Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Side 2

Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Side 2
Stefim Alþýibaidaliðsím i bœjormdlum Ahureyrar Þeim nemendum, sem af einhverjum ástæðum ná ekki tökum á námi og dragast aftur úr, ber að tryggja möguleika á sérkennslu og hvers kyns aðstoð, sem miðist við það að gera hverjum og einum kleift að finna sér verkefni og framtíðarstarfssvið í samræmi við getu og áhuga. Alþýðubandalagið vill benda á það, að sérskóla hinna ýmsu greina ber að efla svo sem framast er kostur. Svo dæmi sé nefnt, mun Tónlistarskóli Akureyrar þurfa á aukn- um fjárstuðningi að halda, ef hann á að geta fært út kvíarnar og aukið fj ölbreytni í starfi sínu. Jafnhliða því að tryggja skólanum eðlilegt vaxtarskilyrði, ber ævinlega að leitast við að stilla skólagjöldum nemenda í hóf eins og frekast er unnt. Einnig verður að huga að því mikilvæga verkefni að efla alla starfsemi áhugafólks á sviði tónlistar, enda er þar um að ræða veiga mikinn þátt í því að hér nái að þróast tónlistarlíf að nokkru marki. AIþýðubandakigið telur rétt, að bæjarstjórn Akureyrar beiti á- hrifum sfnum tii þess, að innan vébanda Menntaskólans á Akureyri verði starfrækt tæknideild sem framhald þeirrar undirbúningsdeild- ar Tækniskóla íslands, sem rekin er á vegum Iðnskólans á Akureyri. Framkvæmd þessara atriða, sem hér hafa verið talin, krefst vit- anlega stóraukinna fjárframlaga, en skólum verða ekki búin við- unandi starfsskilyrði öðruvísi en með auknum tilkostnaði og fram- sýni í öllum áætlunum, er þá varða. Það má ekki gleymast, að með síflóknari og margbrotnari gerð) þjóðfélagsins, verður þörfin fyrir starfsmenntun og hvers konar kunnáttu æ ríkari. 011 viðhorf til fræðslumála verða að mótast af þeirri staðreynd, að vel menntað, sérhæft vinnuafl er dýrmætasta auðlind hverrar þjóðar. Það fé, sem varið er til skóla- og fræðslu- mála, er fjárfesting, sem skilar margföldum arði omeð aukinni og bættri þjóðarframleiðslu, fyllra og auðugra menningarlífi. HÚSNÆÐIS- OG BYGGINGAMÁL Franihald af blaðsíðu 8. Alþýðubandalagið telur, að húsnæðis- og byggingamál séu meðal þeirra mála, sem stjórn bæjarins þarf að sinna og vinna skipulega að á hverjum tíma, því frumþörf hvers einstaklings og fj ölskyldu er sú, að hafa þak yfir ihöfuðið, en eðlilegur og nauðsynlegur vöxtur bæjarfélags ins er undir því kominn, að stjórn bæjarins geri allt, sem í hennar valdi stendur til að örva byggingariðnaðnn og létta und- ir með þeim ungu, sem eru að stofna heimili og þeim, sem vilja flytja til bæjarins. Hér á landi er húsnæðiskostn- aður mjög mikill og mun hærri en þekkist í nálægum löndum. Fáta mun nærri að hver meðalr stór fjölskylda þurfi % tekna sinna til að standa straum af húsnæði því, sem hún þarf til að búa í. Hér á Akureyri, og víðast á fslandi, er leiguhúsnæði ekki falt, nema þá helzt í afgömlum og lélegum húsum. Það verður því hltuskipti stærstu og jafn- framt fátækustu fjölskyldnanna að hýrast í slíkum húsakosti. Enn er að finna mörg átakan- leg dæmi um slíkt í okkar bæ. Flestir, sem stofna heimili eða flytjast til bæjarins, verða annað tveggja, að kaupa íbúð- ir eða ráðast í nýbyggingar. — Verð meðal-íbúðar er varla und ir l1^ milljón kr. Sá baggi er flestum algerlega ofviða, enda eru árlegar vaxtagreiðslur ein- ar saman álíka há upphæð og árslaun verkamanns með 8 stunda vinnudag. Hér er því vissulega þörf breytinga, — breytinga og um- bóta ,sem bær og ríki eiga að beita sér fyrir. Alþýðubandalagið mun án af láts vinna að því, að bæjar- stjórn Akureyrar hverfi frá al- geru aðgerðarleysi í þessum málum, til raunhæfra átaka og úrbóta. í þessu sambandi skal sérstaklega bent á eftirfarandi: 1. — Bærinn láti byggja eigi færri en 5—6 íbúðir á ári hverju, og verði þær síðan leigðar þeim fjölskyldum, sem sízt hafa bolmagn til íbúðar- kaupa, eða búa í ófullnægjandi eða heilsuspillandi húsnæði. 2. — Byggingalánasjóður bæj arins verði efldur þannig, að hann geti lánað a. m. k. 100 þús. kr. út á nýjar íbúðir. 3. — Bærinn hlutist til um, að ávallt verði byggðir hér svo margir verkamannabústaðir, sem lög heimila og fjármagn er fáanlegt til. 4. — Bærinn hafi forgöngu um tilraunir og rannsóknir á sviði íbúðabygginga, því sýnt er, að einstaklingsframtakið gerir það.ekki með neinum já- kvæðum árangri. Hér er átt við það, að bærinn beiti sér fyrir byggingu tilraunahúsa, þar sem reyndar verði nýjar teikningar, form, aðferðir og byggingaefni. Ef af heilindum og hagsýni er unnið að þessum þýðingarmiklu málum, ætti að fást úr því skorið, hvaða byggingaform, byggingaefni og íbúðarstærð hentaði 'bezt og gæti dregið úr hinu óhóflega verði, sem nú er á nýbyggingum. 