Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021
08.00 Uppskriftir fyrir svanga
birni
08.02 Laugardagsklúbburinn
08.05 Rita og krókódíll
08.10 Regnbogasögur
08.12 Ég er fiskur
08.15 Veira vertu blessuð
08.16 Örstutt ævintýri
08.18 Ást er ást
08.20 Hérinn og skjaldbakan
08.23 Lærum og leikum með
hljóðin
08.25 Litli Malabar
08.30 Blíða og Blær
08.50 Monsurnar
09.00 Tappi mús
09.10 Adda klóka
09.30 It’s Pony
09.55 K3
10.05 Angelo ræður
10.15 Lukku láki
10.40 Ævintýri Tinna
11.00 Angry Birds Toons
11.05 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
11.25 Top 20 Funniest
12.10 Nágrannar
14.00 Friends
14.20 Impractical Jokers
14.40 Bump
15.10 Cyrus vs. Cyrus Design
and Conquer
15.55 First Dates
16.50 60 Minutes
17.35 Supernanny
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Ísland í dag
19.05 Augnablik í lífi – Ragn-
ar Axelsson
19.25 Grand Designs: Aust-
ralia
20.20 The Heart Guy
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Kjarval og Dyrfjöllin
21.00 Stofutónleikar Sigur-
jóns Sveinssonar
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
20.00 Herrahornið Kl. 20.15
20.30 Mannamál
21.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta
21.30 Pólitík með Páli Magn-
ússyni
12.45 The Biggest Loser
13.30 The Biggest Loser
14.15 Bachelor in Paradise
15.05 Top Chef
16.20 The King of Queens
16.40 Everybody Loves Ray-
mond
17.05 Ný sýn
17.35 Ást
18.05 Með Loga
19.05 The Block
20.10 Best Home Cook
21.10 Law and Order: Special
Victims Unit
22.00 Yellowstone
22.45 Love Island
23.35 The Royals
00.20 Black Monday
06.55 Morgunbæn og orð
dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Söngvamál.
09.00 Fréttir.
09.05 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Hóla-
dómkirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Tengivagninn.
15.00 Örlagaþræðir.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Sumartónleikar.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gæslan.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Björn á Keldum.
20.30 Djassþáttur.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Refurinn Pablo
07.21 Hið mikla Bé
07.44 Poppý kisukló
07.55 Kátur
08.07 Stuðboltarnir
08.18 Konráð og Baldur
08.31 Hvolpasveitin
08.54 Hrúturinn Hreinn
09.01 Úmísúmí
09.24 Robbi og Skrímsli
09.46 Eldhugar – Clementine
Delait – skeggjaða
konan
09.50 Sammi brunavörður
10.00 Fjörskyldan
10.35 Sjö heimar, einn hnött-
ur – Suðurskautslandið
11.30 Okkar maður – Ómar
Ragnarsson
12.30 Líkamsvirðingarbylt-
ingin
13.00 Hamingjan býr í hæg-
lætinu
14.05 Íslendingar: Svava Jak-
obsdóttir
15.00 Mömmusoð
15.15 Hringfarinn
16.05 Það kom söngfugl að
sunnan
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Vísindahorn Ævars
18.30 Vísindin allt í kring
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Guðni á trukknum
21.00 Fjölskyldubönd
22.00 9. apríl
23.30 Ófærð
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista
Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm-
plötuframleiðenda.
„Sumir setja þetta alveg í
„calendarið“ svo þetta týn-
ist ekki, af því að það er al-
veg auðvelt að týna þessu í
öllu öðru,“ segir Kristín
Þórsdóttir kynlífsmark-
þjálfi og á þar við kynlíf og
sjálfsfróun sem hún ræddi
um í morgunþættinum Ís-
land vaknar. Í viðtalinu seg-
ist Kristín reglulega mæla
með því að fólk ákveði tímasetningar fyrir kynlífið og
segir að það geti alveg verið sexí að skipuleggja kynlíf.
Þá segir hún mikilvægt að fólk gleymi ekki sjálfu sér
sem kynveru og að það sé mikilvægt að stunda
sjálfsfróun, enda tengi það fólk sem kynverur. „Því
meira sem maður stundar kynlíf með sjálfum sér og
öðrum því meira langar mann í kynlíf,“ segir hún. Við-
talið við Kristínu má nálgast í heild sinni á K100.is.
Mikilvægt að gleyma ekki
sjálfum sér sem kynveru
Los Angeles. AFP. | Hugh Jackman
átti þátt í að festa framhaldsmynda-
flokka um ofurhetjur í sessi í kvik-
myndahúsum heimsins með leik sín-
um í „X-men“-myndunum, en hann
var fljótur að slá til þegar honum
bauðst að leika í „Reminiscence“
(Endurminningar), stórmynd, sem
hvorki er framhald né sprottin úr
þekktu verki þótt slíkar myndir teljist
til tíðinda þessa dagana.
Myndin er frá framleiðandanum
Warner Bros og var frumsýnd á
föstudag, þar á meðal hér á Íslandi.
Að baki henni eru sömu höfundar og
stóðu að sjónvarpsþáttaröðinni
„Westworld“, sem reyndar sækir í
kvikmynd frá 1973.
