Alþýðubandalagsblaðið - 16.01.1976, Side 4

Alþýðubandalagsblaðið - 16.01.1976, Side 4
Hugleiðingar um íhaldsstjórn og leiðir tíl að koma henni frá völdum — Það gengur kreppa yfir nægta samfélög Evrópu og Ameríku. Henni mun ekki slota heldur á hún eftir að harðna enn, beinlínis vegna þess að auð- lindirnar sem ofneyzlusamfé- lögin jusu af er að þrjóta, og fátæku þjóðirnar sem rændar voru til þess að standa undir lystisemdum ríkra þjóða rísa nú upp til verndar lífsbjörg sinni. Spádómar um efnahags- legan bata á vesturhveli jarð- ar, og nýtt blómaskeið svo- nefnds hagvaxtar eru annað tveggja þvaður fávísra tækni- krata, sem gera sér ekki grein fyrir eðli vandamálsins, eða vísvitandi blekkingar af hálfu manna, sem vita að leikurinn er tapaður, hrunið óhjákvæmi legt, en reyna að fresta skelf- ingunum í von um það að eitt- hvert ófyrirsjáanlegt hálm- strá kunni að reka hjá í seil- ingarfjarlægð. Hér er ekki ver ið að spá heimsendi, heldur þess háttar þrengingum sem engin dæmi finnast um í hin- um vestræna heimi, og bitna harðast á þeim ríkjum, sem fastast hafa mótað framleiðslu hætti sína og þjóðmenningu í þágu auðtækni og hagvaxtar. Þær þjóðir einar munu sleppa með tiltölulega heilli há sem enn eiga bjargræðisvegi, sem ekki hafa verið skipulagðir til hlítar í þágu alþjóðlegrar auð- hyggju, og hafa þar af leið- andi olnbogarúm til þess að taka upp breytta stjórnar- háttu, sem miðast við þurftir samfélagsins fremur en aukna neyzlu einstaklinganna og auð söfnun. Á þessu blessaða landi eigum við þá undankomuleið, ef við komum okkur saman um hana í tæka tíð, að taka upp gjörnýtingarstefnu á landsgæðum í þágu þjóðar- heildarinnar, en föllum frá því háttalagi að láta gróðavon ein staklinga ráða ferðinni. En til þess að svo megi verða þurf- um við að koma okkur upp annarskonar og betri ríkis- stjórn en þeirri, sem við nú höfum. ★ Það hefur lengi verið sér- kenni íslands að þola tiltölu- lega illa mjög vondar ríkis- stjórnir. Landið er í mörgu til liti frábrugðið öðrum þjóð- löndum. Hnattfræðilega, jarð- fræðilega og veðurfræðilega stendur það mjög á skjön við þann ramma, sem fræðimenn hafa smíðað í bókum sínum um blómleg menningarsamfé- lög. Þetta annarlega land, eld- kvikt og hart, hefur líka tam- ið þjóð sína á þann veg í 1100 ár að hún fellur ekki eðlilega inn í néins konar fræðilegan samfélagsramma. Ágengar til raunir, sem gerðar hafa verið til þess að þröngva henni inn í þess konar mát, hafa orðið henni til tjóns og angurs frem ur en ábata, og blasir nú við okkur að því aðeins verðum við langlíf í landinu að við lærum að nýta einstæða kosti þess, og una við dæmafáa ókosti, en samhengi milli hlunninda íslands og ágalla er þess háttar að hvergi munu finnast dæmi annars eins. Hitt er svo efni í aðra ritgerð að tilgreina, með hvaða hætti skólakerfi, hagkerfi, réttar- kerfi og raunar enn fleiri kerfi, innflutt frá öðrum og gjörólíkum þjóðlöndum, hafa skekkt ýmsar af hurðum þessa samfélags okkar á járnum svo að fáar einar falla þar nú leng ur að stöfum. Má raunar ætla að engin ríkisstjórn verði bærileg á fslandi fyrr en sú, sem brýtur þessi kerfi niður í einingar sínar og smíðar upp úr þeim önnur, sem hæfa okk- ar sérstæða landi og þegnum þess slíkir sem þeir eru. Þetta er nú orðið svo aðkallandi, að einungis með