Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Side 14

Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Side 14
14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, sem er að ljúka BA námi í skapandi tónlistarmiðlun í Listaháskólanum, hefur verið að vinna með Sinfóníu­ hljóm sveit Tónlistarskólans og Ár ­ manni Helgasyni, stjórnandi hennar, undan farnar vikur. Verkið er samið fyrir sinfóníuhljómsveit og sögumann og er ætlað börnum. Verkið er byggt á sögunni um Tindátann staðfasta eftir H.C. Andersen. Sinfóníuhljómsveitin verður með stutta tónleika í Hafnarborg síðasta vetrardag kl. 19.30 þar sem verkið verður frumflutt. Einnig verða flutt íslensk lög og létt klassísk tónlist þ.á.m. Á Sprengisandi, Hani krummi og lög úr Hnotubrjótnum. Ókeypis að gangur. Sinfóníuhljómsveit TH frumflytur verk þjónusta Tek að mér að færa yfir á (vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is, Sigurður Þorleifsson. smáauglýsingar fjardarfrett ir@fjardarfrett ir. is s ími 565 3066 Verð 1.200 kr. m.v. hver 200 slög. Myndbirting 1.200 kr. Tapað-fundið og Gefins: FRÍTT www.fjardarfrettir.is SMÁAUGLÝSINGAR Hellisgerði aðalfundur Aðalfundur Hollvinafélags Hellisgerðis verður haldinn á laugardag kl. 11 í Gaflaraleikhúsinu. Venjuleg aðal- fundar störf og umræður um framtíð félagsins. Kaffi og spjall í lok fundar. Bjartir dagar Sjá bls. 8-9. Hafnarborg Í aðalsal safnsins er sýningin Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur, með verkum Jóhönnu Krist- bjargar Sigurðar dóttur. Í Sverrissal er sýn ingin Afstæði þar sem sjá má ný málverk eftir Jón Axel Björns son. Sendið tilkynningar um viðburði á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Á DÖFINNI Ein mikilvægasta forsenda þess að lýðræðissamfélög virki er að almenningur beri traust til mikilvægra stofnana sam­ félagsins. Frá hruni hafa margar stofnanir landsins glímt við minnkandi traust almennings á þeim. Nægir að nefna hið háa Alþingi í því samhengi. Sömu lögmál gilda um bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það er því þyngra en tárum taki að fylgjast með þeim farsa og glundroða sem einkennt hafa störf bæjarstjórnar Hafnarfjarðar síðustu vikur og mánuði. Núver­ andi meirihluti, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, ber fulla ábyrgð á glundroðanum, sem grefur undan því trausti sem bæjarstjórn verður að njóta. Atburðarás síðustu daga og vikna er einfaldlega með þeim hætti að heiður bæjarstjórnar er að veði. VIRÐINGAR LEYSI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Rekja má glundroðann til þess alvöru­ og virðingarleysis sem Sjálfstæðis­ flokkurinn sýndi bæjarstjórn þegar flokk­ urinn lagði fram sýndartillögu síðasta sumar um byggingu tveggja knatthúsa í Hafnarfirði. Tillagan var eingöngu lögð fram í pólitískum tilgangi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og í trausti þess að hún yrði aldrei samþykkt. Meirhlutinn klofnaði þegar tillagan var afgreidd og hún var að sjálfsögðu felld í bæjarstjórn. Til marks um hversu lítil alvara fylgdi málum þá datt engum innan meirihlutans í hug að það myndi hafa þær afleiðingar að honum yrði slitið. Sjálfstæðis­ flokkurinn hafði náð markmiði sínu, að gera sig gildandi í augum hagsmunaaðila en því miður var bæjarstjórn niðurlægð í leiðinni. Og nú er staðan sú að búið er að reka báða varabæjarfulltrúa samstarfs­ flokksins, sem reyndust ekki nógu dyggir meðreiðarsveinar Sjálfstæðisflokksins, úr öllum nefndum og ráðum. Bæjarfulltrúi er kallaður úr veikindaleyfi og Sjálfstæðis­ flokkurinn samþykkir að bæjarfulltrúi búi utan bæjarfélagsins en skrái lögheimili sitt í Hafnarfirði. Seinna