Alþýðublaðið - 15.01.1920, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 15.01.1920, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ jftálgagn sannteikans 08 lanðsverzluntn. Sumir krakkar eru svo ódælir og heimskir, að sannleikurinn verður ekki inn í þá barinn með nokkru móti, hvorki með góðu né illu. Þeir hafa engin skilyrði til að geta þekt sannleikann. Morgunblaðið virðist ekki hafa þá hæfileika, enda þótt það sé nefnt „málgagn sannleikans", að minsta kosti ber það, að ritstjörninni skuli ekki vera farið að skiljast, að ein- okun sé annað en einkasala, ekki vott um að þessi hæfileiki sé þroskaður. En ritstjórarnir eru 5, og eitt- hvað verða þeir að gera, og þá er venjulega ráðið, að ráðast á lands- verzlunina eða að skrifa ritdóma. Svo verða þeir líka að gera eitt- hvað til þess að þóknast húsbænd um sínum, heildsölunum. Morgunblaðið lætur það í veðri vaka, að landsverzlunin sleppi nú kolaverzluninni í hendur kaup- manna sökum þess, að mjög erfitt sé orðið með flutning á kolum hingað til landsins, og einnig sök- um þess, að þau séu orðin dýrari. En nú segir Mgbl., að lands- verzlunin ætli samt að halda á- fram sjálf að hafa kolaverzlun. Þá hlýtur hún að sæta sömu erfið- leikum og kaupmenn. Þeir ættu því að geta selt vöruna jafnódýrt og landsverzlunin, og meira að segja ódýrara, eftir því sem þeir segja sjálfir. Ekki ætti ólesturinn og reiðileysið að vera á verzlun- inni hjá þeim, sbr. Vísi og Mgbl., málgögnum þeirra. Grrein sú, sem birtist í Mgbl. í gær, er því skrifuð eingöngu til að „vernda hagsmuni“ kaupmanna, en alls ekki til þess að bera sann- leikanum vitni. Hugsandi menn eru hættir að taka til greina það, sem Mgbl. og Vísir segja um landsverzlunina. Menn vita alment, að þau eru bæði í vasanum á kaupmanna- klíkunni. Morgunblaðið ætti heldur, að Hslá sér upp“ á því, að skrifa um fossamálið, því þar gengur ritstjór- inn þó hinn þrönga veginn, sem leiðir til lífsins. En sumir eru nú svo illgjarnir, að halda að það muni ekki fara saman með hagsmunum 1. þm. Beykvíkinga, ráðunauts fossafélags- ins ísland. En skárrra væri nú samt, ef ekkert annað væri til, að fylla blaðið með ritdómum eftir Jón Björnsson, eða „interviewunum" frægu. X Verkamannaskýli. (Niðurl.). Töluverðar umræður urðu um þetta mál í bæjarstjórn, og var það afgreitt með svo hljóðandi tillögu frá Jóni Þoiiákssyni: „Bæjarstjórn skorar á hafnar- nefnd, að gera sem fyrst tillögur um skýli til bráðabirgða fyrir verkamenn við höfnina*. (Síðari hl. till, um sjómanna- hæli einnig samþ.). Mál þetta mun fljótlega koma fyrir bæjarstjórn aftur. r / „Whitakers Almanac“ árg. 1919, stendur að Einar Arn- órsson sé forsætisráðherra og eitt með því helzta sem vér flytjum inn séu vínföng. Það má segja að Bretinn fylgist með 1 íslenzkri pólitík. Hann ætti að hafa fleiri „legáta* hér. 1 X Stærsta mótorskip ieimsins hleypur af stokkunum hjá Bur- meister & Wain i Kaupmannahöfn. í desembermánuði hljóp stærsta mótorskip heimsins „Afrika* af stokkunum hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfnn. Síðan „Selandia*, fyrsta diesel- mótorskip heimsins hljóp af stokk- unum fyrir 5—6 árum hafa Danir staðið fyrir byggingu mótorskipa og verk það, sem verkfræðingar og verkamenn Burmeister & Wains hafa unnið með byggingu stærsta nfótorskips heimsins, gefur von um að Danir standi eftirleiðis fremst hvað viðvíkur þessu atriði- „Afrika* er 445 feta löng, 60 feta breið og lestar 14000 smá- lestir. Hún verður fullbúin í önd- verðum feþrúar. Skipið er smíðað handa „0st- asiatisk Kompagni*, sem auk þess hefir pantað 6 önnur mótorskip jafnstór hjá Burmeister & Wain, og kjölurinn undir eitt þeirra er þegar fullbúinn. Um dagiim 09 Teginn. Bæjarstjórnarfundur er í dag kl. 5 í Good-Templarahúsinu. Húsaleigunefnd vill fá dýr- tíðaruppbót fyrir árið 1919. Pjár- hagsnefnd leggur til að meðlim- um hennar verði veitt 50 °/o upp- bót af launum hennar frá 1. júlí að telja. Formaður húsaleigunefnd- ar er Einar Arnórsson fyrv. pró- fessor. Málið kemur fyrir bæjar- stjórn í dag. Lesstotnrnar. Enn hefir ekkert heyrst um það, að farið sé að hugsa til þess, að koma upp les- stofum í sambandi við skólana hér í bæ, nema við Háskólann- Hvað er gert með t. d. lesstofuna í íþöku ? Hvers vegnð er hún ékki gerð dálítið vistleg og hituð upp? svo að nemendur Mentaskóians- þurfi ekki að sitja á Landsbóka- safninu, í óþökk þeirra, sem verða að hverfa frá lestrarsalnum vegna þess, að þeir og aðrir fylla sætin f Skólapiltar, takið ykkur saman, hver í sínum skóla, og krefjist þessa sjálfsagða réttar ykkar! —* Gangist sjálfir fyrir því, að þetta verði framkvæmt, eins og há- skólastúdentar gerðu. i. Titamálastjórinn hefir sótt um leyfi til þess að reisa bráðabirgða- smíðahús, 229,7 frm. að grunnfleti á lóð landssjóðs néðanvert við Klapp* arstíg, og á lóðarmörkum á tvo vegu. Mál þetta kom fyrir bygg' inganefnd bæjarins 10. jan. og vildi nefndin ekki mæla með pví að undanþága verði veitt. Málið kemur fyrir bæjarstjórn í dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.