Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Qupperneq 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 Aðgerðin gekk vel en Engilbjörtu var haldið áfram sofandi. Daginn eftir var Ólafi sagt að staðan væri það alvarleg að flytja þyrfti Engil- björtu í sjúkraflugi til Gautaborgar. „Þar gæti hún átt möguleika á meiri inn- gripum en virkni hjartans var orðin skugga- lega lítil. Niðurstaðan var sú að öruggast væri að flytja hana út og mögulega þyrfti hún á nýju hjarta að halda.“ Eins og hvirfilvindur „Þetta gerðist allt rosalega hratt. Strax daginn eftir að hún veiktist panta ég flug til Gauta- borgar fyrir mig og Kára. Þetta var eins og hvirfilvindur og ég stóð skyndilega frammi fyrir milljón spurningum og verkefnum,“ segir hann og segir þá feðga hafa flogið út morg- uninn eftir, en flogið hafði verið með Engil- björtu strax þarna kvöldið áður í sjúkraflugvél frá Sahlgrenska spítalanum. „Þegar hún lenti í Svíþjóð var hjartað hætt að slá. En með þessum kraftaverkabúnaði var henni haldið á lífi,“ segir Ólafur. Við tóku erfiðar og tvísýnar vikur þar sem Engilbjörtu var haldið á lífi með vélum, en hjartað tók aldrei við sér. Sífellt var hún sett í langar og strangar aðgerðir þar sem reynt var að halda blóðflæði um líkamann og á endanum þurfti að opna brjóstholið og tengja hjarta- og lungnavél beint við æð- ar hjartans. „Í svona ástandi fara hin líffærin í uppnám og hætta jafnvel að virka. Nýrun gerðu það meðal annars, sem veldur vökvasöfnun og bólgum. Þegar brjóstholið var opnað var ekki hægt að loka því aftur vegna vökvasöfnunarinnar. Því þurfti að halda henni sofandi á meðan nýrnavélin vann á þessu en það tók um tvær vikur. Hún var svo mjög lengi að komast til fullrar meðvitundar eftir það.“ Ólafur segist fyrstu dagana í Svíþjóð hafa óttast mjög að Engilbjört myndi ekki lifa af. „Það sem dró úr voninni var sú staðreynd að læknarnir voru mjög heiðarlegir með stöðuna og voru ekki með bjartsýni sem ekki var inni- stæða fyrir. Ég er þakklátur fyrir það. Hún var sett í margar aðgerðir og fyrir eina að- gerðina sagði læknirinn við okkur Kára að hún myndi mögulega ekki lifa aðgerðina af. Þetta var bara á öðrum eða þriðja degi í Svíþjóð,“ segir Ólafur. „Kára varð mjög bilt við þessar fréttir og þarna var Guðni á leiðinni til okkar frá Brussel en ég sagði honum þetta ekki fyrr en hann kom til okkar. Ég þurfti svo að segja honum að hún væri í bráðri lífshættu.“ Aðgerðin gekk þó vel og næstu daga á eftir segir Ólafur að brúnin hafi aðeins farið að lyft- ast á læknunum og um leið þá á feðgunum. Þeir eygðu enn von. „Þá var sagt að hún þyrfti hjartaígræðslu því það var ljóst að hjarta hennar myndi ekki ná sér. Þarna var því komið plan og markmið,“ segir hann og segir að þar sem læknar voru með plan fyrir framtíðina hafi enn verið von. „Eins og við vitum getur fólk alveg lifað með nýtt hjarta.