Líf og leikur - 01.06.1937, Blaðsíða 3

Líf og leikur - 01.06.1937, Blaðsíða 3
Viðtal við Jamboree-nefndina. - 3 - Það var hjerna einn daginn, þegar hefði verið allra bezta veður ef að- eins hefði ekki rignt svo mi' ið að með góðri samvizku var ekki hundi út sig- andi, þá vorum vjer á gangi niður Hverfisgötuna og horfðum með aðdáun á gróðurinn í hinum fagra "parki" bæjarins á Arnarhóli. Sjáum vjer þá hvör kemur öslandi á móti oss hópur manna og fer greitt. Hvorki líta beir til hægri eða vinstri áður en beir fara yfir götuna. "Forðist slysin"., hugsum vjersvonaí hljóði en segjum samt ekki neitt því að rjett í því kennum vjer þann, er fremstur fer og sjáum að þar er kominn jón Oddgeir með alla hina æruverðugu Jamboree-nefnd á eftir sjer. "Gumoren", segjum vjer á dönsku °g þykjumst vera voða flott. "Bon jóur, monsieure", segir jón og bugtar sig án þess þó að hægja á sjer. En það útleggst, GÓðan daginn, herra minn! og er franska, en sem kunn ugt ætlar jón til París, svo honum veitir ekki af að æfa sig„ "Hvert er ferðinni heitið?" spyrj- um vjer og greiðkum sporið til þess að fylgjast með. "Til kollega okkar í gjaldeyris- nefndinni", segir jón meö meðfæddum tiginleika. "já akkurat, til þess að sækja um góaldeyri?", spyrjum vjer í mesta sak- leysi. "ó, þjer einfaldir", segir jón og fórnar höndum, "vissulega ekki, held- ur til þess að bjóða þeim gjaldeyri". Ekki er oss grunlaust um að vjer höf- um þarna umskapast í eitt stærðar spurningarmerki, svo hissa vorum vjer. "jú sýáðu til"-, segir jón, "af snilli okkar höfum við fundið það út, að sútað íslenzkt rolluskinn, jafn- vel þó það sje af sjálfdauðri Deild- artungurollu, er hið mesta þarfaþing fyrir alla skáta, hvernig svo sem þcir eru litir. Hugsaðu þ^er hvað hvítt skinn myndi fara vel á lendunum á kolsvörtum ústralíunegra eða heldurðu að við getum ekki komið indversku fakírunum í skilning um að það er miklu þægilegra að sitja á mjúku ís- lenzku skinni heldur en á nála- eða sverðaoddum!" jón talaði af fjálgleik hins á- hugasama manns, og því ber ekki að neita að vjer vorum honum innilega Sammála um hvílík afbragðs þing gæru- skinn væru, en vjer gltum bara ekki skilið hvað þau höfðu með gjaldeyr- isvandræði að gera. "ó þú galtómi grautarheili! ", ;seg- ir Jon (það ságði hann nú raunar ekki til þess er hann of kurteis, en hanr meinti það) "skilurðu ekki að við ætlum að opna "shcppu" út á Jamboree og selja þar skinn, auðvitaö af ein- tqmri umhyggju fyrir skátabræðrum okkar út um allan heim og svo náttúr- lega góaldeyrisnefndi.nni, sem við ætlum nú að bjóða þann gjaldeyri, sem við _ekki þurfum sjálfir að nota”. Sofokles, Nero og Cæsar, Abraham, ísak og Jakob! eða hvað þið heitið Pramh. á 8. síðu

x

Líf og leikur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og leikur
https://timarit.is/publication/1631

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.