Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Qupperneq 8
ANDLEG HEILSA 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 Á rið 2010 varð fjögurra manna bob- sleðaliðið „Næturlestin“ fyrst til að vinna gull fyrir Bandaríkin á Ólympíuleikum í 62 ár í greininni. Steve Mesler var í liðinu en hann fór á þrenna Ólympíuleika. Á leikunum árið 2006 var hann í liði sem var talið mjög sigurstranglegt en lenti aðeins í sjöunda sæti. Mesler hætti eftir leikana í Vancouver 2010 og segir í viðtali við rithöfundinn og blaðamann- inn David Epstein að það hafi reynst honum erf- itt. Á ferli sínum hafði Mesler byrgt inni í sér ýmsar óvelkomnar tilfinningar, sem hann segir mikilvægt fyrir íþróttamenn til skamms tíma en hræðilegt til langs tíma. Hann passaði einnig upp á að gefa aldrei færi á sér, enda ávallt ein- hver sem beið átekta eftir því að taka af honum sætið í bandaríska liðinu. „Ég lærði að verða sá besti í heimi með því að sýna aldrei neina veik- leika,“ segir hann. „Og það er eitt það allra óhollasta sem þú getur vanið þig á.“ Mesler glímdi við þunglyndi eftir að ferlinum lauk en vegna þess hve vanur hann var að sýna enga veikleika tók það hann nokkuð langan tíma að leita sér hjálpar. Tveir af sex liðsfélögum Meslers frá leikunum 2006 og 2010 fengu þó ekki þá hjálp sem þeir þurftu. Pavle Jovanovic, sem keppti með Mesler í Tórínó 2006, féll fyrir eigin hendi í maí í fyrra og Steven Holcomb, sem vann gull með Mesler og tvö silfur á leikunum í Sochi 2014, fannst látinn á hótelherbergi sínu árið 2017 með blöndu af alkóhóli og svefntöflum í blóðinu. Geta ekki skilið pressuna Á ferli sínum þurfa íþróttamenn að takast á við mikla pressu sem getur leitt til þess að þeir til- einki sér óheilbrigðar venjur þegar kemur að andlegri heilsu þeirra. Simone Biles dró sig úr keppni um tíma á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir skömmu. Á henni hefur verið gífurleg pressa allt frá því hún varð fyrst heimsmeistari árið 2013. Hún hafði fyrir leikana talað um hvernig hún lokaði á ákveðnar hugsanir og til- finningar til að standa sig, en pressan sem fylgdi því að vera langsigurstranglegust á Ól- ympíuleikunum varð henni líklega ofviða og olli því að hún átti erfitt með að átta sig á stefnu og stöðu í stökkum sínum. „Það er mjög misjafnt hvernig íþróttamenn upplifa pressu,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti íþróttafræði- deildar Háskólans í Reykjavík. „Það fer eftir þeirra eigin viðhorfum og persónuleikagerð, umhverfi, á hvaða stigi þeir keppa og á hvers konar móti.“ Að sögn Hafrúnar fylgir fyrir flesta gífurleg pressa að keppa á Ólympíuleikum. „Þeir eru bara á fjögurra ára fresti og það er búið að leggja mjög mikið undir,“ segir hún. „Í sundi snýst til dæmis öll þjálffræði út á að sundmað- urinn toppi á leikunum,“ hefur hún eftir Eyleifi Jóhannessyni sundþjálfara. „En samt eru aðeins 20% sem bæta sinn besta tíma,“ segir Hafrún. „Rannsóknir hafa sýnt að þegar stressið er mikið hafa íþróttamenn tilhneigingu til að æfa meira. Það er ekki endilega gott,“ segir Hafrún en rannsóknir hafa einnig sýnt að hátt hlutfall ólympíufara sé á mörkum ofþjálfunar. „Ég held að fólk sem hefur ekki komið á Ólympíuleika og hefur ekki upplifað stærðina á viðburðinum geti ekki skilið pressuna sem þeim fylgir.