Feykir - 08.07.2020, Blaðsíða 7
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR : Ketill
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Feykir spyr...
Hver er þín
uppáhalds bók
og hvaða bók ertu
að lesa núna?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : bladamadur@feykir.is / SHV
„Mín uppáhalds bók er
Grafarþögn eftir Arnald.
Ég er hins vegar ekki að lesa
neina í augnablikinu.“
Jón Gunnar Helgason
Finna skal út eitt orð úr
línunum fjórum.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Tungan er stór vöðvi, eða öllu heldur átta tengdir vöðvar, í
munni sem vinnur fæðu til að tyggja og gleypa, eins og segir á
WikiPedia. Ótrúlegt, en kannski satt, er því haldið fram að tungan
sé sterkasti vöðvi líkamanns en fyrir því er enginn fótur; hún er
hins vegar sá hreyfanlegasti.
Tilvitnun vikunnar
Myrkrið fær ekki hrakið myrkrið á brott, aðeins ljósið
getur það. Hatur getur ekki hrakið hatrið á brott; aðeins
kærleikurinn getur það. – Martin Luther King Jr.
„Mér finnst bókin Eyland
eftir Sigríði Hagalín mjög
góð. Núna er ég að lesa Dalalíf
– æskulíf og ástir eftir
Guðrúnu frá Lundi.“
Hrund Pétursdóttir
„Náðarstund eftir Hönnuh
Kent er í uppahaldi. Núna
er ég að lesa Dalalíf eftir
Guðrúnu frá Lundi.“
Regína Jóna Gunnarsdóttir
„Uppáhalds bókin er um
hana Moniku á Merkigili.
Á náttborðinu er Þorp
verður til á Flateyri eftir
Jóhönnu G. Kristjánsdóttur.“
Gróa Guðmunda
Haraldsdóttir
Sitthvað gott á grillið
Umsjónarmaður þáttarins á heilmikið safn af uppskriftum í fórum
sínum og hefur oft látið freistast af hinum og þessum
uppskriftaklúbbum. Meðal þeirra er einn sem bar nafnið
Mataryndi og voru uppskriftirnar gefnar út í geisladiskahulstrum
og því hinar handhægustu. Þar er meðal annars að finna þessar
ágætu grilluppskriftir.
AÐALRÉTTUR
Lambalærissneiðar
með rósmarín-
kartöflubátum
fyrir 4
800 g lambalærissneiðar
fersk mynta til skrauts
Kryddlögur:
safi úr tveimur sítrónum
3 hvítlauksrif
3 vorlaukar, smátt skornir
2 msk. fersk mynta eða
2 tsk. þurrkuð
4 msk. ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
Aðferð: Saxið hvítlauk, vorlauk og
myntu og blandið saman við annað
hráefni sem á að fara í kryddlöginn.
Hellið yfir lærissneiðarnar og
geymið í ísskáp yfir nótt.
Grillið sneiðarnar í 10-15
mínútur og penslið með krydd-
leginum meðan á steikingu
stendur.
Stráið ferskri myntu yfir og
berið fram með kartöflubátum og
öðru meðlæti að eigin smekk, t.d.
fersku salati og chilisósu.
Rósmarínkartöflubátar:
600 g grillkartöflur
1 msk. ólífuolía
4 hvítlauksrif
4 stönglar ferskt rósmarín
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Skerið hverja kartöflu í fjóra báta
og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur. Saxið
hvítlauksrif og rósmarín og setjið í
skál ásamt kartöflum, olíu salti og
pipar. Hrærið vel saman.
Raðið kartöflubátunum á
grillið og glóðið í 15 mínútur eða
þar til þeir eru orðnir fallega brúnir.
Kartöflurnar, sem henta vel með
flestum grillmat, má einnig steikja
á pönnu í stað þess að setja þær á
grillið en þá er gott að skera þær í
minni bita.
Chilisósa:
1 dós sýrður rjómi
3 msk. tómatsósa
2 tsk. sæt chilisósa
2 msk. púrrulaukur
3 msk. græn paprika
paprikuduft
salt og pipar
Hrærið saman sýrðan rjóma,
tómatsósu og chilisósu. Saxið
púrrulauk smátt ásamt paprikunni
og setjið út í sósuna. Kryddið með
paprikudufti, salti og pipar.
EFTIRRÉTTUR
Hamingjuperur
2 stk. perur
2 msk. sítrónusafi
1 msk. ólífuolía
150 g jarðarber (eða bláber)
4 msk. púðursykur
ferskur nýmalaður pipar
Aðferð: Skrælið perurnar og
hreinsið kjarnann úr þeim. Smyrjið
þær með sítrónusafanum svo þær
dökkni ekki. Leggið tvær hálfar
perur á álpappír og smyrjið með
olíunni. Þrýstið álpappír vel að
þeim svo þær standi þétt.
Brytjið jarðarberin og blandið
saman við sykur. Hyljið perurnar
með berjunum og sykrinum og
kryddið með pipar.
Lokið með álpappírnum og
grillið í um 25 mínútur.
Verði ykkur að góðu!
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is
Lambalærisneiðar. MYND AF NETINU
27/2020 7
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Mér má þakka að skipin skriðu.
Skatna hef með kaffi glatt.
Ég á heima í hylja iðu.
Heldur þótti nef mitt flatt.