Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 1
Ísfell er leiðandi fyrirtæki í sölu, þjónustu
og hönnun á útgerðar-, fiskeldis- og
iðnaðarlausnum og rekur 8 þjónustu- og
framleiðslueiningar um land allt. Þjónusta
fyrirtækisins markast helst af góðu úrvali
af gæðavörum, áreiðanleika gagnvart
viðskiptavinum og frábærum hópi starfsfólks
með víðtæka þekkingu. Nánari upplýsingar er
að finna á www.isfell.is.
Umsjón með störfunum hafa Auður
Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is)
og Hildur Jóna Ragnarsdóttir
(hildur@vinnvinn.is).
Vilt þú takast á við krefjandi
verkefni í ört vaxandi iðnaði?
Ísfell leitar að liðsauka í frábæran hóp starfsfólks.
Sérfræðingur
Lausnamiðaður starfsmaður
Ísfell óskar eftir að ráða tæknimenntaðan einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum
á fiskeldissviði fyrirtækisins, bæði hér á landi og erlendis.
Starfssvið:
• Greiningar, hönnun og álagsútreikningar fyrir fiskeldiskvíar.
• Framsetning greininga og skýrslugerð.
• Aðstoð við tilboðsgerð og sölu.
• Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Tæknimenntun (iðnfræði, tæknifræði, vélfræði eða sambærileg menntun).
• Þekking á teikni- og hönnunarforritum.
• Góð greiningarhæfni og reynsla af framsetningu upplýsinga.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa í hópi.
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður.
• Samviskusemi, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Ísfell býður upp á þjálfun í hugbúnaði við álagsgreiningar.
Umsóknarfrestur
er til og með 4. janúar nk.
Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is.
Ísfell óskar eftir að ráða til sín lausnamiðaðan og agaðan einstakling í fjölbreytt starf
í þjónustustöð fyrirtækisins. Starfið heyrir undir verkstjóra netaverkstæðis.
Starfssvið:
• Þjónusta og þvottur á fiskeldisbúnaði.
• Skipulagning þjónustu í samstarfi við verkstjóra netaverkstæðis.
• Umsjón með vélbúnaði í þjónustustöð.
• Fyrirbyggjandi viðhald og almenn stýring um athafnasvæði.
• Önnur tæknileg úrlausnarefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Iðnmenntun er kostur.
• Reynsla af sambærilegum verkefnum eða haldgóð reynsla sem nýtist í starfi.
• Jákvætt viðmót, hæfni í samskiptum og geta til að starfa í hópi.
• Lausnamiðuð hugsun.
• Samviskusemi, áreiðanleiki og stundvísi.
• Almenn tölvukunnátta.
• Vinnuvélaréttindi eru kostur.
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is