Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 11

Heilsuvernd - 01.02.1972, Blaðsíða 11
sé ein af orsökum hennar. Þrátt fyrir mikla sykurneyzlu íslend- inga virðist sjúkdómurinn þó til skamms tíma ekki hafa verið algengur hér á landi, en vafalaust tíðari en lækna hefir grunað. Og heilbrigðisskýrslur sýna, að hún veldur árlega nokkrum dauðs- föllum hér á landi. Þannig eru 7 manns taldir deyja úr sykursýki árið 1965 og 9 árið 1967, og líklegt er, að hún eigi óbeint sök á mörgum fleiri mannslátum. Til samanburðar má geta þess, að árið 1967 dóu 9 manns úr lamariðu (Parkinsonsveiki) og 9 úr sári í maga og skeifugörn. Samkvæmt erlendum skýrslum er talið, að um 5 af hundraði íbúa ýmissa þjóða gangi með sykursýki. Það svarar til þess, að hér á landi væru um eitt þúsund manns með þennan sjúkdóm, og bendir margt til þess, að svo kunni að vera. Athuganir í nokkr- um stórborgum Þýzkalands hafa leitt í ljós, að þar eru um 3% íbúanna með sykursýki. Ristilbólga og gróffmeti Pokamyndanir í ristli eru orðnar algengasti ristilsjúkdómur meðal vestrænna þjóða en hafa sennilega verið nær óþekktar í byrjun 20. aldar. Þessi sjúkdómur er tíðastur hjá eldra fólki, en virðist færast í vöxt meðal fólks á unga aldri. Hann er mjög sjaldgæfur í þróunarlöndum Afríku og Asíu. Sennilegasta skýringin á þessum mismun er sú, að meðal frum- stæðra þjóða er mikils neytt af grófmeti, en úrgangslítil fæða, eins og hvítt hveiti og sykur, þekkist varla. Hægðir verða fyrir- ferðarmiklar og mjúkar og ristilstarfsemin óaðfinnanleg. Svo var einnig meðal vestrænna þjóða, áður en úrgangssnauðu matvælin komu til sögunnar. Það eru þau, sem eiga sök á hægðatregðu og valda að öllum líkindum pokamyndunum í þörmum. þennan sjúk- dóm og ristilbólgu hefir verið reynt að lækna með úrgangslitlu fæði í þeirri trú, að sjúklingarnir þoli ekki grófmeti. En nú hafa læknar sýnt fram á, að með grófmeti, þar á meðal með hveitihýði, læknast um 80% slíka sjúklinga. (The Practitioner) HEILSUVERND 11

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.