atriðið er í besta falli löglegt en siðlaust og spurning hversu marga bæjarfulltrúa með slíka búsetu Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn að samþykkja til að halda völdum. Þetta eru afleiðingarnar af sýndarmennsku og blekkingum Sjálfstæðisflokksins síðasta sumar. ALMANNAHAGUR RÁÐI FÖR Til þess að endurreisa virðingu og traust á bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur Samfylkingin áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð þar sem ákvarðanir eru teknar út frá almannahag. Flokkspólitískir hags­ munir og aðrir sérhagsmunir mega ekki ráða för. Til að ró og festa einkenni á nýjan leik störf bæjarstjórnar Hafnarfjarðar er nauðynlegt að Samfylkingin fái sterka útkomu úr kosningunum í vor. Þannig verður tryggt að almannahagsmunir verði hafðir að leiðarljósi við stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Höf. skipar 5. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson Glundroði í bæjarstjórn í Hafnarfirði – í boði Sjálfstæðisflokksins Nýstofnað kammertríó, Tríó Amasia kemur fram á tónleikum á sumardaginn fyrsta á lista­ og menningarhátíðinni Björtum dögum. Tríó Amasia skipa þau Hlín Erlends dóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleikari og Þröstur Þorbjörns son gítarleikari. Efnisskrá tónleikana samanstendur af litríkum tónum fyrir fiðlu, klarinettu og gítar þar sem heyra má ólík stílbrigði. Tónverkin eiga það sameiginlegt að vera undir áhrifum tónlistar millistríð­ áranna og má þar nefna áhrif frá franskri kaffihúsa og götutónlist, jazzi , eistlenskum og armenskum þjóðlögum, dönsum frá Kúbu og Suður Ameríku og argentískri tangótónlist. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni Hafnarfirði sumardaginn fyrsta kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Tríó Amasia með tónleika Tónlist millistríðsáranna A sunnudaginn kl. 20, slá þær Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari og Tinna Þor­ steinsdóttir, píanóleikari botninn í fimmta starfsár tónleikaraðarinnar Hljóðön í Hafnarborg með tónleikum sínum tileinkuðum andþemum og örsögum. Frumflutt verður nýtt verk Karólínu Eiríksdóttur Örsögur að vori, sem samið er sérstaklega í tilefni tónleikanna og fléttast verkið saman við andþemu og styttri frásagnir allt frá miðbiki 20. aldar og fram á okkar daga, í verkum Pierre Boulez, Karlheinz Stockhausens, Giacinto Scelsis og Bryns Harrisonar. Nýtt tónverk frumflutt Listamaðurinn Ingvar Björn setur upp sýninguna Tourist á Björtum dög­ um kl. 19 á sumardaginn fyrsta á Víði­ staðatúni. Tourist er nokkuð margþætt verk sem bæði byggist upp á innsetn­ ingu, skúlptúr, tónlist, og málverkum. Vill hann fá bæjarbúa til að koma í höggmyndagarðinn Víðistaða tún og njóta fegurðar sem garðurinn býður upp á. Þar sem gestir munu fá sér göngu á milli verka. Ingvar hefur sett gínur víðs vegar um garðinn og hefur hann málað á þær texta sem er á kín versku, ensku og íslensku um íslenska náttúru og eru þau lýst upp á skemmti legan hátt. Hann setur hljóð víðs vegar um garðinn með náttúruhljóðum og munu gestir upplifa misjöfn hljóð hvar sem hann er í garðinum. Fyrir þá sem hafa ekki eins gaman af innsetningum mun verslunar miðstöðin Fjörður setja upp verk Ingvars víðs veg ar um húsið þannig að gestir fá innsýn á náttúruna frá lista manninum. Vill Ingvar meina að í list séu engin landamæri og að íslenska náttúran geti sameinað mismunandi þjóðerni. Því feg urðin og fjölbreytileikinn standi alltaf upp úr þegar kemur að náttúru Íslands. Ingvar Björn með innsetn­ ingu á Víðistaðatúni Sýnir einnig risamyndir í Firði

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.