Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 V inir Bandaríkjanna finna til með þeim yfir atburðarás síðustu vikna og yfir þeim ógöngum sem leiðtog- ar þeirra hafa komið sinni miklu þjóð í. Það sem verst er er að vandi þeirra er heimatilbúinn og verður hann ekki betri fyrir það. En það kemur fleira til en samkennd af fyrrnefndu tagi. Hin stjórnmálalega heimsmynd skekkist á augabragði við svo óvænta þróun. Það er af sem áður var. Það mun þurfa tíma, vinnu og veru- legt átak til að bandamenn Bandaríkjanna telji sér óhætt að treysta þeim eins og áður var. Og andstæðingar þeirra, jafnt raunverulegir sem meintir, telja sér mun meira óhætt en þeir höfðu tal- ið áður. Glannaleg ráðagjörð gekk ekki upp Bandaríski Demókrataflokkurinn verður að líta í eigin barm vegna glæfralegrar ákvörðunar sinnar í þröngri stöðu á seinasta ári. Afsökunin hefur verið fleiri en ein, en þær duga ekki þótt allar komi saman. Sú helsta og algengasta er að flokkurinn þeirra hafi verið kominn í öngstræti og hefði ekki borið sitt barr léti hann það ganga eftir, að gamall komm- únisti, óbundinn Demókrataflokknum, kæmist til valda í Hvíta húsinu. En það er erfitt að falla fyrir þeirri réttlætingu, að þessi stærsti flokkur Banda- ríkjanna hafi ekki getað fylkt sér um neitt annað en Bernie Sanders eða Joe Biden. Þegar ógöngurnar opnuðust loks fyrir augum flokksins var engin hefð- bundin leið enn opin. Biden var þekkt stærð og hafði áratugum saman reynt að komast í framboð sem forsetaefni í Bandaríkjunum, en án árangurs. Hann varð varaforsetaefni Obama en var sem slíkum sjaldan trúað fyrir meiriháttar verkefnum af hálfu forsetans. Og það hrópaði svo framan í hvern mann að Bar- ack Obama neitaði að lýsa yfir stuðningi við Biden varaforseta sinn allt þar til hann var einn orðinn eft- ir á hinu stóra sviði og gegn Trump. Það þurfti til svo að Obama gæti lýst yfir stuðningi við Biden. Þeir eru vissulega til sem segja það ósanngjarnt að velta sér nú upp úr getuleysi og aumingjadómi forsetans, sem stafi frá aldri og hrörnun. Það seinna geti hent alla menn, eins og önnur líkamleg eða and- leg veikindi, og ætti að kalla á samkennd en ekki fordæmingu. Það er mikið rétt. En sú sanngjarna afsökun nær samt stutt þegar skoðað er hverjir áttu í hlut og hvaða hagsmunir voru undir. Þjóðarhagsmunir viku Demókrataflokkurinn, og er þá átt við ráðandi öfl í flokknum og um leið þá öflugu fjölmiðla sem hafa lengi sýnt að þeir ýta öllum gildum til hliðar þegar flokksleg sjónarmið eru annars vegar. Það var „hið kalda mat“ að flokkurinn sá taldi sig geta komist upp með það, að ná stórgölluðu forsetaefninu, sem þeir sátu uppi með, í gegnum kosningar í skjóli þeirrar risaafsökunar sem kórónuveiran var. Þeim tókst einnig að breyta framkvæmd kosninga í mikilvægum kjördæmum landsins, með vísun í veiruna, sem hvergi hefði verið hægt að komast upp með austan Atlantshafs. Mikið hefur verið gantast með að flokknum tókst að halda frambjóðandanum niðri í kjallara í Dela- ware lungann af kosningabaráttunni. Þrátt fyrir nokkur óþægileg slys, þar sem frambjóðandinn þurfti að spyrja hjálparkokka sína, svo aðrir heyrðu, í hvaða ríki landsins hann væri staddur þá stundina. Hann tilkynnti oftar en einu sinni á fjölmennum fundum að hann væri í framboði til öldungadeildar þingsins, eins og öllum væri kunnugt. En best heppnaðist að þeirra mati