Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Page 29
burðum var því troðið á sama tímabilið til að klára þær keppnir sem átti eftir að klára. Fólk hafði einfaldlega ekki tíma til að horfa á alla þessa viðburði á svo skömmu tímabili. Gögnin renna stoðum undir þessa kenningu enda var heildaríþróttaáhorf í fyrrahaust svipað og það hafði verið árið áð- ur. Meira liggur þó að baki eins og sást kannski best á því að Ofur- skálin, einn vinsælasti íþrótta- viðburður hvers árs í heiminum og sá vinsælasti í Bandaríkjunum, fékk sitt minnsta áhorf í 14 ár í byrjun febrúar. Ein kenningin er sú að íþróttir snúist um félagslega tengingu áhorfenda, ekki einungis íþróttina sjálfa. Þegar fólk gat ekki hist í jafnmiklum mæli og áð- ur dó umræðan í kringum íþrótt- irnar að einhverju leyti. Því var ekki eins spennandi að horfa og þegar fólk hittist í vinnunni eða á förnum vegi og ræddi leiki helg- arinnar eða næstu daga. Það sama má segja um tómar stúkur sem voru áberandi á íþróttaviðburðum í vetur og á Ólympíuleikunum í Tókýó. Fólki virðist ekki finnast eins skemmti- legt að fylgjast með íþróttum þeg- ar fáir áhorfendur sjást. Að hlusta á áhorfendur æpa og kalla á upp- töku og sjá stúkuna tóma meðan á leik stendur er ekki sama upplifun og áður var. Skoða heldur fréttir Það er þó ekki gefið að þegar kór- ónuveiran er á bak og burt taki sjónvarpsáhorfið við sér. Áhorf- endur hafa í miklum mæli fært sig frá línulegri dagskrá yfir á streymisveitur eins og Netflix og Disney+. Fáar þeirra bjóða upp á íþróttir í beinni útsendingu og hefur sjónvarpsáhorf almennings breyst í takt við það og hafa nú sjónvarpsþættir og kvikmyndir meira vægi en áður. Í kjölfar faraldursins hafa margir tekið upp lífsstíl sem er sveigjanlegri en sá sem fyrir var. Fólk vill geta horft á sjónvarp þegar það vill en íþróttaviðburðir fara eðli málsins samkvæmt fram á fyrirfram ákveðnum tíma. Óvíst er hvort fólk muni snúa aftur til þess tíma er vinnu- og frístund- artími var í fastari skorðum. Þá er fólk farið að eyða meiri tíma í að lesa og horfa á fréttir á netinu, í Bandaríkjunum að minnsta kosti. Það gæti verið fyrir tilstilli kórónuveirunnar, sem stanslaus fréttaflutningur er af, og því fjaðrafoki sem kosningar til Bandaríkjaforseta ollu í vetur. Tímaeyðsla fyrir þau yngri Eftir að hafa verið í miklum vexti lengi hefur áhugi almennings á íþróttum náð stöðugleika síðustu árin, jafnvel dalað. Áhorf á ensku deildina í knattspyrnu karla hefur til að mynda minnkað lítilega síð- an árið 2012. Ýmsu gæti verið um að kenna en meðalaldur þeirra sem horfa á íþróttir segir ákveðna sögu. Í öll- um stóru íþróttum Bandaríkjanna nema tennis hækkaði meðalaldur áhorfenda frá árinu 2000 til 2016. Í NHL-deildinni fór hann úr 33 árum í 49 á þessum 16 árum. Í NFL-deildinni hækkaði hann um 6 ár. Z-kynslóðin (fólk fætt 1996 og seinna) hefur einfaldlega ekki jafn mikinn áhuga á því að sitja fyrir framan sjónvarpið í nokkra tíma og horfa á íþróttir og fyrri kyn- slóðir. Þeim finnst tíma sínum bet- ur varið í eitthvað annað. Tíminn fer þá í samfélagsmiðla eða streymisveitur. Þá er spurning hvort þessi kynslóð sjái einfald- lega ekki tilganginn í að horfa á milljónamæringa keppa í íþróttum og horfa á útsendingar þar sem jafnvel er auglýst í miðri keppni. Íþróttir eru þó enn vinsælustu sjónvarpsútsendingar sem fram fara og gífurlegar fjárhæðir í húfi fyrir sjónvarpsstöðvar, auglýs- endur og aðra hagsmunaaðila. Íþróttir hafa farið að sækja inn á samfélagsmiðla þar sem ungt fólk er líklegra til að fylgjast með íþróttum í formi stuttra mynd- banda frá viðburðum. Spurningin er þó hvað slíkur raunveruleiki muni þýða fyrir íþróttir í framtíð- inni. Allt gert klárt fyrir útsendingu frá Ólympíuleikunum í Tókýó en á þeim var áhorfið það minnsta síðan 1988. AFP 22.