“ Ólafur fyllti erfiða daga með gönguferðum um borgina og nærliggjandi garða á milli heimsókna til Engilbjartar. Hann greip líka til pennans. „Ég skrifaði daglega niður hvað væri að ger- ast; hvað væri verið að gera og hvernig henni liði. Ég sá fyrir mér að þessi tími myndi renna saman í þoku eftir á og vildi skrásetja allt,“ segir Ólafur sem hefur nú notað sína dagbók til þess að skrifa minningarbókina. Búin með kraftaverkin Eftir rúma viku á sjúkrahúsinu í Gautaborg tók Ólafur þá ákvörðun að senda strákana heim. „Þeir höfðu verið töluverðan tíma frá skóla og þarna kom síðan í ljós að það væri miklu lengra í að hún myndi vakna til meðvitundar en ég hélt. Því fannst mér skynsamlegt að senda þá heim því hún væri hvort sem er sof- andi. Svo myndi ég fá þá aftur út síðar þegar hún væri vöknuð.“ Ólafur lýsir þessu vel í bókinni og vissulega hefur hann efast um að ákvörðunin hafi verið rétt. Ég kvaddi þá við öryggishlið en áður en þeir fóru upp rúllustigann hinum megin við hliðið hóaði ég í þá, lét þá snúa sér við og tók af þeim mynd. Mig langaði næstum að blása ferðina af. Auðvitað hefði ég gert það á stundinni hefði ég vitað að ef þeir færu heim sæju þeir mömmu sína ekki aftur. „Þeir áttu bókað flug aftur út til okkar örfá- um dögum eftir að hún dó óvænt. En ákvörð- unin var tekin í ljósi þess að allt gekk vel á þeim tímapunkti og það var verið að horfa fram í tímann og gera plön.“ Dagar liðu og á endanum var hægt að vekja Engilbjörtu. Hún gat ekki tjáð sig en var oft vel vakandi og gat kinkað kolli og gefið merki. Jafnvel var hún farin að setjast aðeins upp í rúminu með aðstoð. Tvær bestu vinkonur Engilbjartar komu út og náðu að hitta hana vakandi sama kvöld og þær komu. „Þær áttu mjög góða stund þetta kvöld. Við fórum svo aftur í heimsókn morguninn eftir og var hún þá sofandi og hafði ekki vaknað eftir nóttina. Það var engin panik í gangi en svo kemur læknir og honum líst ekki á það að hún hafi ekki vaknað. Hann sendir hana því í myndatöku. Þá urðum við öll óróleg því klukk- an var orðin ellefu og hún ekki vöknuð. Við biðum því kvíðin eftir niðurstöðunni úr myndatökunni. Seinni part dags erum við köll- uð aftur inn á spítalann og sáum strax að við myndum ekki fá góðar fréttir. Við fengum þær fréttir að í ljós hefði komið mikil heilablæðing og skaðinn væri óbætanlegur.“ Nú vorum við búin með kraftaverkin. Þessi möguleiki hafði legið í loftinu og nú þegar hann gerði vart við sig var ég tilbúinn að gefast upp. Ég hafði misst Engilbjörtu í huganum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Í bílnum fyrir utan Landspítalann fyrsta kvöldið. Einn heima í örvæntingu á öðrum degi. Með Guðna og Kára fyrstu dagana í Gautaborg þegar lífs- hættulega aðgerðin var gerð. Bæði þá og oftar hafði ég sett mig í þessi spor: „Ég er að missa hana.“ Ég hafði nánast lifað matröðina. Nú var hún orðin að veruleika. Læknirinn hóf mál sitt varfærnislega: „Ég er hræddur um að ég hafi ekki góðar fréttir að færa.“ „Ég veit,“ hugsaði ég stjarfur. Ég er ekki við í augnablikinu „Ég var búinn að óttast þetta allan tímann. Ég hafði gert mér grein fyrir að þetta gæti farið á versta veg. Þetta hékk á bláþræði alveg frá því daginn sem við fórum fyrst á Landspítalann. Bjartsýnin hafði samt alveg átt rétt á sér því við höfðum náð að sigla fram hjá mörgum skerjum,“ segir Ólafur og segir lækninn hafa sagt þeim að kveðja Engilbjörtu og síðan yrði slökkt á vélunum. Ólafur segist fyrst hafa vilj- að heyra í sínu fólki heima áður en það yrði gert. Hann pantaði síðan flug heim því hann vildi komast sem fyrst heim til sona sinna á þessum sorgartímum. „Þeir voru mér efst í huga. Þeir náðu ekki að kveðja og voru heima hjá ættingjum. Það að ég væri ekki hjá þeim þegar þeir fengu fréttirnar var eiginlega alveg óbærilegt. Svo fórum við inn, ég og tvær af bestu vinkonum hennar, og kvöddum hana. Það var mjög friðsæl stund og tók aðeins fáeinar mínútur.