna, sem báru hina ýmsu kirkjumuni, væru komnir á vissan punkt. Nú nú, við nálguðumst síðan kirkjuna hægt og tígulega, en heyrðum enga hringinguna. Hins vegar sáum við þrjá menn krunka þétt hver framan í annan, auðsjáanlega í óðum kappræðum. Þegar við vorum komnir of langt og ískyggilega nálægt kirkjunni, leit einn þessara þriggja allt í einu upp, hrökk heldur en ekki við, tók stökk mikið að kirkjudyrunum, stakkst framyfir sig, en stóð jafnsnögglega upp og hentist inn í kirkjuna, — og eftir örfá augnablik skall á ofsaleg brunaliðshringing! Allar klingingar klukknanna skyldu þó skila sér, þó að tíminn væri naumur orðinn! En trúa máttu því, frændi góður, að við prest- arnir í skrúðgöngunni urðum að taka drjúgum á, til þess að halda andlitum okkar í hátíðlegum skorðum,“ sagði séra Bjami Bjarnason að lokum og kímdi. Sumt fólk reynir að grípa til líkrar aðferðar og hringjarinn, þegar það vaknar við vondan draum eftir að hafa vanrækt eðlilega 6 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.