Heilsuvernd - 01.02.1972, Side 12
SveitafaeOi um 1880
Árið 1960 komu út í Reykjavík endurminningar Sigfúsar Blöndals, sem
var bókavörður við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, en hann
var aðalhöfundur hinnar miklu íslenzk-dönsku orðabókar, sem gefin var
út á árunum 1920—24.
Sigfús var Húnvetningur í báðar ættir, fæddur að Hjallalandi í Vatns-
dal árið 1874. Foreldrar hans bjuggu að Heggstöðum í Miðfirði á árunum
fyrir og eftir 1880, en fluttu til Reykjavíkur árið 1883. 1 bókinni lýsir
Sigfús allítarlega mataræðinu á Heggstöðum, og er það eigi lítið frá-
brugðið því, sem nú tíðkast. Hann segir svo:
FaSir minn stundaði talsvert fiskveiðar, og einstöku sinnum líka
selveiðar. Fugla skaut hann líka oft, enda var nóg af þeim, einkum
öndum, lóum, spóum og svo allskonar sjófuglum. Ég hef oft síðan
hugsað til þess, að viðurværi okkar hefur hlotið að vera allfjöl-
breytt, þó að við værum fátæk á svona afskekktum stað. Fisk-
gnægðin var óþrjótandi: við höfðum alltaf harðfisk, rikling og
þorskhausa, kæsta skötu, nýjar og signar grásleppur og rauðmaga,
heilagfiski, og svo nýjan fisk, einkum þorsk og ýsu — á vetrum
stundum freðýsu. Lifrin úr þorskunum var látin í kútmagana og
soðið hvort tveggja. Sundmagarnir voru súrsaðir og á vetrum
borðaðir með heitri flóaðri mjólk. Kæstur hákarl kom stundum
sem gjöf frá vinum. Lax og silung fengum við sjaldan, og þótti
mikið í það varið, þegar reyktur lax barst okkur að gjöf, sem
stundum kom fyrir.
Kornmeti mun venjulegast hafa komið frá Borðeyri. Það var
mest rúgur, bankabygg og svo hveiti og baunir.1) Af grænmeti
man ég eftir káli, rófum, næpum og kartöflum. Kaffi var notað
talsvert, en te úr blóðbergi, rjúpnalaufi og vallhumal. Þessar
1) Hér mun vera um ómalað korn að ræða. Ritstj.
12
HEILSUVERND