Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Page 6

Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Page 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Það voru merk tímamót í íþróttasögu Hafnarfjarðar er nýr íþróttasalur var vígður á Ásvöllum sl. fimmtudag, á 87 ára afmæli Hauka. Salurinn er sérstak­ lega hannaður sem körfu knattleiks völlur og nefndur eftir Ólafi heitnum Rafnssyni, fyrrum formanni ÍSÍ og Haukamanni. Hægt er að skipta salnum í tvennt og reiknað með að salurinn verði einnig notaður undir skólaleikfimi og mun leysa úr brýnni þörf á húsnæði fyrir íþróttastarfsemi Hauka. Húsið er ekki að fullu tilbúið að utan en að innan er það fullbúið fyrir utan að skipta þarf út aðalkörfum vallarins sem ekki munu standast staðla. Þá er eftir að koma fyrir áhorfendapöllum. Fulltrúar SÞ verktaka afhentu á táknrænan hátt lykil af húsinu til bæjar­ yfirvalda sem afhentu svo formanni Hauka hann. Ýmsir fluttu ávarp og fögn­ uðu tímamótunum en athygli vakti er Gerður Guðjónsdóttir, ekkja Ólafs Rafnssonar, flutti ávarp og afhenti Hauk­ um eina milljón kr. til hugar þjálfunar en styrkurinn er veittur úr minningarsjóði Ólafs Rafnssonar. Þá blessaði sr. Kjartan Jónsson, sóknarprestur í Átjarnarkirkju salinn. Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina, fulltrúar hönnuða og verktaka, stjórn­ málamenn, fulltrúar íþróttasamtaka, Haukafólk og fleiri gestir. Við athöfnina var einnig skrifað undir nýjan rekstrarsamning Hafnarfjarðar­ bæjar við Hauka þar sem gert er ráð fyrir rekstri hins nýja húss. SÞ verktakar buðu lægst í byggingu hússions, 516,3 milljónir kr. en heildar­ kostnaður við framkvæmdirnar liggur ekki fyrir þar sem framkvæmdum er ekki lokið. Nýr glæsilegur íþróttasalur vígður Í fullri eigu Hafnarfjarðarbæjar og fékk nafnið Ólafssalur Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Samúel Guðmunsson formaður Hauka undirrita rekstrarsamning um rekstur hins nýja íþróttahúss. Nýi glæsilegi íþróttasalur Hafnfirðinga á Ásvöllum við vígsluna. Fleiri myndir frá vígslunni má finna á www.fjardarfrettir.is Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Kvennalið Hauka í körfuknattleik sló Skallagrím úr Borgarnesi út í þremur leikjum, unnu 88­74, 75­64 og 77­63 og leika því til úrslita um Íslands­ meistaratitilinn í körfubolta við Val. HEIMALEIKUR SUMARDAGINN FYRSTA Haukar, sem eru deildarmeistarar, eiga heimaleik í fyrsta leik á Ásvöllum kl. 19.15 á morgun, sumardaginn fyrsta. Haukastúlkur stefna að sjálfsögðu á Íslandsmeistaratitilinn. Þær unnu Val í fyrsta leik í deildinni með 14 stigum en töpuðu seinni leiknum með 10 stigum. Það má því búast við spennandi keppni. KR SLÓ KARLALIÐ ÚT Eftir góða byrjun karlaliðs Hauka í undanúr slitarimmunni gegn KR en þeir sigruðu með 9 stiga mun, tapaði liðið næst aleik með 8 stigum og spiluðu frá sér unnum leik er þeir töpuðu með einu stigi í þriðja leiknum. KR innsiglaði svo sigurinn með 6 stiga mun á heima­ velli og Haukar því komnir í sumarfrí. Haukakonur í úrslit KR sló karlaliðið út í körfuboltanum Boltinn í beinni og lifandi tónlist allar helgar. Tilvalinn staður fyrir einkasamkvæmi stærri og smærri hópa. Happy Hour alla daga frá kl. 16 til 19 og fleiri flott tilboð á barnum. Flatahrauni 5a, Hafnarfirði sími 578 0200 Deildarmeistarar Hauka í körfubolta kvenna 2018.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.