Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 12.10.2017, Blaðsíða 6

Fjarðarfréttir - 12.10.2017, Blaðsíða 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2017 þjónusta Bílaþrif. Kem og sæki. Bón verndar bílinn. Úrvals efni. Djúp hreins un. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Tek að mér að færa yfir á (vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is, Sigurður Þorleifsson. smáauglýsingar fjardarfrett ir@fjardarfrett ir. is s ími 565 3066 Verð 1.200 kr. m.v. hver 200 slög. Myndbirting 1.200 kr. Tapað-fundið og Gefins: FRÍTT www.fjardarfrettir.is SMÁAUGLÝSINGAR FRÉTTASKOT Sendu fréttaskot á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Hafnarborg Tvær sýningar standa nú yfir í Hafnar- borg. Það eru sýningarnar „Málverk – ekki miðill“ í aðalsal safnsins og sýningin „Erindi“ í Sverrissal. Skyggnilýsing Í kvöld, fimmtudag kl. 20 hefst starf semi Sálarrannsóknarfélagsins í Hafnarfirði með skyggnilýsingarfundi með Þórhalli Guðmundssyni miðli í Safnaðarheimili Fríkirkjunnar að Linn- ets stíg 6. Íbúafundur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar boðar til íbúafundar um samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut þriðju- dagskvöldið 17. október kl. 20 í Bæjarbíói. Núverandi skipulag - væntanlegt skipu lag – Þormóður Sveinsson, skipu- lagsfulltrúi. | Ófremdarástand – Hrafn- hildur R. Halldórsdóttir, íbúi í Setbergi | „Ég dó næstum“ - Sindri Blær Gunn- arsson, nemi í Flensborg | Ákjósanlegar lausnir - Lilja Guðríður Karlsdóttir, sam gönguverkfræðingur hjá Viaplan | Sjónarhorn Vegagerðarinnar – Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri | Áætlanir stjórnvalda – Jón Gunnarsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra | Pallborðsumræður Hrossakjötsveisla Á föstudaginn kl. 19 standa Haukar fyrir Góðu hrossakjötsveislunni í for- salnum á Ásvöllum. Boðið verður upp á saltað hrossakjöt eins og það gerist best. Ræðumaður kvöldsins verður lög maðurinn og Valsarinn Brynjar Níels son Miðapantanir og sala á Ásvöllum í síma 525 8700 og bhg@ haukar.is. Sendið tilkynningar um viðburði á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Á DÖFINNI ÚRVALSDEILD KARLA FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG 1 Valur 22 15 5 2 43-20 23 50 2 Stjarnan 22 10 8 4 46-25 21 38 3 FH 22 9 8 5 33-25 8 35 4 KR 22 8 7 7 31-29 2 31 5 Grindavík 22 9 4 9 31-39 -8 31 6 Breiðablik 22 9 3 10 34-35 -1 30 7 KA 22 7 8 7 37-31 6 29 8 Víkingur R. 22 7 6 9 32-36 -4 27 9 ÍBV 22 7 4 11 32-38 -6 25 10 Fjölnir 22 6 7 9 32-40 -8 25 11 Víkingur Ó. 22 6 4 12 24-44 -20 22 12 ÍA 22 3 8 11 28-41 -13 17 ÚRVALSDEILD KVENNA FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG 1 Þór/KA 18 14 2 2 44-15 29 44 2 Breiðablik 18 14 0 4 47-10 37 42 3 Valur 18 12 1 5 48-18 30 37 4 Stjarnan 18 10 3 5 36-19 17 33 5 ÍBV 18 9 6 3 33-21 12 33 6 FH 18 7 2 9 17-24 -7 23 7 Grindavík 18 5 3 10 16-44 -28 18 8 KR 18 5 0 13 15-41 -26 15 9 Fylkir 18 2 3 13 13-36 -23 9 10 Haukar 18 1 2 15 15-56 -41 5 1. DEILD KARLA FÉLAG L U J T MÖRK NET STIG 1 Fylkir 22 15 3 4 50-19 31 48 2 Keflavík 22 14 4 4 43-24 19 46 3 Þróttur R. 22 13 3 6 37-21 16 42 4 HK 22 14 0 8 36-28 8 42 5 Leiknir R. 22 10 6 6 38-31 7 36 6 Þór 22 10 4 8 35-31 4 34 7 Haukar 22 9 6 7 34-39 -5 33 8 Selfoss 22 8 4 10 27-29 -2 28 9 Fram 22 7 6 9 32-39 -7 27 10 ÍR 22 5 4 13 27-38 -11 19 11 Leiknir F. 22 3 1 18 23-53 -30 10 12 Grótta 22 2 3 17 16-46 -30 9 Leikskólamál hafa verið mikið til um ræðu síðustu vikur og mánuði og því miður kemur það ekki til af góðu. Leikskólastjórar hafa margir hverjir átt erfitt með að manna leikskólana og víða hefur þurft að seinka aðlögun nýrra barna og loka deildum. Þetta hefur eðlilega haft mikil áhrif, bæði innan leikskólanna þar sem álagið hefur aukist á þá starfs menn sem fyrir eru og á foreldra sem hafa jafnvel þurft að taka launa laust leyfi frá vinnu með an þeir bíða eftir að leik skóla­ dvöl barna þeirra geti hafist. Í tæplega tuttugu ár hef ég starfað í leikskólum og gegnt þar ýms um störfum, sem leið­ beinandi, al mennur leikskólakennari, deildarstjóri, sinnt sérkennslu, aðstoðar­ skólastjóri og leik skólastjóri. Miklar breytingar hafa orðið í leik skólastarfinu á þessum árum kröfurn ar hafa aukist. Starfsmenn í leikskólum fagna almennt þessum auknu kröfum því