Feykir - 13.05.2020, Blaðsíða 2
Það er ýmislegt sem fólk hefur
þurft að glíma við það sem af er
þessu ári og ekki útséð með allt þó
kórónuveiran virðist vera í rénun
er þetta er skrifað. Fólk ályktar um
framtíðina út frá því hvernig
þjóðfélagið virkar núna og margir
halda að gjörbreyting verði á
ýmsum háttum og siðum okkar í
framtíðinni.
Meðal þess sem ég hef heyrt er að
fólk muni í framtíðinni hætta að knúsast og kyssast, þá líklega
þau sem eru ekki í ástarhugleiðingum, og handabönd verða lögð
af. Olnbogasláttur er það sem koma skal eða þá hinar
tilkomumiklu hneigingar Asíubúa. Væri gaman að sjá þegar
foreldri segir við barnið sitt, sem hefur brotið á öðrum:
„Olnbogaðu drenginn og segðu fyrirgefðu!“ eða „Eigum við þá
ekki að olnboga samninginn?“ þegar aðilar hafa náð
samkomulagi um eitthvert málefni.
Verra er með fögnin á fótboltavellinum sem hafa sýnt
ósvikna gleði þess sem skorar og þá ekki síður samliðsmanna
sem hoppa upp á viðkomandi og jafnvel fella í jörðina og leggjast
svo fjölmargir í háan knúshól þar ofan á. Þá hefur orðið hávær
umræða um þá fótboltamenn, af báðum kynjum, sem
umhugsunarlaust hafa hingað til losað sig við óþægindi í
öndunarvegi með því að senda misglæsilega hráka upp í loft eða
beinustu leið í svörðinn.
Fáir munu sakna þeirra nema auðvitað þau sem sendingarnar
eiga. Þeim er nú reyndar vorkunn þar sem ótal myndavélum er
beint að þeim í kappleikjum og fanga allan slíkan sóðaskap án
þess að viðkomandi geri sér almennilega grein fyrir því.
Ég hef ekki enn heyrt neinn stinga upp á því að skokkarar
landsins hætti að losa nasirnar á sér meðan á hlaupum þeirra
stendur um holt og hæðir. Þeir komast upp með þetta þar sem
enginn er að mynda og þeim sem verða vitni að þeim gjörningi
er alveg sama af því að annað hvort er viðkomandi nýbúinn að
losa sínar granir eða er alveg að fara að gera það.
Þetta er nú allt gott og blessað og aðrar eins breytingar hafa
átt sér stað. Ég minnist þess að hafa lesið einhvern tímann um
siði sem tíðkuðust áður en hafa lagst af. Þannig þótti sumum
alveg ótækt þegar fullorðnir karlmenn heilsuðust á förnum vegi
með kossum og það beint á munninn. Þá hefur það einnig alveg
lagst af að sjá hrákadalla út um allt svo ekki sé talað um
öskubakka.
Svo getur það líka alveg skeð, þegar þetta Covid-fár er
yfirstaðið, að fólk taki upp sína fyrri siði, grípi í höndina á öðru
fólki þegar það heilsast eða knúsi sína kæru vini á ný með kossi
á kinn. Ég persónulega bíð spenntur eftir því. En mikilvægast af
öllu er að það verði sett ríkisviðmið. Ekki gengur það að
einstaklingar sem ætla að heilsast séu með sitthverja aðferðina.
Einn skýtur olnboganum fram meðan annar hneigir sig djúpt og
liggur óvígur eftir en með heppni gæti sá þriðji náð að grípa
hann áður en sá skallar jörðina af því hann ætlaði sér að knúsa
viðkomandi. Þetta minnir óneitanlega á „skæri, blað, steinn“.
