Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Side 22
Bláberjatíminn
fer í hönd!
Nú fer sumri að halla og þá er tími berjamós. Bláberin ljúfu
eru góð ein og sér en enginn slær hendinni á móti bláberja-
böku, bláberjamúffum eða bláberjapönnsum!
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021
MATUR
frá
r, greiningar eira.
sa
5 msk. ósaltað smjör, má
vera kalt
½ bolli sykur
rifinn börkur af ½ sítrónu
¾ bolli hreint jógurt eða
sýrður rjómi
1 stórt egg
1½ tsk. lyftiduft
¼ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
1½ bolli hveiti
1½ bolli bláber, fersk eða
frosin
3 msk. hrásykur (turbi-
nado)
Hitið ofninn í 190°C.
Setjið bollapappír í hólf-
in á bakka með pláss fyr-
ir níu bollakökur, eða
smyrjið hólfin með
smjöri.
Bræðið smjör í skál og
hrærið sykur, sítrónu-
börk, jógurt og egg sam-
an við þar til deigið er
slétt. Setjið þá lyftiduft,
matarsóda og salt og
hrærið saman við og því
næst hveiti og berjunum.
Deigið á að vera mjög
þykkt. Skóflið deiginu í
hólfin og dreifið smá
sykri yfir hverja múffu.
Bakið í 25-30 mínútur,
eða þar til múffurnar eru
gullinbrúnar og tann-
stöngull sem stungið er í
múffu kemur út hreinn.
Kælið í 10 mínútur.
Bláberjamúffur
Þessar gómsætu
pönnukökur eru
glútenlausar.
5 dl Finax fínt mjöl
4 msk. brætt smjör
1 tsk. vínsteinslyftiduft
salt á hnífsoddi
2 tsk. góð vanilla (van-
illa extract eða van-
illusykur)
2 dl mjólk
1½ dl AB mjólk (eða
önnur hrein súrmjólk)
1–2 msk. sykur
2–3 dl bláber (fersk
eða frosin)
Sigtið saman hveiti,
lyftiduft og salt.
Bræðið smjör,
leggið til hliðar og
kælið.
Pískið eitt egg og
mjólk saman.
Næsta skref er að
blanda öllum hráefn-
um vel saman í skál
með sleif. Bætið blá-
berjum saman við
deigið í lokin með
sleif.
Leyfið deiginu að
standa í 30–60 mín-
útur áður en þið-
steikið pönnukök-
urnar.
Hitið smjör á
pönnukökupönnu og
steikið pönnukök-
urnar í ca mínútu eða
tvær á hvorri hlið.
Þær eru tilbúnar þeg-
ar þær eru gull-
inbrúnar.
Berið pönnukök-
urnar fram með ljúf-
fengu sírópi og fersk-
um berjum.
Frá evalaufeykjaran.is.
Bláberjapönnukökur
100 g smjör
1½ b kókosmjöl
1½ dl hveiti
1 dl sykur
1⁄3 tsk. salt
3-4 dl bláber
1 tsk. sykur til að setja
yfir fyrir bakstur
Bræðið smjörið í
potti, bætið öllu
nema berjunum sam-
an við. Þrýstið hluta
deigsins inn í eldfast
mót (líka aðeins upp
á barmana). Setjið
bláberin yfir deigið.
Dreifið restinni af
deiginu yfir berin,
stráið sykri yfir Bakið
við 200°C í 20 mín-
útur. Berið fram með
þeyttum rjóma eða
ís.
Frá alberteldar.com.
Bláberjabaka