róttækri kerfis- breytingu er hægt að afstýra efnahagslegu hruni á landi hér og tryggja alþýðu manna sæmi leg lífskjör. Engra þess háttar breytinga sem að framan greinir er að vænta af núverandi ríkis- stjórn. Henni verður hvorki fundið það til áfellis né afsök- unar að vera stjórn hins ranga kerfis. En í því felst þó skýr- ing á ráðleysi hennar og röng- um viðbrögðum við aðkall- andi vandamálum, að hún er fyrst og fremst umboðsstjórn þeirra aðila sem hafa ýmist innleitt þessi röngu kerfi eða lagað sig að þeim. Smiðir hinna röngu kerfa eru ráðu- nautar hennar. Þetta eru gamalkunn og járnbent einkenni íhalds- stjórna. ★ Þannig má til sanns vegar færa að störf þessarar ríkis- stjórnar séu með eðlilegum lit. Samdráttarstefnan er nátt- úrlegt viðbragð við efnahags- örðugleikum af hálfu þeirra sem hafa ávöxtun fjármuna að meginmarkmiði. Skerðing almannatrygginga er eðlileg ráðstöfun af hálfu umboðs- manna þeirra sem líklegir eru til að greiða meira í sameigin- legan sjóð en því nemur sem þeir þiggja úr hhonum. Skefja laus innflutningur neyzluvarn ings þrátt fyrir versnandi efnahag er æskilegt framferði að dómi þeirra, sem hagnast á verzlun og trúa því að kaup- geta sé eðlilegur mælikvarði á rétt einstaklingsins til lífs- gæða. Vantrú núverandi stjórnarvalda á forna bjarg- ræðisvegi fólksins, sjávarút- veg og landbúnað, sem þróast hafa við afbrigðilega náttúru landsins, er eðlileg afleiðing þess að þeir falla ekki að hag- fræðikenningum hins stöðuga hagvaxtar. Stóriðjudraumar valdhafanna með makki við erlend auðfélög í því skyni að komast með lúkurnar í alþjóð legt fjármálabrall eru eðlileg afleiðing af hugmyndafræði- legri uppgjöf gagnvart félags- legri hefð sem þessir bjarg- ræðisvegir okkar lúta varð- andi arðskiptingu og stjórn- un eftir þúsund ára reynslu, utan og ofan við hagfræðileg- ar kennisetningar. Deigla stjórnvalda í land- helgismálinu er spunnin af sama toga og vantraust þeirra á _ bjargráeðisvegunum. Þess utan er það einungis með lík- indum að þessari ríkisstjórn auðhyggjustefnunnar skuli ægja það verkefni að þurfa að beita sér af einurð í landhelg- ismálinu gegn aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, en í þjóðfélagskerfi þeirra sér hún fyrirmyndir þess, sem hún vill að verði á landi hér. Hún hlýt ur því að sneiða af fremsta megni hjá því að verulega skerist í odda milli hagsmuna þessara fyrirmyndarríkja ann ars vegar og íslands hins veg- ar. Einmitt hér tvinnast stór- iðjuþátturinn með samvinnu við auðhringi Atlantshafs- Framhald á bls. 3. RITST JÖRNARGREIN: í stríði við 99 bræðraþjóðir44 MALGAGN ALÞÝÐUBANOALAGSINS I NORÐURLANDSKJORDÆMI EYSTRA Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (ábm.), form., Sigurbjörn Halls- son, Steinar Þorsteinsson, Jón Daníelsson, Kristín Ólafsdóttir, Öttar Einarsson og Soffía Guðmundsdóttir. — Framkvæmdastj.: Jóhaima Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn og afgreiðsla: Eiðsvalla- götu 18, sími: 2-18-75. - Pósthólf: 492. Þegar íslenska lýðveldið var stofnað árið 1944, var í gildi dansk-breskur samningur um þriggja mílna landhelgi, m. a. gerður til þess að tryggja dönum markað fyrir svínaflesk í Bretlandi1. Vitanlega neituðu bretar að viðurkenna hið ný- stofnaða lýðveldi, nema staðið yrði áfram við landhelgis- samninginn. Eftir að honum hafði verið sagt upp með þriggja ára fyrirvara, var landhelgin færð út í fjórar mílur 1952. Bretar brugðust þá, eins og endranær „drengilega“ við og settu sölubann á íslenskan fisk í Bretlandi. fslendingar svör- uðu með því að hefja stórfelld verslunarviðskipti við erki- fjendur frelsis og lýðræðis í heiminum, — rússa sjálfa, og ónýttu þar með breska viðskiptabannið á einu ári. Þann 1. sept. 1958 var landhelgin færð út í 12 mílur að frumkvæði vinstristjórnarinnar þáverandi, með Lúðvík Jósepsson sem sjávarútvegsmálaráðherra. I það sinn mat íslenska afturhaldið hagsmuni breska útgerðarauðvaldsins og Nató meira en hags- muni íslendinga, og var að því látið liggja í málgögnum þess, að útfærslan væri hrein kommúnísk landráðastarfsemi í þeim tilgangi einum gerð, að spilla friði og bræðralagi Natóþjóð- anna. Árið 1959, meðan við áttum enn í hörðu þorskastríði við breta, náðu íhald og kratar meirihluta í kosningum og „við- reisnarstjórnin“ var mynduð, sem aldrei skyldi verið hafa. Var þá ekki beðið boðanna og alit ráð okkar selt í hendur höfuð-andstæðingum okkar, bretum og Nató, með því, að ísland skuldbatt sig til þess að stækka ekki fiskveiðilögsögu sína úr 12 mílum, án leyfis breta og dómstólsins í Haag. Eftir kosningarnar 1971 var enn mynduð vinstristjórn, sem neyddi stjórnarandstöðuna til þess að ógilda svikasamninginn frá 1961 og samþykkja útfærslu lögsögunnar í 50 sjðmílur. Að sjálfsögðu brugðust „vinaþjóðir“ okkar og vopnabræður í Nató hinir verstu við og enn kom til átaka milli breskra herskipa og togara annars vegar og íslenskra varðskipa hins vegar. En rétt í þann mund, er fuliur sigur í þessu þorska- stríöi virtist ekki langt undan, var íslenski forsætisráðherr- ann, Ólafur Jóhannesson, kallaður til London og þröngvað til þess að afhenda bretum hluta íslenskra landsréttinda til þriggja ára, svo að friður og eining mætti ríkja meðal bræðra- þjóðanna í Nató. Nú hefur bræðingsstjórn fhalds og Framsóknar fært fisk- veiðilögsöguna út í 200 sjómílur að vísu á grundvelli Iaga frá tímum vinstristjórnarinnar frá því í maí 1974. Þótt gengið hafi verið til undansláttarsamninga við þjóð- verja, hefur íslenska ríkisstjórnin enn ekki þorað að semja við breta, vegna hins mikla þrýstings gegn því, frá þjóðinni sjálfri. Fjöldasamtök, félög og einstaklingar hafa látið áskor- anir og yfirlýsingar dynja á stjórninni, og efnt hefur verið til mótmælaaðgerða með ýmsu móti. Það Iítur sem sagt út fyrir, að fólkið í landinu sé nú loks að átta sig á því, að það eru ekki rússar og kommúnistar, sem eru verstu óvinir okkar í landhelgismálinu, heldur Nató með breta og þjóðverja í broddi fylkingar í öruggu skjóli banda- ríska hersins á íslandi. Hræðsla íslensku stjórnarinnar við þjóðina er það eina, sem getur komið í veg fyrir frekari undanslátí í landhelgis- málinu, og jafnvel orðið til þess, að hún manni sig upp, slíti stjórnmálasambandi við breta og hóti úrsögn úr Nató. Það er því brýn nauðsyn, að fólkið í landinu haldi stjórn- inni við efnið, — hræði hana í bókstaflegum skilningi til manndóms, minnugt þess, sem stendur á einum stað í góðri bók: „... að lítill er sá ótti, sem landstjórnarmönnum býður af erlendum ofureflismönnum hjá því sem af þegnum sínum. - Ö.

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.