Fjarðarfréttir - 12.10.2017, Qupperneq 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2017
Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, Auglýsingar: 565 3066,
fjardarfrettir@fjardarfrettir.is
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866
www.fjardarfrettir.is
www.facebook.com/fjardarfrettir.is
Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Nýtt guðshús var vígt sl.
sunnu dag er biskup Íslands
vígði Ástjarnarkirkju. Í allri
viðleitni við að tryggja rétt allra
virðist eins og kristin trú og starf
hennar sé ekki eins sjálfsögð og
áður. Það þykir eðlilegt að nýta skattfé bæjarbúa til
að byggja boltahús fyrir milljarða en svo hrekkur
allt í baklás ef leitað er aðstoða við bygginu
kirkjulegra bygginga. Kirkjulegt starf hefur verið
með blóma í Hafnarfirði með öflugar kirkjur, þrjár
kirkjur Þjóðkirkjunnar og ein öflug Fríkirkja auk
kirkju kaþólskra og minni safnaða í bænum.
Húsnæðið hefur verið nýtt undir fjölbreytta
starfsemi og það kom fram við vígslu Ástjarnar
kirkju að vilji væri til þess að húsið nýttist sem
menn ingarhús Valla.
Starf kirkjunnar er ekki síður mikilvægt í
nútímaþjóðfélagi en það hefur verið. Áhersla á það
góða í hverjum manni og fyrirgefninguna sem er
grunnstoðin í kristinni kirkju, er sérstaklega
mikilvægt í orrahríð óvandaðra ummæla sem svo
auðvelt er að koma á framfæri með sam félags
miðlum nútímans.
Það er auðvelt að afneita kristinni trú með því að
segja að þróunarkenningin hafi afsannað sköpunar
kenninguna. Það er hins vegar alls ekki rétt og ef
fólk er efins um sköpunarkenninguna þá er jafn
auðvelt að efast um upphaf lífs samkvæmt
þróunarkenningunni. Ekkert verður til úr engu og
úr hverju varð mikli hvellur? Ef heimurinn er að
þenjast út, hvað er þá fyrir utan hann?
Trú manna byggist á svo miklu fleiru en því
hvort menn trúi því að Guð hafi skapað heiminn
eða hann hafi orðið til af sjálfu sér. Fólk sem ekki
trúir á Guð þarf líka að virða trú kristinna manna
sem trú og vantrú annarra.
Starf kirkjunnar hefur breyst og þróast mikið á
liðnum árum og mun breytast áfram. Allt tekur
sinn tíma og góðar breytingar munu halda og efla
starf kirkjunnar. Til hamingju Ástjarnarsókn!
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5a, Hafnarfirði
Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn
Sunnudagur 15. október:
Sunnudagaskóli kl. 11
Kvöldvaka kl. 20
þar sem tónlistin ræður ríkjum.
Örn Arnarson leiðir okkur inn í sálmana
og segir okkur söguna á bak við þá.
Nánar á www.frikirkja.is og á Facebook
Sunnudagur 15. október
Bleik messa kl. 11
í tilefni af baráttu gegn krabbameini kvenna
Sunnudagaskóli
á sama tíma
www.astjarnarkirkja.is
Auglýsingar
sími 565 3066 - 896 4613
gudni@fjardarfrettir.is
Víðistaðakirkja
Sunnudaginn 15. október
Fjölskylduhátíð kl. 11
Barnakór Víðistaðakirkju
syngur undir stjórn Helgu Þórdísar.
Umsjón María og Bryndís.
Hressing í safnaðarsal á eftir.
Kyrrðarstund
á miðvikudögum kl. 12:10
Súpa og brauð á eftir.
www.vidistadakirkja.is
Sunnudagur 15. október
Sunnudagaskóli kl. 11
Útimessa
við minnisvarðann
við höfnina kl. 11
Kaffiveitingar í Kænunni á eftir
í boði safnaðarins.
Sjá nánar á www.hafnarfjardarkirkja.is
www.facebook.com/hafnarfjardarkirkja
Útimessa verður við minnismerkið á Óseyarar
bryggju á sunnudaginn kl. 11 til að minnast fyrstu
messunnar sem sungin var á Íslandi samkvæmt
lútherskum sið. Er þessi messu þáttur í að minnast 500
ára siðbótarafmælisins.
Þýskir kaupmenn reistu kirkju á Háagranda á
árunum 15331534 og var messað þar í um sjö
áratugi, þar til verslun þeirra var bönnuð.
Til að minnast þessa var myndarlegur steinbogi
afhjúpaður við höfnina árið 2003 af forsetum Íslands
og Þýskalands og biskup Íslands flutti bæn og
blessun.
Vígslubiskupinn í Skálholti, sr Kristján Valur
Ingólfsson, prédikar á sunnudaginn og þjónar ásamt
prestum Hafnarfjarðarkirkju. Fulltrúi þýska
sendiráðsins verður viðstaddur. Sungnir verða sálmar
Lúthers.
Eftir messuna býður Hafnarfjarðarsókn viðstöddum
að þiggja kaffiveitingar í veitingahúsinu Kænunni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Fyrsta lúterska messan var
sungin á Háagranda
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n