Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 8

Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 8
Ekki skal því vorkenna hjartanu að hreyfa sig. Það er gott að alast upp til áreynslu og erfiðis. Of mikil kyrrð getur ekki endur- nært og uppbyggt líkamann. Ofsaáreynsla bætir ekki heldur úr eyðandi áhrifum ofkyrrðar, heldur skynsamleg uppbygging með hóflega vaxandi erfiði. Kapp er bezt með forsjá. Það verður því aldrei um of brýnt fyrir fólki að fara rólega af stað í endurhæfingu, æfa sig upp smátt og smátt, örva og dýpka andardráttinn með eðlilegum hætti og án þess að mæða sig, ganga uppréttur, njóta ánægju þess að vera kominn „undir blæ himins blíðan“. Athuga skal vel. hvort ekki fáist eins heilsusamleg þjálfun út úr sömu vegalengd á 30 mínútum eins og 20 mínútum til dæmis. Það er nógur tími til að greikka sporið með vaxandi æfingu og komast á skokk svona smátt og smátt. Með göngu- og heilsu-kveðju. Léttíst um 66 kiló Mjög skiptir í tvö hom, hvernig feitu fólki gengur að megra sig, jafnvel þótt það fari í öllu eftir fyrirmælum lækna sinna. Þannig er frá því skýrt í sænska tímaritinu Halsa, að maður einn hafi fastað hvað eftir annað og ekki nærzt á öðru en grænmetis- og ávaxtadrykkjum, auk vatns, samtals í 143 daga eða rúmar 20 vikur, en þó ekki létzt nema um 18 kílógrömm. Annar maður fastaði í sama skyni og á sama hátt, samtals í 97 daga eða 14 vikur, og léttist hvorki meira né minna en um 66 kg. Fyrsta fastan varaði 5 vikur, og þá losnaði hann við 26 kg. Á milli þess sem hann fastaði, nærðist hann á mjólkur- og jurta- fæði og borðaði mikið af ósoðnu grænmeti. Hann hafði alltaf verið mikill matmaður, síétandi frá morgni til kvölds, þar á meðal kökur og sætindi. Hann var bindindismaður á tóbak og áfengi. Nú er hann læknaður af matgræðginni. Þegar hann byrjaði föst- una, var hann 143 kg á þyngd og mittismál 162 cm, en var að lokum kominn niður í 77 kg og 92 cm. 8 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.