Dagrenning - 01.03.1935, Qupperneq 5

Dagrenning - 01.03.1935, Qupperneq 5
5.Bls. 3>agrenning Marz, 1935. öðru móti en því, að verkamaðurinn fái að njóta sanngjarnleg-a gróðans af vinnu sinni, sem, undir núverandi fyrirkomulagi fellur meir í hlut verkgefandans. Þessir, í raun ogsannleika, óaðskilj- anlegu flokkar mannfélagsins, — auðmanna flokkurinn og verkamannaflokkurinn, sem nú berast á bana spjótum, ef svo mætti að orði komast, þurfa að gerast félagar og njóta sameiginlega arðsins af vinnu sinni. Hér er um meira og stórkostlegra atriði að ræða fyrir verkamanninn en það eitt, að kaup hans sé hátt, það þarf að vera samræmi í kaup- gjaldi og verði þess, sem kaupa þarf. Það er óhrekjandi vissa, að efnalegt sjálfstæði skapar þjóðfélags afl, stöðu, þægj- indi og áhrif, sem verkamaðurinn finnur að hann er ekki aðnjótandi og það grefur um sig hjá honum, Hann er skapaður með á- stríðum, metnaðargirnd, von og viðkvæmni, en hann finnur sér til mikillar sorgar og kvíða, að börn hans, sem hann elskar og vill alt fyrir gera, verða að vera útiiokuð frá því, að að geta átt nokkra samleið með þeim, sem njóta þeirra þæginda er efnalegt sjálfstæði veitir. Þessi vitund skapar hjá verkamann- inum þá tiifinning, sem erfit er fyrir hann að stjórna, —hann finnur svo sárt til þess, að hann er ekki að fá sinn hluta óskertann. Hér er um siðfræðislegt spursmál að ræða, semengin lagaákvæði stjórnmálamann- anna geta fullnægt. Frammleiðandinn reynir að fylgja lögum landsins á yfirborðinu, en í hjarta sínu finnur hann sig vera fyrir órétti er hann hungraður gengur fram hjá byrgðum auðs og matar; þá verður honum það svo ljóst að skifting arðsins af verkum hans er ekki sú, sem hún ætti að vera. Allir, sem nokkuð hugsa um þessi mál komast að hinni einu og sömu niðurstöðu í því, sem er sú, að þetta þurfi að laga; að hér verði að koma stór breyting til sögunnar á viðskifta lífinu og hafa margir komið með sínar tillögur um það, í hverju sú breyting ætti að vera fólgin. Smá flokkar manna rísa upp, sem umbótamenn og kalla sig ýmsum nöfnum; þeir framtaksömustu og færustu 1 þessum flokkum bjóða sig svo fram í opin- berar stöður og ná oft kosningu en eru svo í minnihluta á þingum og þjóðfundum og koma engu í framkvæmd af sínum áhuga málum. En núverandi fyrirkomulag situr á stoppuðum sessum og glottir að vanmætti þeirra sem umbótum reyna að koma á. Þó er svo komið nú, að sumir stjórnmála menn eru farnir að viðurkenna það, að núverandi fyrir- komulag í viðskifta heiminum sé ekki það sem það ætti og þvrfti að vera. Manni skilst, að það, sem verka- menn keppa eftir, sé ekki það, að allir menn verði jafnir að valdi, vísdóm, gæðum, auð og áhrifum. Það þarf einlagt einhverja leið- toga og ómögulegt hjá því að komast, að þeir beri stærri hlut frá borði af einhverju þessu sem ég hefi nú nefnt. Það yrði að breyta eðli mannanna ef svo ætti ekki að verða því sá einn er tekinn fyrir leiðtoga, sem yfirburði hefir yfir aðra í einhverju þessu eða í því öllu. Lausn málanna er því ekki fólgin í því, að allir standi á sömu tröppu efnalega né jafnvel þjóðfélagslega, heldur að það fyrir- komulag komist á, að sanngirnin, réttvísin og skynsemin sé látin ráða í öllum viðskiftum. Það til dæmis er engin sangirni í því, að hrúga saman meiri auð en nauðsinlegur er þeim, sem honum safnar; það er engin réttvísi í því, að halda auðnum inni aðgerðarlausum á bönkum eða annarstaðar; og það er engin skynsemi í því, að ætlast til að verkamaður- inn haldi áfran að þræla að auðsöfnun fyrir aðra undir því fyrirkomulagi. En að allir geti orðið að öllu leiti jafnir í heiminum, það er óhugsandi og ef slíkt yrði, mundi það koma í ljós, að það reyndist óheppilegt fyrirkomulag. (framh.) f kvæSinu á fremstu síSu “Brot;—eftír hljómleik” þriSju línu stendur: “guSdómsins anda,” en á aS vera: “guSdóms anda.'1 Eftir óviðri mikið gaf flotaforingi skýrslu um herskip sín á þessa leið: Þrerwingin er orðin gagnslaus. Heilagur andi hefir beðið mikið tjón. Leki hefir komið að Elizabeth prinzessu og Pall postuli liggur á mararbotni. <^o-So^o-^)°-S)o-3)<>S!<>íS<>-S0o-^o^o-^<>-S@o1§)<>-§)<>-í5)o-íj)<|-§)oSí)o-3) 'L FáiS bókband ySar gjört hjá: ? MAGNUSSON BROTHERS y 604 SARGENT AVE. WINNIPEG MAN.

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.