Lýðveldið - 01.05.1935, Blaðsíða 2

Lýðveldið - 01.05.1935, Blaðsíða 2
2 Alítið þer að hið nuverandi gersjúka stetta'baráttu-þjóðfélag vort, sem vaxið er upp úr sjúkum jarðvegi sjúkrar samtíðar, leiöi til raun- verulegrar farsældar og þroska hinnar íslenzku þjóðar? álítið þér að nokkur maður með þjóð.vorri, þrái þá hringiðu þjóð- felagssjúkdóma, er vér nú búum við, nema þeir menn einir, er komið hafa þessari hringiðu af stað og "lifa hátt" á því, að hún haldist við 1 þjóðlífi voru-?. Er það skoðun yðar, að hlutverk núverandi kynslóðar í lífs- og þroskabaráttu'þjóðar vorrar sé: Efling heilbrigðs atvinnulífs x land- inu og verklegrar menningar, eignalegur og efnalegur jöfnuður og sjálfstæði borgaranna, heilbrigð skipulagning kraftanna til samstarfs að því mikla marki, hej'ibrigt uppeldi þjóðar vorrar við sameining starfs handar og andaíuppeldi allra ungra manna, að fullveldi þjóð- ar vorrar verði heilt og óskorað, þ.e. að ísland Verði lýðveldi 1943 í samræmi við eðli og uppruna þjóðar vorrar og að komið verði dómi yfir hið núverandi gersjúka stéttabaráttuþjóðfélag vort, þ.e, ‘að áhrif þess hverfi í þjóðlífi voru, svo að réttlætinu sé fullnægt og þjóð vor geti lifað sem sannfrjáls, sannfarsæl og þróttmikil þjóð í landi sínu? úlítið þér að nokkur hinna núverandi gersjúku stéttabaráttu- flokka, sem við lýði eru í landinu, sé þess megnuigur að byggja þá brú einingar og kraftar með þjóð vorri, er gerði hana hæfa til þess, að framkvæma áðurnefnd hlutverk í lífs- og þroskabaráttu sinni fyrir alda og óborna? Munduð þér vilja styðja samtök lýðveldismanna á íslandi um stofnun "hýðveldisflokks" og útgáfu blaðsins "hýðveldið", er með heilbrigðri, frjálslyndri, sóciallri einingarpólitík, heilbrigðri skipulagningu kraftanna til samstarfs, heilbrigðu uppeldi þjóðar vorrar í starfi handar og anda og stofnun hins íslenzka lýðveldis 1943, ynni að því að sameina alla unga uppvaxandi krafta þjóðar vorrar, og allar vinnandi stéttir hennar til lands og s.jávar, í eina sterka órjúfandi heild, er á næstu 8 árum yrði þess megnug að sprengja hina núverandi gersjúku stéttabaráttuflokka og að því loknu byggja upp hið nýja, einhuga, heilbrigða og sterka þjóðfélag vort, er að framan greinir?

x

Lýðveldið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýðveldið
https://timarit.is/publication/1633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.