Feykir


Feykir - 24.02.2020, Side 4

Feykir - 24.02.2020, Side 4
Áhugi á bogfimi alltaf að aukast Á dögunum fór fram bogfiminámskeið á vegum bogfimideildar Tindastóls og Neista á Hofsósi sem þótti takast vel og í framhaldinu kannaður áhugi fyrir frekara námskeiðahaldi. Það er Indriði Ragnar Grétarsson á Sauðarkróki sem stýrir en hann hefur verið öflugur að kynna íþróttina fyrir Íslendingum. Bogmaðurinn Indriði breiðir út boðskapinn Indriði hefur verið iðinn við að kynna bogfimiíþróttina vítt um landið. MYNDIR AF FB-SÍÐU BOGFIMIDEILDAR TINDASTÓLS Bogfimi hentar fólki á öllum aldri. Skotið í mark í Litlaskógi. „Ég hef oft verið beðinn um að halda bogfimikynningu á Hofsósi og greinilega mikill áhugi þar. Tilgangurinn er m.a. að auka fjölbreytni íþrótta á svæðinu en hugsunin er sú að bogfimideild Tindastóls sjái um þennan þátt í stað þess að stofna deildir víða í héraðinu,“ segir Indriði aðspurður um viðburðinn. Um 25 manns mættu í félagsheimilið Höfða- borg, meirihluti unglingar en Indriði segir að eitthvað hafi komið af fullorðnum líka og mikill áhugi hjá þeim. Indriði segir að ekki hafi allir verið byrjendur sem þang- að komu því ein stúlkan er fyrrum Íslandsmeistari í bog- fimi í sínum aldursflokki. Sú hafi æft bogfimi á Akureyri en flutt á Hofsós fyrir fáum mánuðum síðan. „Hún fer væntanlega að skjóta á ný,“ segir Indriði, og væntir þess að hún geti verið honum innan handar ef reglulegar æfingar komast á á Hofsósi. Indriði segir áhuga fyrir bogfimi aukast smátt og smátt en viðurkennir að hann óski þess að fleiri létu sjá sig á æfingum, sérstaklega á Krókn- um þar sem besta aðstaðan sé. Þar fara æfingar fram tvisvar í viku líkt og í Varmahlíð en þar er um tugur að mæta, flest börn og unglingar. Í Varmahlíð sér Merle Storm um æfingarnar á þriðjudögum og Indriði mætir á sunnu-dögum. Indriði segir að vandamálið við inniæfingarnar á veturna sé aðstaðan. Húsnæði vanti þar sem hægt væri að koma hvenær sem er. „Draumastaðan væri sú að geta verið með fast húsnæði líkt og bogfimifélögin á Akur- eyri og í Reykjavík en þar getur fólk komið þegar því hentar. Það sem aðallega hefur hamlað því að fullorðnir komi í þetta sport, alla vega hér á Króknum, er að menn vilja getað farið í þetta þegar þeir eru lausir. Ekki bara þessi tími þarna, klukkan þetta, á þessum degi. Það virðist henta illa.“ Alltaf hægt að prófa Ef fólk ætlar að stunda bogfimi segir Indriði betra að hver og einn eigi sinn búnað sjálfur því það geti verið erfitt fyrir félög að útvega hann fyrir alla. „Ef fólk vill ná einhverri færni og stöðugleika er betra að eiga sinn eigin búnað. En við erum með boga sem allir geta notað, skemmti- eða leikboga. Það geta allir notað þá og enginn stillibúnaður á þeim. Fyrir þá sem vilja taka næsta skref mæli ég með að keyptur sé betri búnaður og farið á námskeið til að læra á þá,“ segir Indriði og aðspurður um kostnað telur hann að byrjendasett gæti kostað á bilinu 40 – 50 þúsund en alvöru keppnisbúnaður gæti farið í og yfir 70 þúsund krónur. Skemmtibogi er þó ódýrastur UMFJÖLLUN Páll Friðriksson en gæti kostað í kringum 15 þúsund. Fjarlægðirnar sem verið er að skjóta á innan húss eru um 18 metrar fyrir eldri iðkendur en 10 – 12 metrar fyrir þá yngri. Hins vegar er markið mun lengra frá á sumrin utanhúss þar sem yngri skjóta af 20 – 30 metra færi en eldri 50 – 70 metra en það fer eftir því hvernig boga viðkomandi er með. „Með trissuboga eru það 50 metrar en 70 metrar fyrir sveigboga. Svo er einnig verið að skjóta í skóglendi „3D bogfimi“ og langar mig að koma upp aðstöðu til þess en vandamálið hefur verið að það þarf alltaf að taka mörkin niður eftir æfingar. Það tekur mikinn tíma og því gott að vera með fasta aðstöðu.“ Indriði hefur verið öflugur í útbreiðslumálum bogfiminnar og hefur haldið námskeið víða en einnig hefur hann verið UMFÍ innan handar á Ung- lingalandsmótum. Í sumar er ætlunin að vera á ULM 2020 á Selfossi þar sem hann mun sjá um utanumhald þeirrar greinar en fyrst var boðið upp á bogfimi á Unglingalandsmóti á Sauðár- króki árið 2014. Indriði segir að allir geti komið og prófað án endurgjalds en æfingar eru á þriðju- og miðvikudögum frá klukkan 19:30 til 21 á Sauðárkróki og í Varmahlíð á þriðjudögum klukkan 18.30 og á sunnu- dögum milli 13-15. 4 08/2020

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.