Fréttablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 4
arib@frettabladid.is VIÐSKIPTI Félag atvinnurekenda, FA, telur brýnt að ráðast í heildarendur- skoðun á áfengislögum. Fram kemur í bréfi sem Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri FA, sendi Jóni Gunn- arssyni dómsmálaráðherra í gær, að ráðuneytið hafi ekki svarað erindum um hvort starfsemi áfengisverslana með erlendri kennitölu á netinu sé lögleg hér á landi. Ráðuneytið sagði í svarbréfi til félagsins í október að breyta þyrfti lögum til að reka vefverslanir með áfengi á íslenskri kennitölu. ÁTVR hefur stefnt eigendum verslananna fyrir dómstóla. Í bréfi Ólafs segir að fleiri leiðir séu fram hjá einkarétti ÁTVR á áfengis- sölu, þar á meðal bein sala brugg- húsa. „Þrátt fyrir að lagaheimild skorti er það opinbert leyndarmál að mörg smærri brugghús selja gestum sínum áfengi í neytenda- umbúðum til neyzlu annars staðar,“ segir í bréfinu. „Þriðja leiðin framhjá áfengiseinkasölunni eru svokallaðir vín- eða smökkunarklúbbar, þar sem meðlimir kaupa í smásölu af innflytjendum vín, sem aldrei fara um sölukerfi Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins.“ Í ljósi þess að stjórnvöld geri ekki athugasemd við slíka starfsemi, telur Ólafur að bann áfengislaga sé orðið býsna götótt. n Kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins skera sig úr í afstöðu til staðfestingar Alþingis á kjör- bréfum. Sjötíu prósent þeirra eru sáttir við niðurstöðuna. Meiri óánægja er í öðrum flokkum. adalheidur@frettabladid.is arnartomas@frettabladid.is STJÓRNMÁL Fólk á aldrinum 25 til 44 ára er óánægðast með afgreiðslu Alþingis á talningarmálinu svo- kallaða, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Prósents. Aðeins 27 prósent þessa aldurshóps eru ánægð með afgreiðslu þingsins. Yfir fimmtíu prósent þessa aldurs- hóps eru hins vegar óánægð með lendingu málsins. Ánægja með afgreiðslu þingsins vex svo með hækkandi aldri en ánægjan nær þó ekki yfir 50 prósent í neinum aldurshópi. Lít il l mu nu r er á afstöðu kynjanna til málsins en karlar eru þó ívið ánægðari með afgreiðslu þingsins en konur. Svipaða sögu er að segja um afstöðu eftir búsetu. Landsbyggðin er ívið ánægðari með niðurstöðu málsins á þingi en fólk af höfuðborgarsvæðinu. Ánægja mælist minnst meðal þeirra sem minnstar hafa tekjur en fjórðungur þeirra er einnig fjöl- mennasti hópur þeirra sem segist hvorki ánægður né óánægður með afgreiðslu þingsins á málinu. Mestan mun má sjá meðal svar- enda könnunarinnar þegar svör eru greind eftir því hvernig þátttak- endur kusu í alþingiskosningunum. Þannig eru sjötíu prósent kjósenda Sjálfstæðisf lokksins ánægð með afgreiðslu þingsins á málinu og 52 prósent kjósenda Framsóknar. Aðeins 38 prósent kjósenda Vinstri grænna eru ánægð með afgreiðslu þingsins en 40 prósent þeirra eru óánægð. Þing f lok k ur VG k lof naði í atkvæðagreiðslu um málið þar sem nokkrir þingmenn f lokksins greiddu atkvæði gegn því að stað- festa kjörbréf þeirra sem náðu kjöri vegna seinni talningar í Norð- vesturkjördæmi, en aðrir þingmenn f lokksins greiddu atkvæði með staðfestingu allra kjörbréfa. Mun fleiri kjósendur Miðflokks- ins og Flokks fólksins eru óánægðir en þeir kjósendur f lokkanna sem ánægðir eru með lendingu þingsins. Þingmenn beggja f lokka greiddu atkvæði með staðfestingu kjörbréfa á grundvelli seinni talningarinnar. Mun meiri óánægja er þó með niðurstöðu þingsins meðal kjós- enda annarra stjórnarandstöðu- f lokka. Mest er óánægjan meðal kjósenda Pírata, þar sem 84 prósent eru óánægð með niðurstöðuna. „Ríkisstjórnarf lokkarnir eru auðvitað ánægðari með þessar niðurstöður, sér í lagi kjósendur Framsóknarf lokksins og Sjálf- stæðisflokksins,“ segir Eiríkur Berg- mann, prófessor við Háskólann á Bifröst. Hann segir þó koma á óvart hve munurinn milli kjósenda flokk- anna sé mikill. „Þetta fellur líka saman við aðra línu í íslenskum stjórnmálum. Það er þessi þungamiðja í íslenska f lokkakerfinu – fylgjendur þeirra f lokka eru ánægðari með niður- stöðurnar en kjósendur þeirra f lokka sem hafa stillt sér upp sem kerfisbreytingaf lokkar.