Gnúpverjinn - 01.12.1936, Page 1
MJÓLKURSÓTTIN.
G-óðir Gnúpverjar!
Það er fátt, sem Ixefir tekið mig
eins sárt, þegar ég hefi verið smali á
vorin, og }?að að finna un^lömbin dauð
eða dauðvona, sem daginn aður léku sér
södd og frísk í vorblíðunni með móður-
inni. Eg gat aldrei verið óhræddur um
þau, þó að þau sýndust hraust, hefðu
nóg að sjúga og ekkert væri að veðri,
ÞÓ að öll þessi skilyrði varu fyrir
hendi mátti buast við því að á þriðja
eða fjórða degi frá fæðingu lambsins
tæki það hryllilega veiki, sem lýsir sér
þannig, að lambið verður mjög daufgert,
það hugsar ekki ton að leika sér og ligg-
ur mjög mikið. Það sprettur stundum
skyndilega upp, hleypur undir móðurina,
en drekkur ekki nema faa sopa og leggst
síðan niður aftur. Þetta endurtekur sig
nokkrum sinnum, svo kemst veikin á hsrra
stig. Lambið fer að fá kvalaköst. Það
teygir fæturna út frá sér hausinn aft-
ur. Stundum jarmar það af sarsaukn. Það
verður mótt og froðufellir.
Eftir nokkrar klukkustundir er lambið
í flestum tilfellum dautt. Ef lambið er
krufið kemur það í ljós, að vinstraropið
er stíflað., Broddurinn hefir hlaupið í
harðakekki í vinstrinni og stíflað
vinstraropið, Struxdum hefir hann hlaupið
í svo harða kekki, að vinstrin hefir
rifnað. Oft hefir vatn safnast £ kringum
hjartað., en það stafar af hitasóttinni,
en ekki veikin af því. Þessi veiki er
kölluð mjólkursótt.
Hvaða^ráð gefast .nú til þess að vinna
bug á mjólkursóttinni?
llargt hefir verið reynt, en gefist
misjafnlega, Ég held að ég hafi reym^_
þau ráð,^sem ég hefi heyrt, að læknuðu
mjolkursott eðalœaru í veg fyrir hana.
Eitt er það, að seu sarnar hreinsaðar á
haustin, þurfi ekki að óttast að missa
undan þeim að vorinu. Þetta hefi ég reynt,
og vil eg ekki segja að það se ^a^nslaust,
því að það getur skemmt júfrin a anum, ef
strimlar í þeim. En ég veit dæmi til þess,
að á einum bæ drápust yfir 10> af lömbxxn-
xxm úr mjólkursétt, og voru þó ærnar vand-
lega hreinsaðar að haustinu. Það þarf
heldur elxki annað en benda á það, að al-
gengt er að tveevetlur missi úr mjólkur.sott
og ekki er það af því að strimli í þeim
haustið áðuc en þær bera. Annað ráð er
£aö að mjólka frá lömbunum, annaðhvort
áður en þau komast á spenann, eða á meðan
þau eru ung. Þetta hefi óg reynt hvort-
tveggja. Ég held að það hjálpi að mjólka
frá lömbunum áður en þau komast á spenann.
En þó hefir reynslan sýnt, að það er mjög
gagnslítið, ef mjólkursóttin er mÖgnuð.
Til damis í vor er leið, drápust á Hæli
á milli 10 og 20 lömb úr mjólkursótt, sem
var mjólkað frá áðxxr en þau komust á spen-
ann. Margir hafa reynt þetta,að mjólka fra
lömbunum, og komist að líkri. niðurstöðu.
Ennfremur hefi ég reynt að gefa þeim lýsi,
eða jafnvel tomt vatn áður en þau komust
a spenann og virðist mér það koma að litlu
haldi sem vörn við mjólkursótt,
Einn dýralcafcnir hefir sagt mér, að ef
unglömbunxxm vcari nýfæddxxm gefin lambolía
væri þeim óhætt fyrir mjólkursótt. En ég
hefi talað við menn, sem hafa reynt þetta,
og telja þeir að það sé fjarri lagi að
það se örugt, og jafnvel að kún hafi reynst
gagnslítil.
Eg býst við að menn hafi reynt margt
fleira, en ég hefi nefnt, en árangxxrinn
sennilega. orðið lítill.
Sxxmir halda því fram, að mjólkursóttin
se ættgeng, og það sé því ekkert hægt að
gera til þess að verjast henni, nema að
fa sér fé af þeim stofni, sem ekki hafi
þennan csttgenga lcvilla. Þessu vil ég
svara með því, að það er mín skoðxxn,
by^gð á mörgxxm athugxxnxxm á því hvernig
mjolkxxrsóttin hefir hagað ser í hinum
ýmsu eottxxm fjárins á Haxli, að mjólkursótt-
in sé ekki ættgeng. íjnnur ráð en hér hafa
verið nefnd eru því happadrýgri til þess
að vinna bxxg á mjólkurséttinni.