Feykir


Feykir - 13.05.2020, Blaðsíða 3

Feykir - 13.05.2020, Blaðsíða 3
Vestfjarðastofa Sigurður Líndal ráðinn verkefnastjóri Sigurður Líndal Þórisson hefur verið ráðinn verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Hólmavík. Sigurður hefur síðastliðin fjögur ár verið framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og þar áður var hann í stjórnunarstöðu hjá risafyrirtækinu Expedia í London. Hann er með mastersgráðu í stefnumótun og stjórnun listastofnana frá Birkbeck College, University of London og var í tólf ár stundakennari við sviðslistadeildir listaháskóla í London. Á vef Vestfjarðastofu segir að Sigurður komi til starfa í byrjun júní og muni hann leiða verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð auk þess að sinna öðrum verkefnum tengdum atvinnu- og byggðaþróun hjá Vestfjarðastofu. Á Facebooksíðu sinni segir Sigurður að hann kveðji Selasetrið með trega og stolti. „Hér hefur margt áorkast þessi tæpu fimm ár sem ég hef leitt setrið. Eitt sinn sagði Napóleon sem svo að engu skipti hvort hershöfðingjar væru góðir, bara að þeir væru heppnir. Og ég hef sannarlega verið heppinn hér, átt gott samstarfsfólk og getað byggt á vinnu forvera minna,“ segir Sigurður. Ennfremur segir Sigurður að Illeppar sem hlýjuðu fótum fyrr á öldum Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hafa undanfarin tvö ár verið að efla faglegt samstarf safnanna. Nú standa söfnin fyrir sameiginlegri vefsýningu á menningar- sögulega gagnasafninu Sarpur.is. Sýningin ber heitið Illeppar sem hlýjuðu fótum fyrr á öldum og inniheldur nokkur sýnishorn af fallegum og skrautlegum illeppum sem varðveittir eru hjá söfnunum þremur. Lepparnir, sem hlýjuðu fótum barna og full- orðinna fyrr á öldum, eru rammíslenskur menningararfur. Fallegir leppar voru oft nýttir til gjafa og dæmi eru um að sum hjónabönd hafi orðið til fyrir tilstilli fagurlega prjónaðra leppa. Viðræður um hvernig efla mætti faglegt samstarf safnanna hófust árið 2018. Út frá þeim þreifingum kviknuðu hugmyndir um samnýt- ingu á starfsfólki og faglegan stuðning í tíma- bundin verkefni, s.s. skráningarverkefni, sýningagerð, greiningarvinnu o.s.frv. Slíkt samstarf nýtist sérlega vel ef eitt safn býr yfir meiri sérfræðikunnáttu á ákveðnu sviði, t.d. við greiningu á safngripum eða skráningu á Sarp. Faglegt samstarf felst einnig í sameiginlegri símenntun starfsfólks, s.s. með námskeiðs- og fyrirlestrahaldi. Slík námskeið nýtast jafnframt vel fyrir aðila sem starfa á setrum og við sýningar. Söfnin stóðu t.a.m. fyrir tveggja daga forvörslunámskeiði á Reykjum í febrúar 2019 og var það sótt af starfsfólki byggðasafna, bóka- safna og setra á svæðinu. Söfnin halda ótrauð áfram vinnu við þróun samstarfsins og kynna nú með stolti fyrstu sameiginlegu vefsýninguna á Sarpur.is, að þessu sinni um illeppa. Samsýning á veraldarvefnum Illeppar sem í daglegu tali eru nefndir leppar eru varðveittir í mörgum söfnum landsins. Lepparnir áttu líka fleiri nöfn s.s. íleppar, skó- leppar, sparileppar og hversdagsleppar. Þá var algengt að nefna þá „barða“, einkum á Suður- landi sem og „spjarir“ norðanlands. Lepparnir voru notaðir sem innlegg í skó og þóttu nauðsynlegir bæði í roðskó og sauðskinnsskó, vermdu þeir fótinn auk þess sem mýkra var undir fæti. Algengast var að leppar væru prjónaðir en þeir voru líka oft saumaðir úr bútum eða prjónuð voð og þeir sniðnir upp úr voðinni. Þá voru leppar stundum saumaðir upp úr gömlum fötum eða prjónatuskum en slíkir leppar voru eingöngu notaðir hversdags og fyrst og fremst til þægindaauka. Sparilepparnir voru öllu skrautlegri, litríkir og skreyttir með munstrum, oft rósum s.s. áttablaðarós og nefndir rósa- leppar. Sem dæmi um önnur munstur, fyrir utan litríkar rendur, má nefna tígla, kafla, stundaglös, blómakörfur og krossa en hug- myndir og litbrigði í munsturgerð virðast hafa verið ótrúlega fjölbreyttar. Líkt og fram kemur í upphafi greinar, þá hlýjuðu lepparnir okkar fótum, barna og fullorðinna, fyrr á öldum og eru rammíslenskur menningararfur. Í vefsýningu safnanna er aðeins stiklað á stóru um þennan einstaka menningararf sem núlifandi kynslóð þekkir lítið til. Sýninguna má nálgast á slóðinni: https://sarpur.is/Syning. aspx?ID=811. Greinaritarar: Berglind Þorsteinsdóttir Elín S. Sigurðardóttir BYGGÐASAFNSPISTILL | Samstarf viðurkenndra safna á Norðurlandi vestra Sigurður Líndal. MYND AF NETINU. síðasta verkefni hans fyrir Selasetrið sé að koma rekstrinum í öruggt skjól svo ferðaþjónustuhluti setursins geti skriðið úr híði sínu þegar dregur frá sólu, og vísar þar til afleiðinga COVID-faraldur- sins. Rannsóknastarfið standi jafn sterkt eftir sem áður. Sigurður hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og dregur sig nú út út stjórn Markaðsstofu Norðurlands, auk þess sem hann mun ekki gefa kost á sér sem formaður Ferðamálafélags Húnaþings vestra á næsta aðalfundi félagsins og mun þar með ljúka setu í Fagráði ferðaþjónustunnar á Norður- landi vestra. „Ég hlakka til samstarfsins við Strandamenn, og hef heyrt að það sé einstaklega fagurt útsýni frá Ströndum til austurs,“ segir Sigurður í lok Facebookfærslu sinnar. /FE TIL SÖLU Suzuki Grand Vitara, bensín, árgerð 2010. Beinskiptur, hátt og lágt drif, ekinn 120 þús km. Upplagður dreifbýlisbíll, dráttarkrókur, á góðum Toyo heilsársdekkjum. Upplýsingar hjá Herði í síma 453 5744. 19/2020 3 Fallegir illeppar skarta sýningu Byggðasafnanna í Skagafirði og Húnavatnssýslu og Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.