þeir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að skólarnir séu í stöðugri þróun og er faglegt starf í leikskólum almennt algjör­ lega til fyrirmyndar. Í 9. grein laga um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/ 2008 kemur fram að tveir þriðju starfs ­ manna eigi að vera leikskólakennarar að mennt en raunin er sú að aðeins þriðjungur starfsmanna í leikskólum hefur þá mennt­ un. Því miður virðist allt benda til þess að leikskólakennurum fari hratt fækkandi, stéttin eldist hratt, lítil nýliðun er í faginu og fáir stunda nám á þessu sviði. Á sama tíma er alltaf að verða ljósara hversu mikilvæg leik skólaárin eru í lífi barna og að þetta eru mestu mótunarárin í þroska hvers einstaklings. Það er því ljóst að gríðarlega mikil­ vægt er að áfram séu við störf metnaðarfullir kennarar sem bera ábyrgð á menntun barn­ anna í bland við aðra starfsmenn leikskóla sem hafa dýrmæta reynslu í sínu starfi. Þrátt fyrir aukið álag í leikskólastarfi hafa starfsmenn leik skólanna staðið vörð um faglega starfið og í stað þess að slaka á kröfunum þá vinna þeir hraðar og taka meiri vinnu á sig svo börn og foreldrar þurfi ekki að líða fyrir þá stöðu sem uppi er. Það eru þó takmörk fyrir hversu lengi hægt að standa vörð um núverandi starf og því miður eru kennarar fjölmennasta háskólamenntaða starfsstéttin sem leitar eftir þjónustu hjá Virk starfsendurhæfingu vegna langtíma veikinda. Margir hafa haldið því fram að leiðin til að laða að fleiri leikskólakennara og auka starfsánægju sé að hækka launin. Að sjálfsögðu eiga launin að vera mann sæm­ andi og lýsandi fyrir það hvar mestu auð­ æfin okkar eru geymd stóran hluta dags­ ins en ég hef bent á að fyrst og fremst þarf að huga að starfsumhverfi kennara. Ég tel að við þurfum að endur­ skilgreina leikskólann og grípa til róttækra aðgerða sem von­ andi gerir starfsum hverfið meira aðlaðandi. Mín tillaga er sú að við skil greinum leikskóla til klukkan tvö á daginn og eru kenn arar með börnunum í skipu lögðu skólastarfi á þeim tíma þar sem markvisst er hug­ að að öllum grunn þáttum mennt unar. Tíminn eftir klukkan tvö verði skilgreindur sem lengd viðvera og fer þá fram annars konar nám. Á þeim tíma sinna kennarar undirbúningi, sam­ ráði og fundum en börnin eru áfram í örugg um höndum annarra starfsmanna og sú vinna sem fer fram þá og þar til börnin eru sótt er skipulögð á annan máta. Með þessari breytingu sé ég fram á að leikskólinn verði meira aðlaðandi vinnu­ staður fyrir kennara sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll sem viljum vegferð barna okkar sem allra besta. Höfundur er leik- og grunnskóla- kennari og skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Linda Hrönn Þórisdóttir Stöndum vörð um faglegt leikskólastarf Lokastaðan í knattspyrnunni Knattspyrnuleiktíðinni er lokið og niðurstaða hafnfirsku liðanna var ekki eins og bjartsýnir vonuðust eftir. Eftir frábært gengi á undanförnum árum eru mikil vonbrigði með 3. sætið í úrvalsdeild karla. Heimi Guðjónssyni var í kjölfarið sagt upp eftir glæsileg ár með liðinu. Eftir nokkrar væntingar og spennu hjá kvennaliði Hauka sem kom upp í úrvalsdeildina í fyrra, varð leiktíðin gríðarleg vonbrigði með aðeins tvö jafntefli og einn sigur – í síðasta leik liðsins sem fellur aftur í 1. deild. FH stúlkurnar héldu sér í miðri deildinni, unnu 7 leiki og gerðu tvö jafntefli. Haukar sýndu flotta spretti í 1. deild­ inni, ekki síst á heimavelli en gáfu ör ­ lítið á lokametrunum er þeir töpuðu þrem ur leikjum í röð og enduðu í 7. sæti Fyrirtækjaheimsókn Markaðsstofunnar Markaðsstofan ákvað að taka hádeg­ is fræðsl una sem stofan hefur verið að bjóða upp á aðeins lengra og leita til fyrirtækjanna í bænum og fá þau til að bjóða hafnfirskum fyrirtækj um heim. Fyrsta fyrirtækjaheimsókn Markaðs­ stofunnar af mörgum verður þann 19. október frá kl. 17­19 en þá bjóða Gaman Ferðir fyrirtækjunum í bænum í heimsókn. Segir í tilkynningu að þetta sé kjörið tækifæri til að kynnast starfsemi Gaman Ferða betur og heyra reynslusögur úr rekstrinum. „Fyrirtækjaheimsóknir eru góður vettvangur fyrir hafnfirsk fyrir­ tæki til að efla og styrkja tengslanetið og kynnast öðrum fyrirtækjaeigendum í bænum,“ segir í tilkynningunni. Léttar veitingar verða í boði og skráning á msh.is

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.