Gnúpverjinn - 01.12.1936, Blaðsíða 4
-4—
leyti leiksoppar £ h.end.i h.inna ann-
ara dutlunga, svo sem verðlagi, arferði
o^- mörgu fleira, að ekki mion af veita,
J)0 vdð stöndum saman eftir fremmsta
megni. Hugsunarh.attur þess manns, sem
lœtur sig engu skifta afdrif annara, en
finnur fullnfsgingu í að sjá sjálfum sér
horgið og tortryggir mátt samtakanna er
orðinn úreltur, unga kyaslóðin kann ekki
að meta h.ann. Eg vil ráðleggja þeim, sem
ekki geta upprœtt þennan hugsunarh.átt,
að reyna að minnsta kosti að dyl,|a hann*
Það væri gaman að heyra og sjá eitt-
hvað frá þeim, sem hafa horn í síðu
þessa umrædda félagsskapar og ekki hafa
fengist til að starfa í honum enn.
Mundi þá ef til vill gefast tækifæri til
að hæta einhverju við, sem ósagt kann að
vera í þessari grein.
Hæli í nóvemher 1936.
Einar G-estsson.
SEEMMTANIR.
Með orðinu skemmtanir er átt við þær
athafnir manna, sem ekki eiga skylt við
hina daglegu lífsharáttu, heldur miða að
því að gera mönnum lífið ljúfara og
skemmtilegra.
Skemmtanir eru öllum nauðsynlegar,þær
gefa lífinu gildi, gera það þess vert að
lifa því, án þeirra yrði tilveran ömur-
leg og gleðisnauð. Æfi manna mstti þa
líkja við æfi hegningarfanga, sem að
morgni er rekinn til vinnu og lokaður
inni að kvöldi án nokkurs tsakifæristil
að geta glatt sig með öðrum mönnum þegar
striti dagsins er lokið.
En eru nú allar skemmtanir jafn holl-
ar og mikils virði? Þessu verður að
svara neitandi, því það er af öllum við-
urkennt að margt af því, sem menn nota
sér til skemmtunur er mjög lítils virði
eða þá heinlínis skaðlegt, má þar til
nefna nautnir allskonar, þesr veita stund-
argleði en gleðin varir sjaldan lengur
en nautnin, þaar eru meira og minna skað-
legar fyrir líkamann og maðurinn á allt-
af á^hættu að verða þræll þeirra.
Su skemmtun., sem algengust er og mest
iðkuð er an efa dansinn. Fyrir æskuna,
sem er lífsglöð og full af æfintýraþrá,
hefir hann mjög mikið aðdráttarafl. Um
það atrið i ,hversu hollur hann sé má
vitanlega deila, en að mínu álitL er eng-
in skemmtun jafn vel til þess fallin og
i dansinn,.að leiða óþroskaða unglinga á þær
hrautir, sem síður skyldi fara. Að finna
upp aðra skemmtun eða leik, sem geti kom-
ið í stað dansins hefir enn ekki tekist,
enda mun það vera örðugt, því hann hefir
mjög mikil ítök í hugum manna.
ööngur og íþróttir eru hollar skemmtan-
ir, sem hver maður ætti að leggja sig eft-
ir, það er eins og söngurinn lyfti okkur
hærra og komi okkur í náið samband við
það góða og göfuga, sem við leitum eftir.
Hann snertir viðkvænustu strengi tilfinn-
inga okkar og hylur blæju gleymskunnar,
sorgir okkar og raunir. Iðkun íþrótta er
mjög goð skemmtun, auk þess, sem þær eru
mjög hollar fyrir líkamann, einnig eru þær
mjög vel til þess fallnar að efla stund-
vísi og felagslegan þroska manna.
Ég get ekki látið hjá líða að nefna
hér það, sem hrífur mig mest og veitir mér
einna mesta gleði og áimqgju, en það er
fegurð náttúrunnar. Getur nokkur hugsað
sér meiri ánægju en þá að ferðast um land-
ið a fögrum sumardögum og njóta fegurðar
þess og fjölbreytni. Auk þess sem slíkar
ferðir veita okkur oblandaða ánag’ju meðan
a þeim stendur, vara endurminningar þeirra
og ahrif mánuðum og jafnvel árum saman
og flytja til okkar hirtu og yl í hvert
sinn, sem okkur verður hugsað til þeirra.
Ökemmtana þurfum við öll að njóta í
sem ríkustum mæli, en gerum okkur ekki að
góðu gagnrýnislaust allt, sem er á hoð-
stolum í þeim efnum, sýnum í því sem öðru
að við kunnum að velja og hafna, hafna
þeim skemmtunum, sem okkur eru skaðlegar
en velja þær, sem verka. þroskandi á sál
og líkama.
G. H.'
PÉTUE 0 G PÁLL.
- Smásaga -
Tveir nýhakaðir gagnfræðingar eru að
skilja, eftir þriggja ára samveru. Og
hvað hyggjast þeir fyrir?- Helst hefðu
þeir kosið að vera saman áfram. En að
gagnfræðaprófi loknu hlutu þeir að skilja.
Framtíðeirdraumar þóirra voru svo ólíkir.
Það takmark, sem^páll þráði að ná, var
að halda áfram námi, og lesa síðifi^- bók-
menntasögu og listasögu, og búa sig með
því undir að verða rithöfundur,- En