Páll Friðriksson
ritstjóri
LEIÐARI
Skæri, blað, steinn
Mikill afli skilaði sér á land á Norðurlandi
vestra í síðustu viku en heildarafli vikunnar
var 948.304 kíló. Rúmlega 240 tonnum var
landað á Skagaströnd og 685 tonnum á
Sauðárkróki en þar af átti Arnar HU tæp 500
tonn. Átta og hálft tonn barst á land á Hofsósi
og rúmlega 14 tonn á Hvammstanga. /FE
Aflatölur 3. – 9. maí 2020 á Norðurlandi vestra
Arnar með tæp 500 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SAUÐÁRKRÓKUR
Arnar HU 1 Botnvarpa 493.166
Badda SK 113 Grásleppunet 3.877
Gammur II SK 120 Grásleppunet 2.923
Gjávík SK 20 Handfæri 1.027
Hafey SK 10 Handfæri 637
Kaldi SK 121 Þorskfiskinet 1.422
Kristín SK 77 Handfæri 1.242
Málmey SK 1 Botnvarpa 164.487
Már SK 90 Grásleppunet 5.880
Skvetta SK 7 Handfæri 1.683
Steini G SK 14 Grásleppunet 1.701
Steini G SK 14 Handfæri 1.488
Straumur EA 18 Grásleppunet 2.454
Vinur SK 22 Handfæri 1.286
Ösp SK 135 Handfæri 1.896
Alls á Sauðárkróki 685.169
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Handfæri 1.250
Arndís HU 42 Grásleppunet 916
Auður HU 94 Grásleppunet 1.686
Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 385
Blíðfari HU 52 Handfæri 1.652
Bragi Magg HU 70 Handfæri 2.503
Dagrún HU 121 Grásleppunet 4.750
Elfa HU 191 Grásleppunet 1.456
Fengsæll HU 56 Grásleppunet 1.844
Geiri HU 69 Handfæri 1.317
Geir ÞH 150 Þorskfiskinet 86.282
Hafdís HU 85 Grásleppunet 1.460
Hafrún HU 12 Dragnót 38.826
Hjalti HU 313 Grásleppunet 2.845
Hjalti HU 313 Handfæri 614
Hjördís HU 16 Handfæri 365
Hrund HU 15 Handfæri 756
Húni HU 62 Handfæri 2.518
Ísak Örn HU 151 Grásleppunet 2.153
Jenný HU 40 Handfæri 321
Kambur HU 24 Grásleppunet 3.391
Kópur HU 118 Handfæri 336
Loftur HU 717 Handfæri 1.580
Már HU 545 Grásleppunet 1.325
Njáll ÓF 275 Dragnót 26.108
Onni HU 36 Dragnót 37.379
Sæfari HU 212 Grásleppunet 2.727
Sæunn HU 30 Handfæri 1.583
Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.253
Þristur BA 36 Plógur 10.605
Alls á Skagaströnd 240.186
HOFSÓS
Skáley SK 32 Grásleppunet 5.440
Skotta SK 138 Handfæri 164
Von SK 21 Grásleppunet 2.903
Alls á Hofsósi 8.507
HVAMMSTANGI
Harpa HU 4 Dragnót 10.306
Steini HU 45 Grásleppunet 4.136
Alls á Hvammstanga 14.442
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Auglýsingastjóri:
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 585 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 720 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Hlutabótaleið ríkisins
Kaupfélagið endurgreiðir
Tekin hefur verið ákvörðun um að dótturfélag
Kaupfélags Skagfirðinga, kjötvinnslan Esja
Gæðafæði ehf. í Reykjavík, endurgreiði u.þ.b.
17 milljóna króna stuðning sem Vinnumála-
stofnun hefur veitt vegna starfsfólks
vinnslunnar á grundvelli hlutabótaleiðar.
Kaupfélagið mun veita fyrirtækinu sérstaka
fjárhagsaðstoð til þess að gera
endurgreiðsluna mögulega.
Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjötvinnslan
hefur aldrei greitt kaupfélaginu arð. Vegna
umræðu um arðgreiðslur er áréttað að Kaupfélag
Skagfirðinga starfar á grundvelli laga um
samvinnufélög. Af þeirri ástæðu hefur það alla
tíð, eða í 130 ár, nýtt langstærstan hluta framlegðar
starfseminnar til innri uppbyggingar í stað
hefðbundinna arðgreiðslna hlutafélaga til eigenda
sinna.
Kaupfélag Skagfirðinga einbeitir sér um þessar
mundir að því að verja störf um eitt þúsund
starfsmanna sem vinna hjá félaginu og
dótturfélögum þess. Með þessari ákvörðun er sú
stefna kaupfélagsins undirstrikuð að leita allra
leiða til þess að ná því markmiði innan
samstæðunnar án sértækrar aðstoðar frá íslenska
ríkinu. Þess vegna verður fenginn ríkisstuðningur
á grundvelli hlutabótarleiðar endurgreiddur.
/Fréttatilkynning
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
18 vilja stöðu forstjóra Matvælastofnunar
Alls bárust átján umsóknir um
starf forstjóra
Matvælastofnunar (MAST),
en umsóknarfrestur rann út
þann 4. maí sl. Kristján Þór
Júlíusson, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, skipar
nefnd til að meta hæfni
umsækjenda.
Meðal umsækjenda eru
a.m.k. tveir Skagfirðingar, Jón
Kolbeinn Jónsson, héraðs-
dýralæknir á Sauðárkróki og
dr. Sveinn Margeirsson, fv.
forstjóri Matís og núverandi
sjálfsstætt starfandi ráðgjafi.
Umsókn Sveins hefur vakið
athygli, ekki síst fyrir það að
hann stendur í málaferlum við
stofnunina sem kærði hann á
síðasta hausti vegna aðildar
hans í svokölluðu örslátrunar-
verkefni Matís, eins og Feykir
hefur áður greint frá.
„Eftir talsverða umhugsun
ákvað ég að sækja um stöðu
forstjóra Matvælastofnunar.
Það er þörf á breytingum,
íslenskum neytendum og
matvælaframleiðendum til
framdráttar,“ segir Sveinn í
Facebookfærslu á síðu sinni
sem telur upp nokkur
áhersluatriði í ítarlegu
kynningarbréfi í umsókn sinni.
/PF
Sveinn Margeirsson, ráðgjafi, í héraðs-
dómi NV. MYND: PF.
2 19/2020