Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Síða 2

Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Síða 2
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason Ritstjórn og auglýsingar: 565 4513, 896 4613 fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing: Póstdreifing ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866 www.fjardarfrettir.is www.facebook.com/fjardarfrettir.is Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Það eru Bjartir dagar í Hafnar­ firði. Menningin blómstrar og gróska í miðbænum sem býður nýs deiliskipulags og áforma um uppbyggingu. Sumarið er að koma og skrúðganga skátanna er eitt fyrsta merki um sumarkomuna og bæjarbúar fylkja liði og ganga glaðbeittir með, haldandi á íslenska fánanum og eru í hátíðarskapi. Bæjarbúar taka þátt í hátíðarhöldum Bjartra daga, gleðjast og hitta aðra í skugga þess að það er ekki svo bjart alls staðar í Hafnarfirði. Það eru ekki bjartir dagar í bæjarstjórn Hafnar­ fjarðar þar sem farið er á svig við lög og siðferðið látið liggja á milli hluta. Það var Björt framtíð í Hafnarfirði sem boðaði samstöðupólitík og ný og betri vinnubrögð í stjórn sýslunni. Lítið var látið reyna á samstöðu­ pólitíkina þegar möguleiki sást á meirihlutastarfi og aðgerðir undanfarinna vikna hfa sýnt að verri vinnubrögð hafa verið tekin upp og lýðræðið fótum troðið. Nú segjast Píratar vilja breyta svo svona starfshættir eigi sér ekki stað á ný og oddviti þeirra í Hafnarfirði segir bæjaráði haldið saman með þeim hætti sem eru brot á lögum og reglum og segir meirihlutann í raun fallinn. Mönnum finnst ekkert að því að einn bæjar­ fulltrúi skrái lögheimili sitt hjá systur sinni í Hafnarfirði þó hann sé fluttur úr sveitarfélaginu. Hinir bæjarfulltrúarnir sitja þegjandi hjá. Sjálfstæðisflokkurinn styður gerræðislegar aðgerðir forseta bæjarstjórnar og fyrrum oddvita Bjartrar framtíðar þrátt fyrir að þær gjörðir séu í andstöðu við 49. gr. sveitarstjórnarlaga. Samfylking og Vinstri grænir greiða ekki atkvæði gegn þessum tillögum, heldur sitja hjá og enginn gerir athuga­ semd að málið var ekki einu sinni á dagskrá fundarins. Enginn gerir heldur athugasemd að samþykkt bæjarstjórnar þann 14. mars stendur enn þar sem bæjarstjórn afgreiddi málið ekki né tók ákvörðun­ ina til baka á fundinum 11. apríl. Þó sök bæjarfulltrúa sé mis mikil þá er enginn saklaus í þessu máli og hafa bæjarfulltrúar látið ranglæti viðgangast og hafa ekki einu sinni haft fyrir því að kanna lögmæti þess sem menn voru að fara að gera. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Flatahraun 5a Símar allan sólarhringinn: 565 5892 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Sunnudagur 22. apríl Country messa á Björtum dögum og sunnudagaskóli kl. 11 Skráning fermingarbarna 2018-2019 hafin Sjá nánar á www.hafnarfjardarkirkja.is www.facebook.com/hafnarfjardarkirkja Smardagurinn fyrsti 19. apríl Skátamessa kl. 13 Sunnudagur 22 apríl Blómamessa kl. 11 Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Fjölbreytt fjölskyldustund í umsjá Maríu og Bryndísar. Eftir guðsþjónustu á kirkjutorginu: Grill - Leikir www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 22. apríl: Sunnudagaskóli kl. 11 Nánar á www.frikirkja.is og á Facebook ABC barnahjálp opnaði nýjan nytjamarkað að Dalshrauni 13, í stóru glæsilegu húsnæði. Tekið er við fötum, búsáhöldum, leikföngum, bókum, plötum og geisladiskum, húsgögnum, veggmyndum og rafmagnstækjum svo eitthvað sé nefnt. Opið verður alla virka daga kl. 12­18 og 12­16 á laugardögum. Að sögn Írisar Óskar Friðriksdóttur verkefnastjóra er hlutum sem komið er til þeirra komið í nýjar hendur gegn vægu verði og rennur allur ágóði markaðarins til starfsemi ABC barnahjálpar sem styður fátæk börn til náms í Afríku og Asíu. Tekið er á móti vörum að Dalshrauni 13 alla virka daga á milli kl. 12 og 18. ABC rekur nú þegar með Nytjamarkað í Víkurhvarfi 2 í Kópavogi en samtökin hafa rekið Nytjamarkað til styrktar starfsins í 10 ár. Nýr Nytjamarkaður ABC Opnaði í gær að Dalshrauni 13 Opnað síðar um helgar Fjölmargir sundlaugargestir hafa lýst óánægju sinni með því að stóru sundlaugarnar verði, frá næstu mánaðarmótum opnaðar kl. 9 í stað 8 um helgar. Er þetta gert um leið og opið verður lengur virka daga ogauk þess verður opið á morgnana um helgar í Su ndhöllinni, en þar hefur verið lokað á þeim tímum. Hafa menn sent inn mótmæli og líka bent á að þett askerði aðgengi hreyfihamlaðra um helgar. Glundroði í bæjarstjórn Litin er mjög alvarlegum augum sú misbeiting valds sem átt hefur sér stað í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og í bæjarráði. 1. Þann 14. mars var tekið fyrir erindi Guðlaugar Svölu sem hafði tilkynnt ótímabundin forföll sem bæjarfulltrúi. Samþykkt var að varamaður hennar Borghildur yrði aðalmaður í bæjarstjórn. 2. Þann 5. apríl er Borghildi sem löglegum 2. varamanni BF í bæjarráði meinað að sitja fund þrát fyrir ákvæði í 39. gr. samþykkta um stjórn Hafnar­ fjarðarkaupstaðar. 3. Þann 11. apríl mætir Guðlaug aftur í bæjarstjórn án nokkurra skýringa á fundinum. 4. Á fundinum 11. apríl leggja Guðlaug og Einar Birkir til breytinga í ráði og stjórn bæjarins án þess að málið sé á dagskrá og í andstöðu við 49. gr. sveitar­ stjórnarlaga. 5. Einar Birkir Einarsson situr í bæjarstjórn í krafti þess að hann skráir lögheimili sitt hjá systur sinni í Hafnarfirði þó hann búi sjálfur í Kópavogi. 6. Erindi hefur verið sent til samgöngu­ og sveitar­ stjórnarráðuneytis sem er með málið í skoðun.

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.