Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 2
Þátturinn Alls konar kynlíf, hvernig þáttur er þetta? Fyrst og fremst skemmtiþáttur um kynlíf en með fræðsluívafi. Hvaða gesti fenguð þið í þáttinn? Við fengum Guðrúnu Ásmundsdóttur, Erp Eyvindarson, Donnu Cruz, Gógó Starr, Baldvin Z og marga fleiri. Gestirnir voru á mjög breiðu ald- ursbili og úr ólíkum áttum. Hvernig var að fá fólk til að tjá sig um mál- efni kynlífs? Það eru alveg málefni sem hægt er að tala um án þess að þau séu of persónuleg, eins og fyrsti kossinn sem er oft sætur en vandræðalegur. Það er gaman að sjá blik kvikna í augunum á fólki þegar það er rætt. Kom eitthvað þér á óvart? Já, það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart. Ég hef fjallað mikið um nekt og viðhorf til nektar á ráðstefnum erlendis og það kom mér á óvart hvað við Íslendingar erum spé- hrædd. Við erum búin að taka nokkur skref aftur á bak. Það er full ástæða til að skoða hvernig fólki líður í nekt- inni. Er satt að þú sért allsnakin í einum þætti? Já, ég er það. Mér fannst það sérstakt, ég ætla ekki að neita því. Mig langaði að stíga þangað inn og fór alveg heilan helling út fyrir þægindarammann. Ég er að fjalla um nekt en ekki þannig að það tengist því að vera sexí. En ég varaði fjölskylduna fyrst við. Þetta kom þeim ekkert á óvart! Morgunblaðið/Eggert SIGGA DÖGG SITUR FYRIR SVÖRUM Allsber að ræða kynlíf Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Í annarri af stóru greinum sunnudagsblaðsins þessa vikuna ræddi ég við fjóra einstaklinga sem þekkja vel til andlegrar heilsu íþróttamanna. Umræðuefn- ið hefur orðið meira áberandi síðustu árin og margir íþróttamenn hafa sýnt mikið hugrekki, stigið fram og lýst glímu sinni við andlega kvilla. Öllum getur nefnilega liðið illa, jafnvel íþróttamönnum sem virðist allt ganga í haginn og koma okkur fyrir sjónir eins og ofurmenni með algjörar stáltaugar. Eitt af því sem stóð upp úr í samtölum mínum var að það eigi ekki að skammast sín fyrir að þurfa á hjálp að halda, en það getur oft reynst þrautin þyngri hjá íþróttamönn- um sem alist hafa upp í umhverfi þar sem berskjöldun er álitin veikleiki. Eitt af því sem hefur orðið meira áberandi í þessari umræðu undanfarið er líðan íþróttamanna eftir að ferlinum lýkur. Heimildamyndina The Weight of Gold ber þar fyrst að nefna. Hana framleiddi sundgoðsögnin Michael Phelps sem átti erfitt uppdráttar and- lega um langt skeið. Eins og fram kemur í myndinni líður alltof mörgum íþróttamönnum svo illa að þeir fremja sjálfsmorð og skiptir þar oft engu hvort háleitustu markmið ferilsins hafi náðst, þegar íþróttin hverfur úr lífinu fer tilgangurinn með og margir sjá að- eins hyldýpið fyrir framan sig. Það tilgangsleysi sem íþróttamenn finna fyrir er ekki aðeins bundið við þá sem ná sem lengst í íþrótt sinni og æfa marga klukkutíma á dag. Það getur líka komið upp hjá ungum og upprennandi íþróttamönnum sem einhverra hluta vegna geta ekki leikið íþrótt sína lengur. Þegar ég var 17 ára var ég einn efnilegasti handboltamaður landsins og ekk- ert annað komst að. Jú, maður átti vini og mér gekk vel í skóla en þegar ég meiddist alvarlega á öxl hrundi heimurinn fyrir mér. Ég skilgreindi mig sem ekkert annað en handboltamann og það tók mig langan tíma að sætta mig við stöðuna og átta mig á að lífið hefði upp á annað að bjóða en að verða atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta. Það sem stingur mig enn í dag er að hvorki var til staðar fyrir unga leikmenn undirbúningur fyrir þau vonbrigði að verða ekki besti handboltamaður í heimi (eins og ég ætlaði mér) og þeir hvattir til að rækta aðra þætti í lífi sínu né fékk ég nokkurn andlegan stuðning frá félaginu til að takast á við vonbrigðin. Þvert á móti var frekar settur þrýstingur á mig snúa til baka á völlinn sem allra fyrst. Og það sama var uppi á teningnum þegar ég meiddist aftur alvarlega 21 árs eftir að hafa náð mér af meiðslunum tveimur árum áður. Þetta þarf að breytast. Ekki bara íþróttamenn Pistill Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is ’ Ég skilgreindi mig sem ekkert annað en handboltamann og það tók mig langan tíma að sætta mig við stöðuna og átta mig á að lífið hefði upp á annað að bjóða. Fanný Norðfjörð Já, tvisvar. SPURNING DAGSINS Hefur þú farið í sýnatöku? Leifur Kolka Haraldsson Já, tvisvar og neikvætt í bæði skiptin. Dagný Eva Eggertsdóttir Já, þrisvar eða fjórum sinnum, en aldrei lent í sóttkví. Friðrik Oder Já, einu sinni, en fékk neikvætt. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Alls konar kynlíf eru fræðslu- og skemmtiþættir með Siggu Dögg kynfræðingi og Ahd Tamimi. Hófust þeir 18. ágúst á Stöð2 og eru sex talsins, á miðvikudögum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.