Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 15

Heilsuvernd - 01.02.1972, Page 15
Aróöur ffyrir hvítu hveiti f Frakklandi f franska tímaritinu „La vie Claire“ er nýlega birt útvarpsviðtal við prófessor að nafni Gounelle de Pontanel, sem er meðlimur í hinu franska vísindafélagi lækna og varaforseti í þeirri deild franska heilbrigðisráðsins, sem fjallar um næringarfræði. Viðtalið fjallar um muninn á heilhveiti og hvítu hveiti. Prófessorinn segir m.a.: „Ég get ekki séð neitt athugavert við hvíta hveitibrauðið okkar. Það inniheldur ef til vill minna af fjörefnum og steinefnum. En þar sem það er aðeins hluti af daglegri fæðu okkar og í öðrum matvælum er nóg af þessum f jörefnum og steinefnum, er í rauninni alls engin ástæða til að gera sér áhyggjur út af hvíta brauðinu, sem ég fyrir mitt leyti tel að eigi áfram að vera aðalfæða okkar Frakka. Og miðað við næringargildi er það áreiðanlega ein ódýr- asta fæðutegund okkar.“ Þegar prófessorinn var að því spurður, hvort hann teldi heil- hveitibrauð hollara en hvítt brauð, svaraði hann engu öðru en því, að á bak við ýmsan áróður væru gróðasjónarmið og reynt að hagnast á trúgirni almennings. Prófessornum er bersýnilega þvert um geð að viðurkenna, að í hvítu hveiti sé minna af fjörefnum og steinefnum en í heilhveiti. Og svo heldur hann fram þeirri fullyrðingu, að skort þessara efna bæti menn að fullu með neyzlu efnaríkari matvæla. En þetta er hin mesta blekking, bæði vegna þess, að ýmis önnur matvæli en hvíta hveitið eru snauð að fjörefnum og steinefnum, og sé hvítt hveiti gert að aðalfæðu og tillit tekið til þess, að sykur er önnur aðalfæða margra þjóða og gersneydd þessum efnum, er með öllu útilokað, að hægt sé að neyta það mikils af efnaauðugri fæðu, að fullnægjandi uppbót fáist. HEILSUVERND 15

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.