Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Blaðsíða 19
22.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Mæðgurnar Irene og hin tólf ára gamla Iskra eru frá Kró- atíu og hafa verið á landinu í tvo daga. Fjölskyldufaðirinn er með í för en hafði brugðið sér frá. „Við ætlum að vera í Reykjavík þar til á morgun en þá tökum við bíl og keyrum út á land. Reyndar þurfum við að bíða eftir töskunum, en farangurinn skilaði sér ekki þannig að ég þurfti að kaupa nokkrar flíkur,“ segir Irene og hlær. „Mér skilst að við fáum töskurnar í dag,“ segir hún. Fyrsta ferð í tvö ár Íslandsferðin er fyrsta ferð þeirra til Íslands og eru þær al- sælar með veðrið. „Það er frekar kalt hér en heima er núna 35 stiga hiti þannig að þetta er fínt. Það er allt of heitt núna í Króatíu,“ segir Irene. „Við hlökkuðum mikið til að koma af því að við erum vön að ferðast mikið, en þetta er fyrsta ferðin okkar í næstum tvö ár. Við ætlum að keyra meðfram suðurströndinni að Jökulsárlóni, en fyrst Gullna hringinn,“ segir Irene og seg- ir þau vera að njóta þess að smakka íslenska matinn. „Í gær fengum við plokkfisk og í kvöld ætlum við að borða niðri við höfn.“ Hvernig finnst þér á Íslandi Iskra? „Það er mjög fallegt hér,“ segir hún og brosir. KRÓATÍA Iskra og Irene frá Króatíu eru sælar með veðrið. Töskulausar en alsælar Radka og Zdenek eru par frá Tékklandi og hafa þau verið í tvær vikur á landinu. „Þetta hefur verið frábær ferð en við förum heim í dag. Við keyrðum um allt land í átta daga og fórum meðal annars á Vestfirði. Við gengum mikið, bæði styttri og lengri gönguferðir. Við gengum til að mynda Laugaveginn,“ segir Radka. „Við vorum fjóra daga að ganga Laugaveginn og vorum með allt dótið okkar á bakinu og sváfum í tjaldi. Við erum vant göngufólk en þar sem við erum að eldast var þetta alveg erfitt,“ segir Radka og hlær. Ekki nógu rík „Við höfum ferðast aðeins þrátt fyrir Covid, en þetta er fyrsta ferð okkar til Íslands. Við höfum ekki getað komið áður þar sem við erum ekki nógu rík. Hér er allt mjög dýrt fyrir okkur. Nú erum við nógu rík til að koma og sofa hér í tjaldi,“ segir hún og hlær. „Það hefur ekki verið kalt; ég held að við séum heppin. Sérðu andlitið á mér, ég held að ég sé sól- brennd. Ég kom með allt nema sólarvörn til Íslands! Við höfum fengið sól alla daga nema í dag,“ segir hún. „Við leituðum daglega að heitum hverum. Það var mitt plan,“ segir Zdenek og kona hans Radka hlær. „Við þurfum að koma aftur því við náðum ekki að sjá Austfirði,“ segir hún. „Eftir tvö ár viljum við fara í heimsreisu og þá komum við aftur, ef það verður ekki Covid,“ segir Zdenek. TÉKKLAND Radka og Zdenek gengu Laugaveginn og sváfu í tjaldi. Gleymdi sólarvörn! Vinirnir Luigi, Kenny og Don sem eru ánægðir að losna úr hitanum í Texas. „Við erum hér saman nokkrir vinir, tveir frá Dallas í Texas og einn frá San Diego. Það hefur verið draum- ur minn alla ævi að koma hingað og sjá landslagið og lífið hér,“ segir Luigi. „Og ég átti afmæli í gær, varð 39 ára. Ég verð að segja sannleikann,“ segir Kenny og hlær. „Við komum hingað fyrir helgi og höfum gengið á regnbogagötunni og vorum nú að koma úr skipulögðum matartúr. Við fengum fisk en fannst hann ekki góður. Lambið var fínt og pulsurnar voru góðar,“ segir Luigi sem segist ekki viss um hvort hann leggi í að smakka hákarl. Vinirnir ætla að vera á Íslandi í viku í viðbót, en Íslandsferðin er sú fyrsta hjá þeim og eru þeir alsælir. „Hitinn núna í Dallas er vel yfir fjörtíu stigum. Þannig að hitastigið hér nær ekki helmingnum af því. Það er frábært,“ segir Don. Enginn hér með læti Talið berst að veirunni og segja þeir félagar ástandið skelfilegt í Dallas. „Ég sá frétt í morgun og þar sagði borgarstjórinn að það væri ekkert pláss lengur á barnagjör- gæsludeildinni. Þetta er mjög al- varlegt ástand,“ segir Don. „Já, þetta er mjög sorglegt. Við erum allir bólusettir og gerðum allt sem við áttum að gera til að geta komið hingað. Meira að segja fórum við í sjálfskipaða sóttkví í nokkra daga áður en við komum, bara til ör- yggis,“ segir Kenny. „Því miður eru ekki allir í Texas sem hugsa eins og við,“ segir Don. „Okkur líður vel hér og hér sér maður engan vera með uppsteyt eða læti yfir því að þurfa kannski að setja upp grímu. Við sjáum það oft í Texas. Ég hef ekki séð slíka sjálfs- elsku hér,“ segir Don. Félagarnir hafa leigt bíl og ætla að halda út á land eftir nokkra daga í borginni. „Við ætlum svo sannarlega að sjá eldgosið. Við ætlum Gullna hringinn og svo ætlum við að keyra meðfram suðurströndinni, framhjá Hellu og að Vík. Og við hlökkum mikið til að sjá suðurströndina. Ég hef séð mikið af tónlistarmyndböndum sem voru tekin á þeim slóðum, en tónlistaráhugi minn er kannski ástæða þess að ég kom hingað. Ég er alinn upp með tónlist Bjarkar og Sigur Rósar,“ segir Luigi. BANDARÍKIN Tónlistarmyndbönd kveiktu áhugann VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN VIÐ SENDUM FRÍTT NÝTT FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELRÚM SERTA OCEAN SPLENDID – STILLANLEGT Nú á kynningarverði með 20% afslætti. Splendid Royal heilsudýnan frá Serta er fimm svæða skipt pokagorma dýna þar sem hreyfingar þínar trufla ekki rekkjunaut þinn. Góður stuðn- ingur er við bakið en mýkra gormakerfi er við axlir og mjaðmasvæðið. Þannig liggur þú alltaf með beina hryggsúlu og nærð hámarks hvíld. Hægt er að sérsníða rúmið að þínum þörfum, velja um 3 mismunandi stífleika sem og fjórar mismunandi topp dýnur. Áklæðið utan um dýn- una er mjúkt og slitsterkt áklæði, ofnæmisfrítt og andar vel.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.