5. -—- Nægar lóðir verði ávallt til úthlutunar og nýjum byggðar hverfum valinn staður, sem hentar bezt þeirri gerð húsa, sem byggja skal á hverjum stað. Alþýðubandalgaið mun af fremsta megni stuðla að fram- kvæmd þessara mála, fái það að stöðu til þess á næsta kjörtíma- bili. »Bjöm d brotnu shipi« Framhald af blaðsíðu 8. aðeins tekizt að berja saman lista við íbæjarstjórnarkosning- arnar 31. þ. m. í fjórum kaup- stöðum. I öllum hinum er hanni- balisminn óþekkt fyrirbœri. Og taki menn eftir: Jafnvel á Isafirði, sem um áratuga skeið var höfuðvígi Hannibals Valde- marssonar, tókst honum ekki að bjóða fram núna. Þetta segir raunar allt, sem segja þarf. Klofningsbrölt þeirra fóstbræðranna hefur farið út um þúfur, eins og það var líka dæmt til frá upphafi. „I upphafi skyldi endirinn skoða áður en maður fer sér að voða,“ sagði Káinn einu sinni. Akureyringar mættu gaum- gæfa þetta vel og rækilega áður en þeir gefa Ingólfi Arnasyni at- kvæði sitt á kjördegi: Sá sem „er kominn úti“ er „Björn á brotnu skipi“, eins og segir í gömlu þulunni, — og hefur nú gloprað niður og týnt nálunum, sem honum voru „fengnar í fyrragær“ til að sauma seglið. Róg:tung:ur Framhald af bls. 5. senda náunganum tóninn með götudrengjalátæði. — Hitt er furðulegra, að finnast skuli rit- stjórar, sem geta fengið sig til að leggja 'blöð ,sín undir slíka framleiðslu. Því virðist svo að framámenn Alþýðumannsins eigi nokkurt verkefni framund- an, að sverja af sér heiðurinn af þessum skrifum. En hinir ungu leikarar mega vel við una. Árangur þessara bréfritara hef- ur orðið þveröfugur við tilgang- inn og svoddan fólk er svo miklu betra að eiga að andstæð- ingum en vinum. E. K. ÍBÚÐ TIL SÖLU Til sölu er efsta hæð hússins NORÐURGATA 12. Upplýsingar í síma 1-21-92 og 1-15-79. AUGLYSING um skoðun bifreiða í iögsagnarumdæmi Akur- eyrarkaupst-aðar og í Eyjafjarðarsýslu ÁRIÐ 1970 Skoðun fer fram sem hér segir: Miðvikudaginn 6. maí A— 701— 800 Föstudaginn 8. maí A— 801— 900 Mánudaginn 11. maí A— 901—1000 Þriðjudaginn 12. maí A—1001—1200 Miðvikudaginn 13. maí A—1201—1300 Fimmtudaginn 14. maí A—1301—1400 Föstudaginn 15. maí A—1401—1500 Þriðjudaginn 19. maí A—1501—1600 Miðvikudaginn 20. maí A—1601—1700 Fimmtudaginn 21. maí A—1701—1800 Föstudaginn 22. maí A—1801—1900 Mánudaginn 25. maí A—1901—2000 Þriðjudaginn 26. maí A—2001—2100 Miðvikudaginn 27. maí A—2101—2200 Fimmtudaginn 28. maí A—2201—2300 Föstudaginn 29. maí A—2301—2400 Mánudaginn 1. júní A—2401—2500 Þriðjudaginn 2. júní A—2501—2600 Miðvikudaginn 3. júní A—2601—2700 Fimmtudaginn 4. júní A—2701—2800 Föstudaginn 5. júní A—2801—2900 Mánudaginn 8. júní A—2901—3000 Þriðjudaginn 9. júní A—3001—3100 Miðvikudaginn 10.júní A—3101—3200 Fimmtudaginn 11. júní A—3201—3300 Föstudaginn 12. júní A—3301—3400 Skoðunin fer fram við skrifstofu bifreiðaeftirlitsins í lögreglustöðinni við Þórunnarstræti. Aðalskoðun verður ekki framkvæmd á laugardög- um. Aðra virka daga verður skoðun framkvæmd frá kl. 9—17 daglega nema á mánudögum frá kl. 9—-18. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðinni til skoðunar. Við skoðun skulu öku- menn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- tryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1970 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir bverja bifrið sé í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum sínum skulu sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds til ríkisútvarpsins fyrir árið 1970, annars að greiða gjaldið við skoðun ökutækisins. Ennfremur ber að framvísa vottorði frá viðurkenndu bifreiðaverkstæði um að ljós bifreiðarinnar liafi verið stillt. Létt bifhjól mæti á áðurgreindum skoðunartíma svo og þær bifreiðar sem skrásettar eru í öðrum umdæm- um en eru í notkun hér í umdæminu. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Skoðun bifreiða í Dalvíkur- og Svarfaðardals- hreppum fer fram dagana 16., 18. og 19. júní. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Akureyri, 13. apríl 1970. Bæjarfógetinn á Akureyri og sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. 2 — KOSNINGABLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.