Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.02.1993, Side 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 22.02.1993, Side 1
VEGAGERÐIN Starfsfólk Vegagerðarinnar Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar Þettaerfyrstatölublaðnýsfréttabréfs Vegagerðarríkisins sem mun verða kallað „Framkvæmdafréttir“. Því er ætlað að auka tengsl Vegagerðarinnar við þá aðila sem helst starfa við vegagerð í dag þ.e. verktaka og verkfræðistofur. Margir verktakar og starfsmenn þeirra vinna stóran hluta ársins við vegagerð og eru því hinir raunverulegu spor- göngumenn gömlu mannanna sem lögðu vegi með skóflu, haka og hestakerru. Aðalefni blaðsins verður umfjöllun um útboðsverk. Birtur er listi yfir útboðsverk á baksíðu blaðsins og eru þau flokkuð sem „fyrirhuguð útboðsverk“, „auglýst útboðsverk", „útboð opnað og á samningsstigi“ og „samn- ingum lokið“. Verk koma inn á listann í fyrst nefnda flokkinn og ganga síðan niður og hverfa af honum þegar sagt hefur verið frá samningum. Niðurstöður allra útboða verða birtar í töflu. Bjóðendum er raðað eftir tilboðsupphæð og reiknað er hlutfall af s^££öUbóka|í5^’ kostnaðaráætlun. Margir hafa gaman af að sjá hvaða upp- hæð skilur að lægstu tilboð og því er reiknað frávik allra tilboða frá lægstu tölunni. Fyrirhugað er að kynna stærri útboðsverk sérstaklega. Fjallað er um þau í texta og birtar myndireða kort. Form- legar auglýsingar útboðsverka verða einnig í blaðinu. Auk þessa verður í blaðinu annað efni sem til fellur og við teljum að erindi eigi til áskrifenda. I fyrstu atrennu verður blaðið sent til verktaka, verkfræði- stofa og fjölmiðla sem eru á áskrifendalista Vegamála, tímarits Vegagerðarinnar. Allir áhugamenn geta þó gerst áskrifendur en til þæginda fyrir okkur er æskilegt að sótt sé um áskrift bréflega eða með símbréfi (622332). Áskrift er endurgjaldslaus. Stefnan er að blaðið verði einblöðungur (tvær síður) en þó getur það farið í fjórar síður. Það mun koma út hálfs- mánaðarlega að öllu jöfnu. Breiðholtsbraut (Arnarnesvegur) Nú hefur verið auglýst útboð Breiðholtsbrautar (Arnar- nesvegar). Vegarkaflinn er 2 km langur, frá Jaðarseli, yfir Elliðaár að Elliðavatnsvegi. Vegurinn verður í flokki B1, með 7,5 m breiða akbraut og 3 m breiðar axlir, hann verð- ur malbikaður og lýstur. Stefnugreind gatnamót verða gerð við Jaðarsel annars vegar og við Vatnsendaveg og Elliðavatnsveg hins vegar. Umferðarljós verða við Jaðar- sel. Byggð verða ein undirgöng rétt austan við Jaðarsel. Verklok verða 1. september. Einnig hefur brúargerð yfir Elliðaár verið boðin út að nýju eftir gjaldþrot verktaka. Útboðið var lokað fyrir þann hóp sem skilaði inn tilboðum í upphaflega útboðið. Brúin verður 50 m löng. I endastöplum verða byggð hús sem hýsa lagnir veitustofnana og tengivirki. Byggingu brúarinnar á að verða lokið 15. júlí. Á byggingartíma verða nokkrar umferðartafir við gatnamót Elliðavatns vegar og Rafstöðvarvegar en umferð um Jaðarsel og Suðurfell verðurum bráðabirgðatengingar. Þessar vegaframkvæmdir auðvelda mjög akstur austur á land og t.d. styttir það leið Garðbæinga og Hafnfirðinga um 2,5 km miðað við akstur um Ártúnsbrekku. Áætlað er að allt verkið muni kosta um 180 m.kr. Framkvæmdafréttir Vegageröar ríkisins 1. tbl. 1. árg. nr.1 22. febrúar 1993 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor A. Ingólfsson Ábyrgöarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Steindórsprent Gutenberg Sendiö upplýsingar um breytt heimilisfang til: Vegagerð ríkisins framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík Vegagerðin gefur út framkvæmdafréttir til aö kynna útboðsframkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguö útboö eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem til verður hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.