“ Ólafur þurfti nú að kveðja ástina sína. „Þetta er allt í lagi elskan mín, þú mátt fara.“ Á fáeinum mínútum lét hún smám saman af lífróðrinum í fullkominni friðsæld. Ólafur þurfti nú að hringja erfið símtöl heim. „Þetta er allt í móðu; ég mundi ekkert eftir þessu símtali heim þegar ég fór að reyna að rifja þetta upp. Ég man ekki eftir að hafa talað við systkini mín né strákana mína. Þetta var rifjað upp í fjölskyldunni seinna þegar ég vildi rifja upp atburðarásina fyrir þessi skrif mín,“ segir Ólafur. Það voru þung skref hjá Ólafi að þurfa að pakka saman, fara út á flugvöll og fljúga heim án konu sinnar. „Það er mjög óraunverulegt að tékka sig inn, skipta um vél, fá sér kaffi á flugvellinum og hugsa um leið: ég á ekkert að vera hérna. Þetta verður svo endanlegt þegar maður fer og hún er eftir. En ég náði að kveðja hana áður en ég fór, en svaf ekkert nóttina fyrir flugið.“ Ólafur lýsir undarlegu atviki sem gerðist stuttu eftir að hann kvaddi Engilbjörtu. Hann var þá staddur á hótelherberginu að pakka. Á meðan ég var að pakka, einn í herberginu mínu en Hildur og Inga frammi í setustofu, heyrði ég allt í einu dauft í rödd Engilbjartar: „Halló, þetta er Engilbjört. Ég er ekki við í augnablikinu en vinsamlega skildu eftir skila- boð.“ Ég hrökk við. Ég var með símann í vasanum og hlýt að hafa fiktað óvart í honum. Mér vitanlega hef ég aldrei, hvorki fyrr né síðar, hringt óafvit- andi í neinn, hvorki í Engilbjörtu né nokkurn annan. Það er svo ótrúlegt að þetta hafi gerst einmitt á þessu augnabliki, varla tveimur klukkustundum eftir að Engilbjört lést, að ég hlýt að efast um minni mitt af þessum atburði. Getur verið að ég hafi hringt viljandi í hana til að heyra röddina hennar og hugurinn hafi síð- an breytt þessu atviki eftir á? Vitglóran er jú brigðul, sérstaklega í svona aðstæðum. Sem betur fer á ég haldreipi; mig minnir að ég hafi farið strax fram í setustofu og sagt Hildi og Ingu frá þessu. Spyr þær núna hvort þetta sé rétt munað hjá mér. Jú, þær staðfesta það. Annars væri ég ennþá í vafa um þennan furðu- lega atburð. „Ég er ekki við í augnablikinu …“ Í bókinni veltir Ólafur fyrir sér tilviljunum. Er allt tilviljun eða fyrirframákveðið? „Ég hef alltaf verið mjög jarðbundinn og ekki trúað á neitt slíkt. Ég hef litið svo á að það sé enginn að stjórna neinu og enginn æðri máttur. Að allt sé í raun stjórnlaust, tilviljanir. En í tengslum við þessa lífsreynslu gerðust margir sérkennilegir hlutir. Ég tek það saman í frásögninni, furðuleg dæmi sem gerðust á spítalanum en einnig í fortíðinni. Ég útiloka ekki neitt eftir þetta.“ Fjölskyldan á góðri stundu. Frá vinstri eru Ólafur, Guðni Þór, Engilbjört og Kári Freyr. ’ Ég hef svo margt að lifa fyrir og vera þakklátur fyr- ir; drengina okkar, fjölskyldu og vini, og þau forréttindi að hafa átt svona yndislega manneskju að lífsförunaut í tæpan aldarfjórðung. Ég horfi bjartsýnn fram á veginn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.