að búa til kosn- ingar sem snerust um að vera með eða á móti Don- ald Trump og Joe Biden var að sjálfsögðu ekkert innlegg í þá spurningu! Og toppurinn á þeim gjörn- ingi var að láta stóru spurninguna snúast um það, hvort Trump bæri ekki örugglega alla ábyrgð á Kóvíd og öllu því sem fylgdi fárinu um gjörvalla heimsbyggðina. Og kirsuberið á kosningatertuna var svo það, að ná að draga það í örfáa daga fram yfir kjördag að tilkynna að „bóluefni sem gerbreytti stöðunni til batnaðar væri nú loks tilbúið!“ Og sjálfsagt gætu andsvörin meðal annars verið þau, að í ýmsum efnum hafi Donald Trump forseti sjálfur reynst stærsta hjálparhella demókrata í þessum málatilbúnaði öllum. Styttist í næsta skref áætlunarinnar? Almennt er talið vestra að hluti af hernaðaráætl- uninni hljóti að vera sá, að láta Kamölu Harris vara- forseta taka við af Biden áður en of langur tími líður frá. Harris gekk mjög illa í persónulegri baráttu sinni í prófkjöri demókrata og komst aldrei yfir 7% stuðn- ing þar og hefur ekki, svo séð verði, styrkt stöðu sína það sem af er í embættinu. Fjölmiðlarnir, sem slógu skjaldborg um þessa áætlun demókrata, NYT, Washington Post og í póli- tísku bandalagi allra helstu sjónvarpsstöðva, að Fox frátalinni, hafa gætt sín betur, en gott hefur verið að frétta helst ekkert af vandræðagangi forsetans og sífjölgandi merkjum um að mál séu í miklu ólagi. Það „fór framhjá“ flestum miðlum að forsetinn steyptist þrisvar á höfuðið á leið upp stiga á leið inn í forsetavélina! Cuomo-heilkennið? En nú gerist það skyndilega, eftir Afganistan- hneykslið, þegar þessir fjölmiðlar sjá ekki raunveru- legt hald í að klína ruglinu á Trump, að glittir loks í merki um að þeir telji sig ekki lengur ráða við dag- lega veikleika, sem hrúgast upp eins og snjór í flóði, um persónu forsetans. Minnir þetta óneitanlega á viðbrögð sömu aðila varðandi Cuomo ríkisstjóra í New York-ríki, sem var í þeirra augum, þar til fyrir fáum mánuðum, goðum líkastur í veiruslagnum. Umræða um fræga ákvörðun ríkisstjórans að láta flytja sýkta veirusjúklinga inn á hjúkrunarheimili og önnunarstofnanir aldraðra náði aldrei yfirborðinu. En því hefur verið haldið fram að sú fráleita ákvörð- un hafi stuðlað að dauða 15.000 þúsund manna. En jafnvel það dugði ekki til. En þegar annað alvöru- mál, eins og það, að ríkisstjórinn sætti ásökunum frá 11 konum, og að fleiri ásakanir væru væntanlegar um ósæmilega framgöngu hans í þeirra garð, þá skyndilega snerust fjölmiðlarnir og allir helstu for- ystumenn demókrata, frá Biden og niður úr, gegn hinum dáða ríkisstjóra og draumaprinsi flokksins. Það þótti reyndar dálítið eftirtektarvert að Biden lét handlangara sína blanda sér í þetta mál gegn „vini sínum, sem honum þætti svo vænt um“, því Joe Biden hefur sjálfur í áratugi setið undir ásökunum um næsta sérkennilega háttsemi í garð kvenna, sem nú orðið má sjá mörg dæmi um „á netinu“. Biden forseti hefur ekki gefið blaðamönnum neitt færi á að spyrja sig út úr um seinustu atburði. Þeg- Glæfralegt spil, ónýtur spilari ’ Og það hrópaði svo framan í hvern mann að Barack Obama neitaði að lýsa yfir stuðningi við Biden varaforseta sinn allt þar til hann var einn orðinn eftir á hinu stóra sviði og gegn Trump. Það þurfti til svo að Obama gæti lýst yfir stuðningi við Biden. Reykjavíkurbréf20.08.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.