Fréttablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.12.2021, Blaðsíða 26
Frægustu tískuhús í heimi reyna stöðugt að finna leiðir til að koma með nýjungar. Covid-lokanir hafa haft mikil áhrif á framleiðsluna. Gucci fór ekki hefðbundna leið þegar tískuhúsið gerði samstarfssamning við The North Face. elin@frettabladid.is The North Face er þekkt banda- rískt útivistarmerki. Listrænn stjórnandi Gucci, Alessandro Michele, fer sannarlega ekki nýjar leiðir í hönnun sinni. Sjálfur er hann mikill útivistarmaður og elskar allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Það urðu reyndar margir hissa þegar eigendur Gucci réðu hann í þetta starf árið 2015. Fyrirtækið var á mikilli niður- leið en Alessandro tókst að rífa reksturinn upp með hugmynda- auðgi og frumlegri hönnun. Í nýlegum þætti af 60 mínútum á CBS var viðtal við Alessandro Michele, sem þykir yndislega sér- vitur. Hann er sagður hafa ýtt vörumerkinu inn á nýtt tímabil á ögurstundu fyrir fyrir- tækið. Á þremur árum þrefaldaðist salan hjá Gucci sem þykir nú eitt heitasta tískumerkið á markaði. Það var því nokkur eftirvænting þegar Gucci boðaði samstarf við The North Face í lok síðasta árs. Tvö andstæð vörumerki sam- einuðust í takmörkuðu úrvali af útivistarfatnaði. Fatnaðurinn varð svo vinsæll að nú er að koma ný lína. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem frægt tískuhús tekur upp samstarf við sportvörufyrir- tæki. Prada og Adidas hafa gert það sama og sömuleiðis Stüssy og Dior. Þessi nýja fatalína nefnist The North Face x Gucci og eru fötin kyrfilega merkt með því merki. Vörulínan var seld í Hong Kong, Sjanghæ, London, New York og Mílanó. Merkið kemur með nýjan andblæ inn í krefjandi Covid- heim, segja samstarfsaðilarnir. Fatalínan er sögð hagnýt og kyn- hlutlaus. Yfirhafnir, skófatnaður, peysur og töskur, svo eitthvað sé nefnt. Allt unnið úr endurnýttum efnum sem áfram verður hægt að endurvinna. Fatnaðurinn á að endast, samkvæmt stefnu þessara tveggja risa. Boðuð eru tjöld, svefn- pokar og bakpokar í þessari nýju línu, sem eru frábærar fréttir fyrir þá sem vilja fylgja tískunni í öllu sem þeir gera. Gönguskórnir þykja einstakir með Goodyear-sóla og reimum úr reipi. Með þessu er Gucci að viður- kenna breytta hegðun með Covid. Fólk leitar út í náttúruna. Þegar línan var kynnt var hún mynduð í Ölpunum af ljósmyndaranum Daniel Shea. The North Face er orðið gamalgróið útivistarmerki. Var stofnað í San Francisco árið 1968 og hefur alla tíð verið braut- ryðjandi í vörunýjungum.n Útivistarfatnaður sameinar Gucci og The North Face Útivistarfatnaður Gucci og The North Face þykir minna á áttunda áratuginn. Gönguskórnir hafa vakið mikla athygli. Fatnaðurinn er úr endurunnu efni sem hægt verður að endurvinna. HLÝJAR JÓLAGJAFIR HANDA ALLRI FJÖLSKYLDUNNI Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is 4 kynningarblað A L LT 16. desember 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.