Feykir - 11.03.2020, Page 2
Það eru undarlegir tímar sem við erum að upplifa þessa
dagana. Sjálfsagt hefur aldrei á minni ævi verið eins mikill
samhljómur með því sem rætt er í þjóðfélaginu. Það er
sama hvar það er, í fjölmiðlum,
á kaffistofum, á samfélagsmiðl-
unum, í búðinni, alls staðar er
umræðuefnið það sama. Ég
þykist viss um að ekkert stórmót
í fótbolta hefur náð þvílíkri
útbreiðslu í samræðum manna
á milli því vitanlega hafa ekki
nándar nærri allir áhuga á fót-
bolta (þó sumir virðist halda
það) en umræðuefnið þessa
dagana snertir alla á einhvern
hátt.
Já, COVID-19 snertir alla, það getur ekki farið hjá því þó á
misalvarlegan hátt sé. Margir eru hræddir, aðrir kæra sig
kollótta. Örugglega eiga allir einhverja ættingja eða vini sem
eru veikir fyrir og gætu farið illa út úr því að fá þennan
umrædda vírus. Önnur bein áhrif eru sýningar og samkom-
ur sem eru felldar niður, íþróttamót sem ekki eru haldin og
ferðir sem ekki eru farnar. Nemendur skóla sem eiga að
útskrifast í vor vona í lengstu lög að veiran setji ekki þau plön
í uppnám. Áætlanagerð fyrir sumarfríið er sett á bið og aðrir
afpanta ferðir. Hlutir sem áður þóttu sárameinlausir eins og
salatbarir og sinnep og tómatsósa á pyslusjoppum eru allt í
einu orðin stórhættulegir, að ég tali nú ekki um að stinga upp
í sig vínberi í ávaxtadeildinni í búðinni.
Á meðan hverfur önnur umræða í skuggann. Gular við-
varanir ná engu flugi, kannski þó appelsínugular. Mottu-
mars, Megan og Henry, loftslagsváin og Trump. Allt fellur í
skuggann af kórónaveirunni. Enda ekki að furða.
Og ég sem ætlaði alls ekki að skrifa um COVID heldur
blessuð litlu börnin sem Útlendingastofnun sér sér ekki
fært annað en að vísa úr landi og senda til Grikklands þar
sem vægast sagt ömurlegar aðstæður bíða þeirra og foreldra
þeirra. Að vísu bárust þær fréttir fyrir stundu að brott-
vísuninni hefði verið frestað en það er víst ekki vegna
brjóstgæða íslenskra embættismanna, heldur breytinga á
boðleiðum í grísku stjórnkerfi. Það hlaut að vera því líklega
eru flestir farnir að gera sér ljóst að það er varla sveigjan-
leika að vænta hjá hinum háu herrum íslenskrar
Útlendingastofnunar.
Fríða Eyjólfsdóttir,
blaðamaður
LEIÐARI
Efst á baugi
Verkfallsaðgerðum BSRB aflýst
Samningar náðust við flesta
Aðildarfélög BSRB sem boðað höfðu til verk-
fallsaðgerða undirrituðu öll kjarasamninga við
viðsemjendur í vikunni og var verkfallsað-
gerðum því aflýst. Fjögur aðildarfélög banda-
lagsins eiga enn eftir að ná samningum þegar
þetta er skrifað.
Á heimasíðu BSRB kemur fram að samningarnir
séu afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gildi út 31. mars
2023. „Stærstu tímamótin í samningunum eru án efa
ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án launaskerð-
ingar. Starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuvikuna
allt niður í 36 stundir. Vinnuvika vaktavinnufólks
styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta allt niður
í 32 stundir,“ segir í færslunni. Þá var samið um að
allir félagsmenn aðildarfélaganna fái 30 orlofsdaga á
ári sem þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga
áður bæta við sig sex dögum. Launahækkanir sem
aðildarfélögin sömdu um rúmast innan ramma lífs-
kjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnu-
markaðinum á síðasta ári. /PF
Fjögur skip lönduðu á Sauðárkróki í síðustu
viku og var rannsóknaskipið Bjarni Sæm-
undsson eitt þeirra en hann er nú á svo-
kölluðu togararalli eða marsralli úti fyrir
Norðurlandi.
Fjögur skip á vegum Hafrannsóknastofnun-
ar taka þátt í verkefninu; togararnir Gnúpur
GK, Múlaberg SI og rannsóknaskipin Árni
Friðriksson og Bjarni Sæmundsson en verk-
efnið hefur verið framkvæmt með sambæri-
legum hætti á hverju ári síðan 1985 að því er
segir á vef Hafrannsóknastofnunar, hafogvatn.
is. Togað verður á tæplega 600 stöðum á 20-500
m dýpi umhverfis landið og geta áhugasamir
fylgst með ferðum skipanna á slóðinni https://
skip.hafro.is/. Helstu markmiðin eru að fylgjast
með breytingum á stofnstærð, aldri, fæðu,
ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við
landið en einnig verður sýnum safnað vegna
ýmissa rannsókna, erfðasýni tekin úr nokkr-
um fisktegundum, athuganir gerðar á botn-
dýrum og mat lagt á magn ýmiss konar rusls á
sjávarbotni. Til gamans má geta þess að á
Bjarna Sæmundssyni er rannsóknaliðið að
þessu sinni alfarið skipað konum í fyrsta skipti
í 36 ára sögu verkefnisins.
Arnar HU 1 var aflahæstur þeirra skipa sem
lönduðu á Sauðárkróki í vikunni með rúmlega
280 tonn. Á Sakgaströnd var landað rúmum 35
tonnum úr fimm bátum, þeirra aflahæstur var
Dagrún HU 121 með rúm 19 tonn.
Heildaraflinn á Norðurlandi vestra í fyrstu
viku marsmánaðar var 551.318 kíló. /FE
Aflatölur 1.– 7. mars 2020 á Norðurlandi vestra
Bjarni Sæm á marsralli
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Arnar HU 1 Botnvarpa 281.553
Bjarni Sæmundsson RE 30 Botnvarpa 3.611
Drangey SK 2 Botnvarpa 79.510
Málmey SK 1 Botnvarpa 151.503
Alls á Sauðárkróki 516.177
SKAGASTRÖND
Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 19.246
Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 577
Hafdís HU 85 Línutrekt 503
Onni HU 36 Dragnót 10.173
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.642
Alls á Skagaströnd 35.141
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Sauðárkrókur
Olís byggir bensínstöð við
Strandveginn á Króknum
Eflaust hafa einhverjir klórað
sér í kollinum vegna fram-
kvæmda á lóðinni Borgarflöt 31
á Sauðárkróki, neðan við lóð
Skagafjarðarveitna. Skv.
upplýsingum Feykis stendur
Olís fyrir framkvæmdunum en
á lóðinni, sem er 2555 m2,
er fyrirhugað að byggja
sjálfsafgreiðslustöð ÓB með
þremur eldsneytisdælum.
Sótt var um að koma fyrir
nýrri sjálfsafgreiðslustöð á steyptu
áfyllingarplani með dæluskyggni,
koma fyrir tæknirými í tengslum
við sjálfsafgreiðslustöð og koma
fyrir ID skilti.
Fyrir eru á Sauðárkróki þrjár
bensínstöðvar, N1 stöð á Ábæ,
Orkan Bláfelli og loks er Olís með
tank við Verslun Haraldar Júlíus-
sonar þar sem Bjarni Haraldsson
stendur vaktina en nálgast nú
óðfluga tíræðisaldurinn.
Brennustæði Sauðárkróks
hefur síðustu árin verið rétt sunn-
an lóðar Olís og væntanlega væri
nú óráðlegt að kveikja áramóta-
brennu í bakgarði bensínstöðvar.
Að sögn Jóns Arnar Berndsen,
skipulagsfulltrúa Svf. Skagafjarð-
ar, hefur ekki verið tekin ákvörðun
um hvort brennustæðið verður
flutt né þá hvert. /ÓAB
Myndin sýnir byggingarsvæði nýrrar sjálfsafgreiðslustöðvar. MYND AÐSEND
2 10/2020