Víkurfréttir - 18.08.2021, Blaðsíða 8
„Það er meira um skemmtiferðaskip í ár en hingað til,“ segir Halldór Karl Hermannsson,
hafnarstjóri Reykjaneshafnar, í samtali við Víkurfréttir. Í byrjun vikunnar lagðist skipið National
Geographic Explorer að bryggju í Keflavík og aðeins eru nokkrir dagar síðan annað skip frá
National Geographic hafði viðkomu í Keflavík á ferðalagi sínu hér við land. Í júlí mátti svo sjá
enn stærra skip á ytri höfninni.
Reykjaneshöfn hefur verið í
markaðsátaki til að vekja athygli á
þeirri aðstöðu sem er í boði í höfnum
Reykjaneshafnar þar sem bent er á
nálægðina við Keflavíkurflugvöll og
þá möguleika sem felast í því fyrir
skipafélögin, hvort sem er í farþega-
skiptum eða áhafnaskiptum.
„Við höfum verið að benda á þann
möguleika og menn eru núna að átta
sig á tengingunni við flugvöllinn, að
þeir leggja eiginlega við hliðina á
flugbrautinni.“
Hentugra og ódýrara
Skipin frá National Geographic
höfðu ekki bókað komur sínar fyrir
sumarið, heldur hafa heimsóknir
þeirra verið tilfallandi. „Mönnum
finnst hentugra og ódýrara að koma
hingað heldur en að leggja að í Hafn-
arfirði eða Reykjavík,“ segir Halldór
Karl.
National Geographic Explorer
hafði legið á ytri höfninni í Keflavík
í nokkra sólarhringa áður en skipið
kom loks til hafnar í Keflavík á
mánudagsmorgun. Gera þurfti
minniháttar lagfæringar á jafn-
vægisuggum skipsins áður en það
fer í úthafið og leggur upp í langferð.
Þar er nefnilega ekkert smá ferðalag
framundan hjá skipinu. Það heldur í
kjölfar kríunnar frá Keflavík og næsti
áfangastaður er Suðurskautslandið.
Úr þúsundum tonna
í þrjá fiska
Það er mikil breyting á lífinu við
Keflavíkurhöfn þetta sumarið og
haustið. Síðasta áratuginn hafa
makrílbátar verið áberandi og mak-
rílnum jafnvel mokað upp innan
hafnarinnar. Ævintýrið hófst 2011
en frá árinu 2016 hafa veiðar á
makríl dregist mikið saman. Það ár
var 5.500 tonnum af makríl landað
í Keflavík, tonnin voru 1.300 árið
2019 en aðeins 400 kíló í fyrra. Í ár
hafa komið þrír makrílar á hafnar-
vogina í Keflavík, enda enginn bátur
útbúinn til veiða. Veiðimenn hafa
þó sést á bryggjunni í Keflavík með
stangir á lofti og fengið eitthvað af
makríl.
„Við höfum mikið af erlendum
íbúum hér í Reykjanesbæ og það
er þekkt í menningu þeirra að fara
niður á bryggju og veiða sér til matar,
þó svo við Íslendingar kunnum þetta
ekki. Það er gaman að sjá fólk koma
hingað niður á bryggju og taka
út stóla og nesti og gera úr þessu
skemmtilega samveru við veiði-
skapinn,“ segir hafnarstjórinn.
Flestir eru veiðimennirnir á aðal
hafnargarðinum við veiðar. Þegar
þurfti að loka honum á mánudag
vegna skemmtiferðaskipsins þá
færðu veiðimennirnir sig yfir á
aðrar bryggjur hafnarinnar en þar
er reyndar ekki eins góð veiði. Ætið
virðist meira við stærstu bryggjuna.
Rísandi sól í Helguvík
Skipakomum olíuskipa til Helgu-
víkurhafnar snarfækkaði í fyrra frá
árinu áður. Aðeins komu þrjú olíu-
skip þangað á síðasta ári miðað við
ellefu skip árið áður. „Við vitum að
það er aðeins farið að ganga á birgðir
þannig að olíuskipin eru farin að láta
sjá sig aftur. Heildar skipakomur til
Helguvíkurhafnar í fyrra voru 22 á
móti 33 árið 2019. Við stefnum í að
nálgast 30 skipakomur þangað í ár,
þannig að það er aukning í öðrum
skipum en olíuskipum.“
Aukning hefur verið í innflutningi
á sementi um Helguvíkurhöfn en nú
eru að koma þangað stærri skip með
sementsfarma en áður með allt að
tvöfalt magn í hverri ferð miðað við
árin á undan.
„Við fundum lægð á síðasta ári í
skipakomum til Helguvíkur en núna
er þar rísandi sól í þeim málum,“
segir Halldór Karl.
Unnið í skipulagsmálum
vegna skipaþjónustuklasa
Nú er unnið að undirbúningi fyrir
hafnarframkvæmdir í Njarðvík
vegna skipaþjónustuklasa sem þar
mun rísa í tengslum við Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur. Skipulagsmál eru í
vinnslu núna og þær tillögur koma
fram á næstu dögum. „Þegar þær
tillögur eru komnar fram geta menn
haldið áfram með þá vinnu sem talað
hefur verið um“.
Engin stóriðja í Helguvík
Fyrir liggur að engin stóriðja rís í
Helguvík á næstu árum en hafnar-
stjórinn á samt von á uppbyggingu
þar til framtíðar sem mun skapa
tekjur í hafnarsjóð. Einnig að vöru-
flutningar um höfnina aukist að nýju
sem skilar vörugjöldum til hafnar-
innar.
- Enginn makríll í ár og skipulag vegna skipaþjónustuklasa að verða klárt
National Geographic Explorer leggst að bryggju í Keflavík á mánudagsmorgun. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson
SKEMMTIFERÐASKIP SÆKJA ÞJÓNUSTU TIL KEFLAVÍKURHAFNAR
Frá Keflavík í kjölfar kríunnar
til Suðurskautslandsins
Halldór Karl Hermannsson
hafnarstjóri Reykjaneshafnar.
Makrílveiðar við Keflavík árið 2015.
Aðeins komu
þrjú olíuskip til
Helguvíkurhafnar
á síðasta ári.
Þeim fer núna
aftur fjölgandi. Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9 8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR