Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021
2
0 ára hernaði í Afganistan lauk
með því að talíbanar gengu
mótstöðulaust inn í höf-
uðborgina Kabúl og tóku við völd-
um. Vestræn ríki kepptust við að
forða borgurum sínum og herliði úr
landi, en auk þess reyndu tugþús-
undir Afgana að flýja yfirvofandi
harðstjórn, sérstaklega fólk sem
tengdist fyrri stjórnvöldum og vest-
rænu herliði með einhverjum hætti.
Skömmu áður en kórónuveiran
breiddist út af fullum þunga í Sví-
þjóð náðu Björn Zoëga og sam-
starfsmenn hans á Karólínska
sjúkrahúsinu í Stokkhólmi að fimm-
falda gjörgæslurúm spítalans. Hann
telur afkastatengda fjármögnun
spítala lykil að bættri nýtingu
þeirra, en á Landspítalanum hefur
framleiðni farið minnkandi frá
árinu 2015 um leið og fjárframlög
þangað hafa aukist. Sumir læknar
þar urðu mjög fúlir við þær ábend-
ingar.
Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari var um liðna helgi fyrsti ís-
lenski einleikarinn á Proms-
hátíðinni í Lundúnum, en tónleik-
arnir fóru fram í Albert Hall. Þar
lék hann sitt hvorn píanókonsertinn
eftir Bach og Mozart og hlaut ein-
stakar viðtökur bæði áhorfenda og
gagnrýnenda.
Mann, sem lagðist til sunds í hlýju
útfalli Reykjanesvirkjunar, bar út á
haf og komst ekki í land. Hann var
hífður um borð í þyrlu Landhelgis-
gæslunnar en ekki tókst að endur-
lífga hann.
Flugumferðarstjórar féllu frá verk-
falli eftir að hafa komið ánægðari af
samningafundi en búist var við.
Þeir segjast bjartsýnir á að um
semjist.
Virkum smitum hélt áfram að
fækka en tæplega tvö þúsund
manns voru í sóttkví og liðlega
1.200 í einangrun. Reglum um
komufarþega til landsins var breytt
þannig að farþegar með tengsl við
landið þurfa að fara í sýnatöku inn-
an við 48 stundum eftir komuna.
Olía er enn á ný tekin að leka úr
breska olíuskipinu El Grillo á botni
Seyðisfjarðar og hafa heimamenn
áhyggjur af áhrifum á lífríkið. Skip-
inu var sökkt af þýska flughernum í
heimsstyrjöldinni síðari. Ráðagerðir
eru uppi um að fjarlægja flakið, en
nefnd í umhverfisráðuneytinu hefur
þær til umfjöllunar.
Talsverðar breytingar voru gerðar
hjá Strætó bs. þegar um 500 bið-
stöðvar fengu nýtt nafn. Mjög póst-
módernískt allt.
Miðflokkurinn hélt landsþing sitt
um liðna helgi, en þar var lokahönd
lögð á kosningastefnu flokksins.
Hún verður kynnt á næstunni.
. . .
Flóttamannanefnd var kvödd sam-
an vegna ástandsins í Afganistan,
en tugþúsundir reyna að flýja það-
an eftir valdatöku talíbana og búist
við að straumurinn þyngist næstu
mánuði. Guðlaugur Þór Þórðar-
son utanríkisráðherra sagði að Ís-
land myndi axla ábyrgð sína.
Samkvæmt könnun um búsetu-
áform í helstu borg og bæjum
landsins telja 70% íbúa ólíklegt að
þau flytji úr heimabyggð og eru
ánægð þar. Um 55% telja að lífs-
skilyrðin í sinni byggð hafi batnað
en um 15% að þau hafi versnað.
Ánægðastir allra voru íbúar Þor-
lákshafnar.
. . .
Smitum hélt afram að fækka og á
mánudag höfðu ekki færri verið
með virkt smit síðan í júlí. Tölfræði
bendir til þess að smitbylgjan hafi
náð hámarki 7. ágúst.
Fornar mannvistarleifar frá 10.-13.
öld hafa óvænt komið í ljós í landi
Fjarðar í Seyðisfirði. Þær eru
skammt norðaustan við gamla bæj-
arstæðið þar, en þar er talið að
landnámsmaðurinn Bjólfur hafi bú-
ið. Rannsóknum verður haldið
áfram næstu vikur og er gert ráð
fyrir því að haldið verði áfram
næsta sumar.
Þórólfur Guðnason sagði að ef
ekki yrði farið að ráðum sínum gæti
það haft mjög neikvæð áhrif á heil-
brigðiskerfið.
Samkvæmt tillögu í endurskoðuðu
aðalskipulagi Vesturbyggðar verður
Vatnsfjörður ekki þveraður, heldur
Vestfjarðavegur lagfærður þar sem
hann er.
Verktakinn ÞG Verk hefur hafist
handa við lagningu tveggja tví-
breiðra stórbrúa á Suðurlandi yfir
Hverfisfljót og Núpsvötn. Fyrir var
ÞG með brú yfir Jökulsá á Sól-
heimasandi í smíðum.
. . .
Greiðslumiðlun í landinu er nær
alfarið komin undir erlent forræði
eftir að Valitor var seldur til ísr-
aelska fjártæknifyrirtækisins
Rapyd. Embættismenn hafa af
þessu áhyggjur og hefur málið ver-
ið til umfjöllunar þjóðarörygg-
isráðs.
Varla kemur á óvart að apótek
landsins hafi selt meira af hand-
spritti, grímum og latex-hönskum
eftir að heimsfaraldurinn tók að
geisa. Hins vegar hefur komið á
óvart að töluvert meira er nú selt
af þungunarprófum en fyrir
plágu.
Ísleifur B. Þórhallsson tónleika-
haldari hjá Senu telur vel unnt að
halda stóra viðburði án þess að allt
sé í voða. Samráðshópur íslenskrar
tónlistar sendi ráðamönnum bæna-
skjal á þriðjudag um að und-
anþága verði veitt fyrir 500 manna
sóttvarnahólf án sérstakra nándar-
takmarkana, enda þurfi gestir að
framvísa nýlegu og neikvæðu
hraðaprófi til þess að fá aðgang.
Þórarinn Guðjónsson, deildar-
forseti læknadeildar Háskóla Ís-
lands, segir að flöskuhálsinn við
læknamenntun liggi ekki hjá há-
skólanum heldur Landspítalanum –
háskólasjúkrahúsi, sem ekki geti
tekið við nema takmörkuðum fjölda
í klíníska kennslu. Á sama tíma er
kvartað undan að ekki sé unnt að
manna störf þar á bænum.
Flóttamannanefnd stjórnarráðsins
fundaði á þriðjudag um ástandið í
Afganistan, en komst að þeirri nið-
urstöðu að hún þyrfti meiri tíma til
að móta tillögur um viðbrögð. Afg-
anar bíða þolinmóðir.
Breyttar samgönguvenjur hafa
margvísleg áhrif, m.a. þau að tann-
brotum hefur fjölgað í takt við raf-
skútur.
Jakob Frímann Magnússon tók
efsta sætið á lista Flokks fólksins í
Norðausturkjördæmi.
Góðar væntingar eru um afrakstur
loðnuleiðangurs í byrjun sept-
ember, jafnvel svo úr verði stærsta
vertíð um talsvert skeið.
Framleiðendur heitra potta hafa
ekki undan að búa til potta fyrir
hreinláta og drykkfellda Íslendinga.
. . .
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir skrifaði minnisblað til heil-
brigðisráðherra og telur að Íslend-
ingar muni búa við stöðuga ógn af
Covid-19 meðan faraldursins gæti
einhvers staðar í heiminum. Því
þurfi þeir að gera sér ýmsar frels-
isskerðingar að góðu til frambúðar.
Orðið veldisvöxtur kom aftur við
sögu í umræðu um faraldurinn án
frekari rökstuðnings.
Seðlabankinn undirbýr nú sjálf-
stæða innlenda greiðslulausn, svo
eyjarskeggjar þurfi ekki að vera
háðir greiðslumiðlun undir erlend-
um yfirráðum.
Þrátt fyrir að rannsóknir á Dreka-
svæðinu hafi ekki leitt til olíu-
vinnslu á svæðinu eru rannsókn-
argögnin verðmæt fyrir Íslendinga.
Íslenskar orkurannsóknir telja að
gögnin séu milljarða króna virði.
Allnokkrir íbúar í Laugarneshverfi
mótmæla tillögu að nýju starfsleyfi
Vöku í Héðinsgötu og telja að starf-
semin muni ekki breytast og ekki
samrýmast skipulagi.
Erlendur ferðamaður féll 15 metra
niður skriðu í Stuðlagili og endaði í
ánni Jöklu. Hann lifði það af og hélt
meðvitund allan tímann.
Eldgosið í Geldingadölum varð
fimm mánaða gamalt.
. . .
Stefnt er að stærstu úthlutun far-
netstíðna í kringum næstu áramót,
en uppbygging 5G-fjarskiptakerf-
isins hefur gengið ört fyrir sig að
undanförnu og nær nú til um helm-
ings landsmanna að sögn sam-
gönguráðherra. Sem er frábært af-
rek í ljósi þess að á höfuðborgar-
svæðinu einu búa tveir þriðju lands-
manna.
Forverðir hafa áhyggjur af eldgos-
inu í Geldingadölum og óttast
mengun minja og muna á Þjóð-
minjasafninu.
Austfirðingar eru óhressir með hve
illa gengur að fá verktaka til starfa
eystra, en þar eru stærri verktakar
á kafi í verkefnum fyrir Síldar-
vinnsluna og auðkýfinginn Jim
Ratcliffe. Hefur m.a. þurft að
breyta áformum við uppbyggingu
menningarhúss á Egilsstöðum.
Ítalinn Giancarlo Gianazza leitaði
enn eitt sumarið án árangurs að
gralinu helga á Íslandi, að þessu
sinni í Skipholtskróki á Kili. Ekki
er ljóst af hverju matargestir í síð-
ustu kvöldmáltíðinni ættu að hafa
lagt það frá sér hér á landi.
Sælkerarnir í yfirskattanefnd hafa
eftir miklar rannsóknir komist að
því að tiltekinn ostur sé ostur en
ekki gerviostur og skuli því bera
toll.
Borgaryfirvöld voru gagnrýnd
ákaflega fyrir vinnubrögð og
naumindi á sannleikann vegna
nemenda í Fossvogsskóla, sem
enn eru á vergangi þótt nýtt skóla-
ár sé yfirvofandi. Til þess að þurfa
ekki að bera ábyrgð á nokkurri
ákvörðun brá borgin á það ráð að
gera skoðanakönnun meðal for-
eldra um hvert ætti að senda börn-
in. Síðast þegar fréttist virtist
menntun barnanna og heilbrigði
velta á hernaðaraðstoð Hjálpræð-
ishersins.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri lést,
83 ára að aldri.
Kaos
í Kabúl
Þessir Afganar ákváðu að bíða ekki umþóttunar flóttamannanefndar um tillögur þeim til hjálpar og tróðu sér, 640 tals-
ins, í bandaríska herflutningavél á leið frá Kabúl. Tugþúsundir annarra leita leiða frá Afganistan eftir valdatöku talíbana.
AFP
15.8.-20.8.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18
25
ára
1996-2021