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Fyrir líkama og sál L augarnar í Reykjaví k w w wsýnumhvert öðru tillitssemi KVIKMYNDIR Margir kvikmynda- unnendur hafa beðið lengi eftir því að gerð yrði framhaldsmynd kvik- myndarinnar District 9 sem til- nefnd var til Óskarsverðlauna eftir að hún kom út árið 2009. Úr því verður en leikstjóri upprunalegu myndarinnar, Neill Blomkamp, mun einnig leikstýra þeirri nýju sem mun heita District 10. Hann segist í viðtali THR ætla að reyna að halda í stemningu District 9 og eyða ekki óþarfa fjármagni í fram- leiðslu framhaldsmyndarinnar. Ekki óþarfa eyðsla Blomkamp ætlar ekki fram úr sér. AFP BÓKSALA 11.-17. ÁGÚST Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Inquiry into Life Sylvia Mader 2 Fimmtudags- morðklúbburinn Richard Osman 3 Sådan siger man Hafdís Ingvarsdóttir /Kirsten Friðriksdóttir 4 Enskar málfræðiæfingar B Barbro Carlsson/Lena Sjöholm 5 Stærðfræði 1 Gísli Bachman /Helga Björnsdóttir 6 Hvað veistu um Ísland? Gauti Eiríksson 7 Iceland in a Bag 8 Hún á afmæli í dag Anders Roslund 9 Bréfið Kathryn Hughes 10 Listin að vera fokk sama Mark Manson 1 Palli Playstation Gunnar Helgason 2 Bekkurinn minn 3 – lús! Yrsa Þöll/Iðunn Arna 3 Kettlingur kallaður Tígur Holly Webb 4 Depill í leikskólanum Eric Hill 5 Múmínsnáðinn og Jónsmessuráðgátan Tove Jansson 6 Depill heimsækir afa og ömmu Eric Hill 7 Risasyrpa Rokkstjörnur 8 Snuðra og Tuðra fara í útilegu Iðunn Steinsdóttir/Lóa Hlín 9 Lyftimyndir – farartæki 10 Litum - sveitin Hannah Mitchell Allar bækur Barnabækur Áhugi minn á bókum vaknaði fyr- ir alvöru í tíunda bekk. Áður fyrr las ég bara það sem ég þurfti að lesa og hafði enga ánægju af því (kannski ekki svo skrýtið þar sem krakkar og ung- lingar geta alltaf fundið sér eitthvað annað til að gera en að lesa nú til dags). Svo allt í einu birtist hún, Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur. Allt við hana var fullkomið. Sögusvið- ið, persónurnar, söguþráðurinn og margt fleira. Bókin er um stelpu sem er kölluð Kría, hún flytur frá Akureyri til Reykjavíkur eftir hræðilegan atburð og byrjar í Menntaskólanum í Reykjavík. Fljótlega eftir að hún byrjar í skólanum kynnist hún stelpu sem heitir Elísabet og rannsaka þær tvær saman 79 ára gamalt mál sem tengist fjölskyldu Elísabetar. Ég veit ekki alveg hvað það er sem heillar mig svona mikið við þessa bók, hvort það sé mennta- skólalífið hjá Kríu, af því að ég var í tíunda bekk þegar ég las hana og spenningurinn fyrir mennta- skóla var í hámarki, eða smáat- riðin á milli stóru atriðanna sem gjörsamlega eru lykillinn að bók- inni. Mér hefur alltaf fundist mikil teng- ing milli bóka og kvikmynda. Það mikil að þegar ég les bók hugsa ég nánast alltaf hvern- ig þetta gæti orðið að kvikmynd eða sjónvarpsþáttum. Ég veit að ég er ekki sú eina sem hugsar svona því það hafi margir búið til kvik- myndir eftir bókum, svo dæmi sé tekið Litlar konur (Little women) sem vill svo til að ég hef lesið. Rithöfundur bókarinnar er Louisa May Alcott sem var mikill fem- ínisti á sínum tíma. Litlar konur fjallar um fátæka fjölskyldu sem var uppi á sama tíma og banda- ríska borgarastríðið geisaði á nítjándu öld. Í fjölskyldunni voru fjórar systur sem gera allt til að halda lífi í fjölskyldunni á meðan faðir þeirra berst í hernum. Það sem mér finnst svo fallegt við þessa bók er að þrátt fyrir erfið- leika fjölskyldunnar fjárhagslega séð þá reyndu þau alltaf að halda hamingjunni í hversdagsleikanum með því að vera til staðar fyrir hvert annað. Hver jól fæ ég oftast nokkrar bækur í jólagjöf frá ættingjum og vin- um. Ein af jólabók- um síðustu jóla var Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur. Sú er sannkölluð æv- intýrabók um hvað leynist í undirdjúpunum á strönd- um Íslands og hvort sextán ára mennsk stelpa hafi þann mátt sem þarf til að bjarga öllu lífinu í hafinu frá tortímingu. Ég veit að það er sagt að maður megi aldrei dæma bók út frá kápunni en kápa bókarinnar fannst mér mjög flott. Ég er ekki sú eina því það fyrsta sem vinkona mín gerði þegar ég sýndi henni hvaða bækur ég fékk í jólagjöf var að hún benti á umtöl- uðu kápuna og sagði ,,Vá, þessi er geðveikt flott!‘‘. THELMA RÚN ER AÐ LESA Allt fullkomið við Ljónið Thelma Rún Halldórsdóttir er nýnemi við Kvennaskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.