“ Fín lína stressins Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knatt- spyrnu, tekur í sama streng og Hafrún er varð- ar pressu, hún fari mikið eftir því um hvern ræði og í hvaða aðstæðum. Það sé gott að finna fyrir stressi og sé það ekki staðar kemur það niður á undirbúningi og spilamennsku að sögn Margrétar Láru. „En ef þetta verður of mikið getur það haft neikvæð áhrif á spilamennskuna. Þetta er því mjög fín lína,“ segir hún. „Maður vill vera hæfilega stressaður þegar út í leikinn er komið.“ Margrét Lára segir pressuna geta bæði verið utanaðkomandi og frá íþróttamanninum sjálf- um komin. „Þetta er eitthvað sem fólk þarf að skoða. Er þetta streita sem er komin frá mér sjálfri eða eru utanaðkomandi þættir að hafa áhrif. Þegar maður finnur út úr því verður mun auðveldara að vinna með það.“ Hún segir að verði streitan of mikil geti það leitt til þess að ánægjan af því að stunda íþrótt- ina minnki sem svo geti haft áhrif á aðra þætti lífsins hjá íþróttamönnum. Konur vilji ekki sýna veikleika Íþróttamenn glíma ekki bara við andleg vanda- mál í tengslum við keppni heldur einnig önnur sem tengjast íþróttinni ekki beint. Þar getur íþróttamennskan þó þvælst fyrir, því á slík vandamál er oft litið sem veikleikamerki. „Margt bendir til þess að íþróttamenn séu ólíklegri til að leita sér hjálpar,“ segir Hafrún. Hún bendir á meistararitgerð Richards Eiríks Thähtinen, aðjunkts við Háskólann á Akureyri, frá árinu 2017 þar sem hann, undir hennar leið- sögn, rannsakaði vilja íþróttamanna á Íslandi til að leita sér hjálpar í samanburði við annað fólk. Ekki var aðeins skoðaður almennur munur á íþróttamönnum og samanburðarhópi, sem í þessu tilfelli voru háskólanemar, heldur einnig einblínt á þá hópa sem þurfa á hjálp að halda. „Við skoðuðum þetta með tilliti til kvíða- og þunglyndiseinkenna og almennrar vanlíðunar,“ segir Richard. „Við vildum sjá hvort munur væri innan þess hóps sem sýnir þau einkenni á milli íþróttamanna og háskólanema.“ Richard bendir á að lítill hópur hafi verið skoðaður en niðurstöðurnar bendi til þess að þunglyndar konur í íþróttum séu sá hópur sem er með minnst áform um að leita sér aðstoðar. Þessar niðurstöður komi heim og saman við rannsóknir á hermönnum erlendis. Herinn er mjög karllægur heimur og virðist sem konur í þeim geira finnist þær þurfa að hafa enn þykk- Naomi Osaka segist hafa glímt við mikinn fé- lagskvíða eftir að hún vann sitt fyrsta risamót í tennis árið 2018. Hún er í öðru sæti heims- listans en hefur átt erfitt upp á síðkastið í kjölfar þess að hún dró sig úr leik á Opna franska meistaramótinu í sumar. AFP Berskjöldun er ekki veikleiki ’ Ég held að fólk sem hefur ekki komið á Ólympíuleika og hefur ekki upp- lifað stærðina á viðburðinum geti ekki skilið pressuna sem þeim fylgir. Hafrún Kristjánsdóttir Richard Eiríkur Tähtinen Margrét Lára Viðarsdóttir Vöxtur hefur orðið í umræðu um andlega heilsu íþróttamanna síðustu árin og varð hún enn meira áberandi í kringum Ólympíuleikana í Tókýó. Sunnudagsblaðið ræddi við þrjá sálfræðinga um pressuna sem fylgir íþróttum, hvort íþróttamönnum geti liðið illa þó allt virðist í blóma og hvað taki við þegar ferillinn líður undir lok. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.