Fjarðarfréttir - 12.10.2017, Page 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2017
Hvað verður hægt að kjósa um?
VG, Píratar, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa valið efsta fólk á sínum listum
Níu flokkar hafa tilkynnt framboð í
SVkjördæmi en tíu flokkar buðu fram
sl. haust. Sex af þeim náðu inn
þingmanni, ellefu kjördæmakjörnum
og tveimur í uppbótarsæti. Dögun og
Flokkur fólksins sem buðu fram í
síðustu kosningum munu ekki bjóða
fram en Miðflokkurinn kemur nýr inn.
Í kosningunum 2016 bættu Píratar
lang mest við sig, juku fylgi sitt um
172% á meðan Samfylking og Fram
sókn töpuðu 64,7% af sínu fylgi hvor
flokkur og Samfylking fékk engan
mann á þing úr kjördæminu sem hefur
ekki gerst síðan Samfylkingin var
stofnuð.
Töluverðar breytingar eru á efstu
sætum lista flestra flokka nema hjá VG
og Sjálfstæðisflokki sem eru með sama
fólk í efstu sætum. Samfylkingin býður
fram nýtt fólk á lista, Píratar eru með
nýtt fólk í 2.4. sæti, Viðreisn er með
sömu í fyrstu tveimur sætunum, Björt
framtíð fær oddvita úr Reykjavík og
mikil endurnýjun er hjá Framsókn sem
sækir oddvita sinn úr 2. sæti í fyrra.
ALÞÝÐUFYLKINGIN
Hefur ekki birt lista sinn.
BJÖRT FRAMTÍÐ
1. Björt Ólafsdóttir
2. Karólína Helga Símonardóttir
3. Halldór Jörgensson
FRAMSÓKN
1. Willum Þór Þórsson
2. Kristbjörg Þórisdóttir
3. Linda Hrönn Þórisdóttir
PÍRATAR
1. Jón Þór Ólafsson
2. Oktavía Hrund Jónsdóttir
3. Ásta Helgadóttir
SAMFYLKING
1. Guðmund ur Andri Thors son
2. Mar grét Tryggva dótt ir
3. Adda María Jó hanns dótt ir
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
1. Bjarni Benediktsson
2. Bryndís Haraldsdóttir
3. Jón Gunnarsson
VIÐREISN
1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
2. Jón Steindór Valdimarsson
3. Sigríður María Egilsdóttir
VINSTRI GRÆNIR
1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir
2. Ólafur Þór Gunn ars son
3. Una Hild ar dóttir
MIÐFLOKKURINN
Tilkynnir lista sinn í vikunni.
Umrótið í samfélaginu er mikið og
nauðsynlegt að koma á stöðugleika og
festu við stjórn landsins. Það fylgir því
mikil áskorun að bjóða sig
fram til setu á Alþingi. Í dag er
landslag stjórnmálanna því
miður ekki í þeim farvegi sem
æskilegt væri. Úr því er hins
vegar hægt að bæta. Stærsta
verkefnið er koma á ný trausti
milli almennings og þeirra
sem taka sæti á Alþingi að
loknum kosningum í október.
Það er öllum ljóst mikilvægi
þess að á Alþingi ríki andrúmsloft
góðra samskipta og samvinnu.
Sjálfur hef ég starfað með Willum
Þór Þórssyni á vettvangi stjórnmálanna
og innan knattspyrnunnar. Störf hans á
Alþingi og innan íþróttanna báru vott
um samviskusemi og mikla þekkingu. Í
öllu okkar samstarfi kom í ljós hversu
mikill leiðtogi og góður liðsmaður
Willum Þór er, ásamt því að hafa mikla
þekkingu á málefnum íslensks sam
félags. Hvar sem hann kemur hefur
hann jákvæð áhrif á umhverfi
sitt.
Ég er einn af þeim fjöl
mörgu sem á síðustu vikum
hafa skorað á Willum Þór að
taka 1. sæti á lista Framsóknar
í Suðvesturkjördæmi og hefur
hann sem betur fer ákveðið að
verða við þeirri áskorun.
Fram undan er snörp kosn
inga barátta sem vonandi verð
ur háð á drengilegan hátt. Það er mjög
mikilvægt að afloknum kosning um að
heiðarlegt og samviskusamt fólk veljist
til forystu. Við þurfum fleiri einstaklinga
líkt og Willum Þór á Alþingi okkar
Íslendinga til að koma á stöðugleika og
trausti í íslensku samfélagi.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og MPM.
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Stöðugleiki og traust
er það sem vantar
KJÖRSKRÁ Í HAFNARFIRÐI
Kjörskrá í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna þann 28. október 2017
liggur frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri,
Strandgötu 6, frá kl. 8-16 alla virka daga frá 18. október 2017.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni.
Athugsemdum við kjörskrá skal beina til bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Kjósendum er einnig bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna hvar
kjósendur eru á kjörskrá.
Hafnarfirði 9. október 2017
Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar.
585 5500
hafnarfjordur.is
Úrslit 2016
flokkur atkvæði % breyting kjörd. uppb. þingmenn
Sjálfstæðisflokkur (D) 18.049 33,9% +10,4% 5 0 5
Píratar (P) 7.227 13,6% +172% 2 0 2
Viðreisn (C) 6.857 12,9% 1 1 2
Vinstri græn (V) 6.378 12,0% +51,9% 1 0 1
Björt framtíð (A) 5.458 10,2% +10,9% 1 1 2
Framsókn (B) 4.062 7,6% -64,7% 1 0 1
Samfylking (S) 2.532 4,8% -64,7% 0 0 0
Flokkur fólksins (F) 1.742 3,3% 0 0 0
Dögun (T) 893 1,7% -55,3% 0 0 0
Alþýðufylkingin (R) 103 0,2% 0 0 0
Velgengni FH í Evrópukeppninni í
handbolta heldur áfram en krlalið
félagsins sigraði St. Petersburg á
laugardag 3227. FH sigraði Dukla
Praha í fyrsta umferð samtals 6152 en
St. Petersburg fór beint inn í 2. umferð.
FH leiddi í hálfleik 1714 eftir æsi
spennandi fyrri hálfleik. Liðin skiptust
á forystunni í fyrri hálfleik og þegar
staðan var 910 hrukku FHingar í gang
og skoruðu næstu 5 mörk leiksins.
Ágúst Birgisson stóð sig eins og hetja á
línunnu þar sem hann hélt stöðu sinni
vel og skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik
auk þess að fiska nokkur víti.
Seinni hálfleikur var mun jafnari en
FHingar misstu aldrei forskot sitt.
Ágúst Elí Björgvinsson var frábær í
markinu og varði hann oft í tvígang,
Varði hann 21 skot í leiknum sem lauk
sem fyrr segir 3227.
Seinni leikur liðanna fer fram á
sunnudaginn í Rússlandi.
Glæsilegur
Evrópusigur FH
Sigraði St. Petersburg frá Rússlandi
Ágúst Birgisson skoraði 8 mörk
Lj
ós
m
.:
Vi
gn
ir
G
uð
na
so
n