Feykir


Feykir - 12.02.2020, Page 7

Feykir - 12.02.2020, Page 7
skaðabætur, en hann hafnaði öllum slíkum kröfum. Oddviti snéri sér þá til sýslumanns og sýslumaður hafði samband við Dómsmálaráðuneytið sem taldi vænlegast að komast hjá að málið færi til dómsstóla. Mál þetta varð fljótlega mikill fréttamatur og segist Jónas m.a hafa fengið sent eintak af Algemeine Zeitung þar sem sagt var frá því, með miklum fyrirsögnum, að ungur læknir við aðalsjúkrahúsið í Húnavatnssýslu, einni af útborgum Hvammstanga á Íslandi, hafi gert rúmlega áttræðan karl að tvítugum unglingi. En málinu var ekki þar með lokið, því sumarið 1929 fékk Jónas bréf frá norskum skipakóngi, Martensen, sem orðinn var 73 ára og nýkvæmtur 23 ára gamalli stúlku. Sagðist hann vera að missa frá sér stúlkuna vegna ellihrumleika og vildi borga mikið fyrir ef Jónasi tækist að yngja sig upp með svipaðri aðgerð og hann gerði á öldruðum bændum á Íslandi. Jónas samþykkti að vinna verkið og það fyrsta sem hann gerði var að kaupa eista úr ungum bónda í sveitinni fyrir 2.000 krónur, en sjálfur tók hann 10.000 kr. fyrir aðgerðina. Þegar Norðmaðurinn síðan kom sneiddi hann niður eistað og saumaði við eista þess norska með Voronoffaðferðinni. Svo merkilega vildi til að líkaminn hafnaði ekki aðskotahlutnum og Martensen hresstist allur. Segist Jónas hafa fengið bréf frá honum árlega fram til 1939 og hafi hann eignast þrjú börn með konu sinni.“ Ýmis fróðleikur leynist í gömlum heilbrigðsskýrslum, þannig voru t.d. árið 1939 helstu sjúkdómar: farsóttir, tann- skemmdir, gigtarsjúkdómar og taugaveiklun en berklar á undanhaldi. Við skoðun 170 skólabarna í héraði bar mest á nit og tannskemmdum. Árið 1947 fer lús meðal skólabarna ört minnkandi og eins voru tannskemmdir á undanhaldi. Já, er ekki enn verið að ræða lús meðal skólabarna? Bílstjórinn sá um svæfingarnar Árið 1943 og 1944 lagði hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps til við sýslunefnd að byggt yrði elliheimili á Hvammstanga, en ekki varð af framkvæmdum. Tíu áum seinna barst erindi frá Kvennabandinu (Kvenfélagasambandi V-Hún) til sýslunefndar sama efnis, en þá höfðu kvenfélögin í sýslunni safnað fyrir þessu verkefni um árabíl. Kvennabandið lagðist þungt á árarnar, fyrst undir forystu Jónínu S. Líndal á Lækjamóti og síðar Jósefínu Helgadóttur á Laugarbakka, og komst málið þá á verulegan skrið. Byggingin var samþykkt í sýslunefnd árið 1955, þ.e. bygging elliheimilis, stækkun sjúkraskýlis og að búa það nýjum tækjum. Á árunum 1957 til 1960 reis svo aðalbygging sjúkrahússins og var hún tekin í notkun þann 3. júlí 1960. Eftir þessar endurbætur var 21 sjúkrarúm á sjúkrahúsinu auk þriggja íbúða fyrir starfsfólk og þjónusturýma. Eftir þetta var stofnunin flokkuð sem fullgilt sjúkrahús af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Á þessum árum voru oft gerðar skurðaðgerðir á Hvammstanga þó svo að aðeins væri einn læknir á staðnum. Stundum var fengin aðstoð frá lækni á Blönduósi, en svo höfðum við líka sjálfmenntaðan svæfingalækni. Í sögu Hvamms- tanga segir svo: „Eftir að Hörður Þorleifsson kom á staðinn ók Sigurður Eiríksson honum stundum um héraðið í læknisvitjanir og eitt sinn spurði Hörður Sigurð hvort hann væri ekki til í að aðstoða sig á skurðstofunni við svæfingar. Lét hann Sigurð lesa sér eitthvað til og fylgjast með uppskurði þar sem afleysingalæknir annaðist svæfinguna. Skömmu síðar var Sigurður kallaður í uppskurð og sá hann um svæfinguna. Uppskurðurinn gekk vel og annaðist Sigurður allar svæfingar hjá Herði eftir þetta. Sigurður hélt uppteknum hætti allt fram til ársins 1965 og tók þátt í um 100 uppskurðum sem allir tókust með ágætum.