Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021
BYGGINGARLIST
GÓÐAR
FRÉTTIR
FYRIR
MELTINGUNA
N
eues Nationalgalerie er eitt
af þeim húsum, sem setja
svip sinn á Berlín. Safnið
stendur skammt frá Berlínarfíl-
harmoníunni og bókasafninu og er
eftir einn helsta arkitekt liðinnar
aldar, Ludwig Mies van der Rohe.
Þegar það var reist stóð það skammt
frá Berlínarmúrnum sem risti borg-
ina í tvennt.
Safnið hefur verið lokað undan-
farin sex ár, en í dag, sunnudag,
verður það opnað á ný eftir miklar
endurbætur og viðgerðir, sem kost-
að hafa 140 milljónir evra (rúma 20
milljarða króna) og miðuðu að því að
gera safnið eins upprunalegt og unnt
væri.
Lokið var við að reisa safnið árið
1968. Mies van der Rohe var kominn
á áttræðisaldur þegar hann fékk
verkefnið í hendur og var þá þegar í
miklum metum. Hann lést árið eftir
og reyndist safnið hans síðasta verk.
Mies van der Rohe lærði í upphafi
múrverk og varð svo teiknari á arki-
tektastofum. Hann nam aldrei arki-
tektúr en hæfileikar hans leyndu sér
ekki og brátt fór hann að fá eigin
verkefni. Árið 1938 flúði hann
Þýskaland nasismans þar sem farið
var að þrengja að honum og hann
gat ekki unnið að vild og fór til
Bandaríkjanna, nánar tiltekið Chi-
cago. Hann kunni enga ensku þegar
hann fór, en átti eftir að láta mikið
Neue Nationalgalerie er einstök bygging. Við blasa glerveggir og burðarvirki úr stáli og þakið virðist fljóta ofan á húsinu.
Úti stendur „Bogmaðurinn“ eftir breska myndhöggvarann Henry Moore og hefur gert það síðan safnið var fyrst opnað.
Kennileiti opnað á ný
Neue Nationalgalerie er eitt af helstu kennileitum Berlínar. Húsið er eftir
einn fremsta og áhrifamesta arkitekt 20. aldarinnar, Ludwig Mies van der
Rohe, og verður nú opnað að nýju eftir að hafa verið lokað í sex ár.
Karl Blöndal kbl@mbl.is