“ Athygli vekur að rétt tæpur helmingur þeirra sem segjast ekki hafa kosið, eða 49 prósent, segjast óánægð með lendingu þingsins. Könnunin var framkvæmd dag- ana 1. til 10. desember 2021. Um netkönnun var að ræða meðal könnunarhóps Prósents. Könn- unin var send til 2.300 einstakl- inga 18 ára og eldri. Svarendur voru 1.141 og svarhlutfallið 49,6 prósent. n Ríkisstjórnarflokk- arnir eru auðvitað ánægðari með þessar niðurstöður, sér í lagi kjósendur Framsókn- arflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. Viðhorf til málsins eftir stuðningi við flokka í kosningunum 100% 80% 60% 40% 20% 0% 70 % 19 % 11 % 52 % 22 % 26 % 38 % 22 % 40 % 25 % 25 % 50 % 19 % 50 % 23 % 62 % 15 % 14 % 70 % 6% 12 % 82 % 3% 13 % 84 % n Vel n Hvorki né n Illa 14 % 31 % UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 960.000 KR VSK VERÐHÆKKUN UM ÁRAMÓT* A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U F J Ó R H J Ó L A D R I F JEEP COMPASS LIMITED TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.999.000 KR. JEEP RENEGADE TRAILHAWK TROÐFULLUR AF AUKABÚNAÐI 6.199.000 KR. *Verð á Compass og Renegade hækkar um 480.000-960.000 um áramótin, vegna VSK hækkana. Nánari útskýringar fást hjá sölumönnum. ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU Skýr flokkamunur í talningarmálinu Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar, þótti af mörgum standa sig vel í því hlutverki. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hjáleiðir í einkasölu opinberi götótt áfengislög Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA adalheidur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Fjölga þarf stöðu- gildum geðlækna á Landspítalanum um ellefu, að mati spítalans. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn þingmannsins Önnu Kolbrúnar Árnadóttur. Á spítalanum starfi 22 geðlæknar í 19,7 stöðugildum. Til að tryggja viðunandi þjónustu og til að sinna kennslu og þjálfun, þurfi 31 stöðu- gildi geðlæknis, að mati spítalans. Þá segir að frá sumrinu 2020 hafi þrisvar verið auglýst eftir geðlækni. Einungis hafi borist umsóknir frá erlendum aðilum en tveir voru ráðnir og von er á að árangur verði af þriðju auglýsingunni nú í mars með ráðningu eins einstaklings. n Ellefu geðlækna vanti á spítalann Stöðugildi geðlækna eru 19,7 en þurfa að vera 31 að mati spítalans. gar@frettabladid.is VERSLUN Um tuttugu verslanir í Skeifunni hafa tekið sig saman og efna til sérstaks Jólakvölds í Skeif- unni í kvöld. Að sögn Ásthildar Elínar Einars- dóttur hjá versluninni Home&You er þetta í fyrsta skipti sem slíkt Jólakvöld er í Skeifunni. Segir hún verslanirnar sem taka þátt, bjóða afslátt af vörum sínum í tilefni dagsins og jafnvel verða með ýmis- legt til skemmtunar í kvöld. Í stað þess að loka síðdegis verður opið til klukkan 22. Að sögn Ásthildar sér verslunar- fólk í Skeifunni fyrir sér að Jóla- kvöldið marki upphaf að fleiri slík- um viðburðum í Skeifunni á öðrum tímum árs. n Jólakvöld í Skeifu Jól í Skeifunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 4 Fréttir 16. desember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.