“ Skurðaðgerðir lögðust af snemma á áttunda áratug síðustu aldar og síðasta fæðingin á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga var líklega 1987. Kvennabandið lagði verulegar upphæðir til byggingarinnar og búnaðarkaupa. Árin 1957, 1958 og 1959 lagði Kvennabandið fram 100 þúsund krónur hvert ár sem á núvirði nemur um þremur og hálfri milljón króna. Árið 1959 var þessum 100 þúsundum til dæmis varið til kaupa á 20 sjúkrarúmum og sængurfatnaði í þau fyrir hið nýja sjúkrahús. Næstu áratugina varð smám saman aukin þörf fyrir fleiri sjúkrarúm. Íbúðum í sjúkra- húsinu var breytt í vistrými fyrir sjúklinga. Árið 1984 var áföngum og tekin smám saman í notkun til ársins 2000 þegar framkvæmdum innanhúss lauk. Lóðarfrágangi lauk ekki fyrr en á árinu 2002. Öll aðstaða til að sinna skjólstæðingum batnaði til muna, flest sjúkraherbergin voru nú einbýli og mörg þeirra með sér salerni og sturtu. Einnig var í nýbyggingunni nýtt eldhús og borðstofa, iðjurými, aðstaða fyrir sjúkraþjálfara, nýtt þvottahús auk lyftu. Í viðbyggingunni var líka myndarleg kapella sem var innréttuð og búin húsgögnum af Kvennabandinu, sem tók við kapellunni fokheldri. Í þetta sinn gekkst Kvennabandið fyrir fjársöfnun meðal einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja og lagði fram alls um 3,5 milljónir til verksins sem á verðlagi dagsins í dag væru milli 9 og 10 milljónir. Kapellan var vígð 20. júlí 1997. Smá saga er varðar byggingu kapellunar. Arkitekt hússins, Helgi Hjálmarsson, vildi endilega að altarið í kapellunni yrði úr grjóti úr heimahéraði. Töldum við heimamenn að það gæti varla verið mikið mál. Þegar vígslan nálgaðist fóru að renna tvær grímur á okkur heimafólk. Að lokum lögðum við af stað í leiðangur að leita að hentugu grjóti: Elín Líndal, stjórnarformaður sjúkrahússins og reyndar þáverandi formaður Kvennabandsins, Bjarni Þór Einarsson, eftirlitsmaður, og ég. Lá leiðin út Vatnsnes að vestanverðu. Allmikið af grjóti varð á vegi okkar og hlupum við um holt og móa án þess að finna nokkuð sem okkur líkaði eða töldum að uppfyllti listræn fyrirmæli arkitektsins. Þegar við komum að Hrísakoti var heldur farið að draga af okkur og ákváðum við þá að leita á náðir Agnars J. Levý, oddvita Þverárhrepps. Tók hann okkur vel og eftir að frúin hafði hresst heldur sneypulega grjótleitarmenn með góðgjörðum slóst Agnar í för með okkur og var nú stefnan tekin á Borgarvirki. Eftir að hafa klöngrast um grjóturðina sunnan Borgarvirkis fundum við líka þennan forláta stein sem nú prýðir kapelluna sem altari. Hann beið okkar þarna í urðinni sunnan Virkisins, tilbúinn í sitt nýja hlutverk. Var Björgunarsveitin fengin til að ná í steininn og tel ég hann sóma sér vel í sínu nýja hlutverki. Ekki veit ég hvort okkur liðist svona framtakssemi í dag, værum kannski með einhverja umhverfisstofnun á hælunum, Hörður Þorleifsson læknir og Magnea Guðnadóttir ljósmóðir. Mynd frá 1961. Að störfum: María Björnsdóttir, Daníel Guðnason, Sigurður H. Eiríksson og Magnea Guðnadóttir. byggð setustofa við sjúkrahúsið sem bætti úr brýnni þörf fyrir samverustað fyrir vistfólk. Á þessum árum voru um 40 sjúkrarúm í notkun í allt of litlu rými. Flestir vistmenn voru í fjölbýli og bjuggu vægast sagt þröngt. Allflestir sváfu þá á svefnbekkjum með rúmfataskúffu, eins og gefnir voru í fermingargjafir á þessum árum, en aðeins veikustu sjúklingarnir í sjúkrarúmum, sem flest voru börn síns tíma. Rétt er samt að geta þess að íbúarnir á þessum árum komu gjarnan mun hressari inn á stofnunina en tíðkast í dag og dvöldu oft langdvölum á stofnuninni. Árið 1986 var nýbyggð rúmlega 600 fm heilsugæslustöð tekin í notkun sem gjörbylti allri aðstöðu til þjónustu við sjúklinga í læknishéraðinu. Um tíu árum áður hafði heilsugæslan verið gerð að tveggja lækna stöð og fleira starfsfólk ráðið til að sinna heilsugæslu m.a. héraðshjúkrunarfræðingur. Árið 1992 hófust gagngerar endurbætur á húsnæði sjúkra- hússins. Byggingarnefnd var skipuð undir forystu Heimis Ágústssonar og var Helgi Hjálmarsson arkitekt fenginn til að endurhanna eldra húsnæði og nýbyggingu. Allt var þetta unnið í góðu samstarfi og samvinnu við Baldur Ólafs- son í Heilbrigðisráðuneytinu sem reyndist okkur ætíð vel. Eldra húsnæði var allt innréttað upp á nýtt og byggð ný 750 fm viðbygging. Framkvæmdir þessar stóðu yfir í nær heilan áratug. Fyrst var gamla sjúkrahúsið endurinnréttað 1993 og ´94, síðan var viðbyggingin boðin út í Næturgalar ásamt föðurbetrungum skemmtu í afmælinu. 06/2020 7

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.