Nöturleg framtíð
Í „Reminiscence“ er horft fram í
fremur nöturlega framtíð. Myndin
gerist í Miami og hefur hækkun yf-
irborðs sjávar orðið til þess að göt-
urnar eru á kafi.
Allir nema hinir ríkustu lifa erfiðu
lífi á eyjum þar sem glæpir eru alls-
ráðandi og húsasundin á floti. Eini
„ofurkrafturinn“ er tækni, sem gefur
þeim, sem hafa efni á að borga, kost á
að hverfa aftur til kærra minninga frá
betri tíð í sömu gæðum og þegar þeir
upplifðu þær.
„Ég er ekki maðurinn til þess að
messa um framhaldsmyndir, ég lék
Jarfa í níu myndum! En ég held að
áhorfendur vilji eitthvað ferskt og
eitthvað nýtt,“ sagði Jackmann við
AFP.
Jackman leikur ungan vísinda-
mann, sem rekur minningamiðstöð í
hliðargötu í myndinni, sem minnir ei-
lítið á „Minority Report“. Líf hans fer
á hliðina þegar dularfull kona birtist
með ósk, sem virðist nokkuð blátt
áfram. Hún vill að hann hjálpi sér að
muna hvar hún setti lyklana sína.
Lisa Joy skrifaði handritið og leik-
stýrði myndinni. Hún var höfund-
urinn að Westworld-þáttunum ásamt
manni sínum, Johnathan Nolan. Þar
var einnig um napurlega framtíðar-
sýn að ræða.
„Þetta var áskorun og myndin hefði
ekki verið gerð án stuðnings Hughs,“
sagði Joy. „Ég er að leikstýra bíó-
mynd í fyrsta sinn og var með upp-
runalega hugmynd, sem ég vildi gera
mynd eftir og fól í sér að Miami væri
að fara á kaf. Ég held að það hafi
hjálpað mér verulega að láta skeika
að sköpuðu að Hugh skyldi stökkva til
og segja að hann hefði trú á mér.“
Nolan, eiginmaður Joy, er einn af
framleiðendum „Reminiscence“.
Hann hefur áður kannað myrkrahlið
minninganna. Nolan skrifaði hand-
ritið að „Memento“ frá árinu 2000,
spennumynd með rökkurívafi, sem
bróðir hans Christopher leikstýrði.
Það var sama ár og Jackman lék
fyrst Jarfa í myndinni „X-Men“, en sú
mynd þykir marka upphafið að ofur-
hetjuskeiðinu, sem nú ríkir í Holly-
wood og hefur getið af sér gríðarlega
vinsælar myndir á borð við „Aveng-
ers: Endgame“, sem slegið hafa að-
sóknarmet.
Tekjurnar af myndunum níu um
stökkbreyttu ofurhetjurnar X-men
nema rúmum fjórum milljörðum doll-
ara um allan heim að meðtöldum
þremur myndum þar sem Jarfi á svið-
ið einn að mestu.
Jarfi mætir Bogart
„Reminiscence“ á fátt sameiginlegt
með myndunum, sem byggðar voru á
hasarblöðum Marvel. Joy hefur sagt
að söguhetjan sé „einkaspæjari hug-
ans - Jarfi mætir Humphrey Bogart“.
„Kannski aðeins fimari með hnef-
ana en Bogart nokkru sinni!“ sagði
Jackman hlæjandi um samlíkinguna
og viðurkenndi að það væri örlítill
þráður úr ofurhetjuhlutverkinu í vís-
indamanninum Nick Bannister.
Jackman leikur uppgjafahermann,
stríðshetju, sem þjáist af
áfallastreituröskun. Hann kemst í
tæri við skipulögð samtök eiturlyfja-
sala og landareigenda, sem sölsa und-
ir sig það litla þurra land, sem eftir er,
og neyðist til að grípa til eigin ráða.
„Líkt og Jarfi er hann með þetta
hrjúfa, harða yfirborð. Og líkt og hjá
Jarfa er það sprottið af sársauka eins
og alltaf,“ sagði Jackman. „Eftir því
sem yfirborðið er harðara er meira
brotið undir því.“
Myndin leitar í langa hefð Holly-
wood fyrir harðsoðnum einkaspæj-
urum á borð við Sam Spade, sem Bog-
art lék á sínum tíma. Einnig er
lauslegur innblástur sóttur í fornu
grísku goðsögnina um Orfeus sem fer
í undirheimana að sækja Evridís,
látna konu sína.
Þessi blanda af vísindaskáldskap,
áflogum og rómantík höfðaði til ástr-
alska leikarans, sem auk þess að leika
í ofurhetjumyndum er þekktur fyrir
söngleikjamyndir á borð við „Les
Miserables“ og „The Greatest
Showman“.
„Allt er nýtt fyrir mér … jafnvel
þegar ég lék Jarfa fannst mér það
nýtt og spennandi. Mér fannst alltaf
vera hægt að ná meira út úr persónu-
leikanum,“ sagði Jackman. „En þetta
fannst mér sérstaklega nýtt og
spennandi.“
Hugh Jackman fer með
aðalhlutverkið í mynd-
inni „Reminiscence“.
AFP
ÚR OFURHETJU Í HARÐSOÐINN SPÆJARA
Áhorfendur vilja
eitthvað nýtt