Feykir


Feykir - 08.07.2020, Blaðsíða 3

Feykir - 08.07.2020, Blaðsíða 3
Meistaramót Íslands 11–14 ára Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára fór fram á Sauðárkróksvelli um helgina. Um 230 krakkar voru skráðir til leiks frá 17 félögum víðsvegar um landið. USVH sendi fimm þáttakendur til keppni, fjóra í flokki stúlkna 12 ára og einn í flokki pilta 11 ára og stóðu þau sig öll með prýði. Bestan árangur þeirra átti Victoría Elma Vignisdóttir sem varð Íslandsmeistari í spjótkasti, Saga Ísey Þorsteinsdóttir sem hafnaði í 5. sæti í hástökki og Bragi Hólmar Guðmundsson sem varð annar í langstökki og 600 m hlaupi og þriðji í 60 m hlaupi. Þá hafnaði hann í 4. sæti í spjótkasti. Stúlkurnar fjórar tóku svo þátt í boð- hlaupskeppninni og enduðu þar í 5.sæti. Frá USAH komu fjórir keppendur, einn í flokki 11 ára og tveir í flokki 14 ára stúlkna og einn piltur í flokki 11 ára. Harpa Katrín Sigurðardóttir vann silfur í spjótkasti og varð þriðja inn í úrslit af 33 stúlkum í 60 m hlaupi en hafnaði í 5. sæti eftir úrslitahlaupið. Aðalheiður Ingvarsdóttir varði Íslandsmeistaratitil sinn í spjótkasti þegar hún kastaði spjótinu 30.66 m. Unnur Borg Ólafsdóttir vann þrenn brons- verðlaun á mótinu, í 80 m grind, í langstökki og í spjótkasti. UMSS átti 13 þátttakendur sem kepptu í sex flokkum. Bestum árangri þeirra náði Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir sem varð í þriðja sæti í kúluvarpi í flokki 11 ára stúlkna og Hallgerður H.V. Þrastardóttir sem varð í fjórða sæti í kúluvarpi í flokki 12 ára stúlkna. /FE Frjálsar íþróttir Hofsós Vatnspóstur vígður á Hofsósi Glæsilegur vatnspóstur var vígður á Hofsósi síðastliðinn föstudag. Vatnspósturinn er reistur til minningar um Friðbjörn Þórhallsson frá Hofsósi og er gefinn af ekkju hans, Svanhildi Guðjóns- dóttur, og fjölskyldu. Pósturinn er úr stuðla- bergi og stendur við sund- laugina, ofan við Staðar- bjargavík, en fagurt stuðlaberg er einmitt ein- kenni víkurinnar. „Hér lágu sporin hans," stendur á plötu á steininum en Friðbjörn átti hesthús sín á bökkunum þar sem sundlaugin stendur nú og lágu því leiðir hans ósjaldan um þessar slóðir. /FE Íbúafjölgun Sameining sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu Íbúum Norðurlands vestra fjölgar hlutfallslega mest Fundað með ráðherrum og þingmönnum Þjóðskrá Íslands hefur sent frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaða- mót. Íbúum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra frá 1. desember 2019 til 1. júlí 2020 eða um 1,3% en það er fjölgun um 98 íbúa. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 0,8 % eða um 1.926 íbúa. Lítilsháttar fækkun varð í tveimur landshlutum, á Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,5% en á Norðurlandi eystra um 0,1%. Sé litið til einstakra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra má sjá að mest er fjölgunin í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem fjölgað hefur um 66 manns og er það fjölgun um 1,6%. Þar eru íbúar nú 4.103. Mest hefur fjölgað hlutfallslega í Akrahreppi, um 2,4% eða fimm einstaklinga en þar búa nú 210 manns. Í Húnaþingi vestra er íbúafjöldinn 1.217, hefur fjölgað um sjö manns eða 0,6% og í Blönduósbæ búa 957 sem er fjölgun um 15 íbúa eða 1,6%. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði um einn og sömu sögu er að segja um nágranna þeirra í Skagabyggð. Á Skagaströnd búa nú 472 íbúar og 89 í Skagabyggð. Í Húnavatnshreppi búa 377 manns. Þar hefur fjölgað um sjö eða 1,9% Upplýsingar um íbúafjölda má nálgast á vef Þjóðskrár. Eru þær uppfærðar mánaðarlega og byggjast á skráðri búsetu einstaklinga í þjóðskrá þann 1. hvers mánaðar. /FE Oddvitar og sveitarstjórar sveitarfélaganna í Austur- Húnavatnssýslu áttu, um miðjan síðasta mánuð, fundi með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra. Einnig var fundað með fjórum þingmönnum Norð- vesturkjördæmis þeim Haraldi Benediktssyni, Bergþóri Óla- syni, Höllu Signýju Kristjáns- dóttur og Sigurði Páli Jónssyni. Tilgangur fundanna var að ræða aðkomu Alþingis og ríkisstjórnar að sameiningu sveitarfélaga í Húnavatnssýslu og helstu hagsmunum svæðis- ins í atvinnu-, byggða- og sam- göngumálum. Sjá nánar á Feykir.is. /FE Svanhildur ásamt fjölskyldu og vinum við vígsluna. MYNDIR: skagafjordur.is Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 13 hagkvæmar leigu- íbúðir í Skagafirði Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun (HMS) hefur úthlutað ríflega 3,6 milljörðum króna í stofnframlög til byggingar og kaupa á 600 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, svokallaðra almennra íbúða. Leiguíbúðirnar verða í 15 sveitarfélögum en þar af verða 13 á Norðurlandi vestra. Fjármunirnir eru hugsaðir til að styðja við framboð ódýrra leiguíbúða fyrir almenning og verða nýttir til byggingar á 438 íbúðum og kaupa á 162 íbúðum. Á vef Húsnæðis- og mann- virkjanastofnunar segir að stofnframlögin renni til bygg- ingaraðila í almenna íbúða- kerfinu og er ætlunin að slá á þann mikla húsnæðisvanda sem lág- og millitekjuhópar hafa mátt stríða við undanfarin ár. Þannig þurfi fólk sem leigir íbúð í kerfinu ekki að verja jafn stórum hluta af ráðstöfunar- tekjum heimilisins til húsnæðis og það myndi í mörgum tilfellum gera á frjálsa leigu- markaðnum og búi við meira öryggi því ekki er hægt að segja upp leigunni nema að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Alls bárust HMS 35 umsóknir um samtals 5,6 milljarða króna og af þeim voru 31 umsóknir samþykktar, ýmist að fullu eða að hluta til. Sveitarfélög nutu forgangs við úthlutunina og hlutu alls um 1,2 milljarða króna. Alls fengu 15 sveitarfélög, víðsvegar um landið, úthlutað stofnframlögum. Þau eru Akraneskaupstaður, Akur- eyrarbær, Garðabær, Grinda- víkurbær, Hafnarfjarðarkaup- staður, Hveragerðisbær, Kópavogsbær, Norðurþing, Reykjavíkurborg, Seltjarnar- nesbær, Seyðisfjarðarkaup- staður, Snæfellsbær, Stranda- byggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Vesturbyggð. Stofnframlag íbúðarbygg- inga í Sveitarfélaginu Skagafirði nemur rúmum 66 milljónum króna og byggðaframlag tæp- um 23 milljónum. Heildar- framlag nemur því rúmum 89 milljónir króna. /FE Frá fundinum með Þórdísi Kolbrúnu. MYND: sameining.huni.is 27/2020 3 Verðlaunahafar frá USAH. MYND AF FACEBOOK

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.