Feykir - 11.03.2020, Síða 6
skrifaði greinina. Sigurjón
Sigurðsson kaupmaður lét slá
peninga í minningu Alberts
Thorvaldsen og átti að miða
við árið 1970 þegar 200 ár
voru frá fæðingardegi hans
en peningarnir komu ekki út
fyrr en 1972. Hann lét slá 300
koparpeninga, 100 silfurpeninga
og tvo gullpeninga. Síðan gaf
hann Sögufélagi Skagfirðinga
eitt sett af þessum peningum,
einn gullpening, annan af
tveimur, einn silfur- og tvo
bronspeninga. Það eru myndir
af þessum peningum í greininni
en þeir eru geymdir í bankahólfi
hér á Sauðárkróki. Engir smá
hlunkar, t.d. er þyngdin á gull-
peningnum 635 grömm. Það
er gott betur en hálft kíló af
hreinu gulli og bara tveir slíkir
peningar til í heiminum,“ segir
Hjalti. Hinn gullpeningurinn
er geymdur í myntsafni
Seðlabanka Íslands.
Alls eru tíu greinar í bókinni
að þessu sinni en hefð er fyrir
því að vera með eitt aðalefni
í hverju riti, gjarna grein
um þekktan Skagfirðing, og
að þessu sinni fær Guðjón
Ingimundarson þann heiður.
„Guðjón var þekktur maður hér
á Sauðárkróki, Strandamaður
sem fluttist norður í Skaga-
fjörð og gerði góða hluti í
íþróttamálum og gjörbreytti
öllu íþróttastarfi. Hann var
einnig mikið í félagsmálum,“
segir Hjalti aðspurður um efni
bókarinnar.
Af öðru efni segir Hjalti ritið
vera sérstakt að því leyti að í
því eru tvær afmælisgreinar, ef
hægt er að segja svo og kannski
um frægustu listamenn sem
Skagfirðingar hafa átt eða telja
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Í næsta mánuði mun 40. hefti Skagfirðingabókar
væntanlega líta dagsins ljós en útgáfa hennar hófst árið
1966. Í upphafi voru það þrír hugsjónamenn úr Skagafirði
sem komu útgáfunni af stað; Kristmundur Bjarnason,
Sigurjón Björnsson og Hannes Pétursson, sem síðar
eftirlétu Sögufélagi Skagfirðinga þann kaleik að gefa út
fjölbreyttan sögulegan fróðleik úr Skagafirði. Eðlilega
hafa fallið úr nokkur ár en sem betur fer er enn verið að
hjakka í þessu, eins og Hjalti Pálsson, einn ritstjórnar-
manna, orðar það. Með honum í ritnefnd eru Sigurjón
Páll Ísaksson og Sölvi Sveinsson.
sig eiga. Annar þeirra er Albert
Thorvaldsen, sem var af skag-
firsku faðerni, hugsanlega
fæddur í Skagafirði segir Hjalti
og bætir við að það sé þó ekki
vitað með vissu. „Fæðing hans er
a.m.k. ekki skráð í kirkjubækur
Kaupmannahafnar sem eru
til frá þessum tíma. Albert er
fæddur í nóvember 1770 þannig
að hann á 250 ára afmæli á þessu
ári. Það er náttúrulega búið
að skrifa heilmikið um hann
og hans list en það sem kemur
algjörlega nýtt og í opna skjöldu
í þessari grein er að árið 1972
var kaupmaður í Reykjavík,
áhugamaður um myntsöfnun,
sem tengdist Skagafirði óbein-
línis þannig að hann átti dóttur
sem var gift Andra Ísakssyni frá
Ingveldarstöðum í Hjaltadal,
sonur Ísaks þess sem Ísaksskóli
er kenndur við. Andri er dá-
inn fyrir alllöngu síðan en
bróðir hans, Sigurjón Ísaksson,
„Peningarnir eru slegnir í
myntsláttu í Frakklandi og bara
gullið sjálft er milljóna virði
og aðeins tveir gullpeningar
til af þessari stærð í minningu
Alberts Thorvaldsen. Það væri
fróðlegt að láta meta þá til verðs
ef hægt væri.“
Albert, eða Bertel, Thorvald-
sen var þekktasti myndhöggv-
ari Norðurlanda á 19. öldinni,
átti danska móður, Karen Deg-
nes, en íslenskan föður, Gott-
skálk Þorvaldsson, ættaðan frá
Miklabæ í Skagafirði þar sem
faðir hans var prestur. Thor-
valdsensafnið í Kaupmanna-
höfn er byggt utan um verk
Alberts. En hann gleymdi ekki
uppruna sínum og sendi til
Íslands skírnarfont með áletrun:
„Til föðurlands míns Íslands“
„Það segir ekki nákvæmlega
hvert fonturinn átti að fara en
Skagfirðingar töldu að hann
ætti að fara til Miklabæjarkirkju
vegna þess að afi hans var prest-
ur þar. En hann fór svo aldrei
lengra en til Reykjavíkur. Biskup
taldi að fonturinn ætti að fara í
Dómkirkjuna og þar er hann og
kannski ágætt með tilliti til þess
að Miklabæjarkirkja brann síðar
til ösku árið 1973,“ útskýrir
Hjalti.
Hafði ekki vald
á þrívíddinni
Hinn listamaðurinn sem skrifað
Hjalti Pálsson, ritstjóri, og Óli Arnar Brynjarsson, uppsetjari, leggja lokahönd á nýjasta bindi Skagfirðingabókar. MYND: PF
Á forsíðu bókarinnar er umdeild mynd af Sölva Helgasyni.
Sögufélag Skagfirðinga með tímamótaútgáfu
Fertugasta
Skagfirðingabók á leið í prent
6 10/2020