Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.08.2021, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 18.08.2021, Blaðsíða 9
Borgarplast ehf., sem fagnar 50 ára afmæli sínu á árinu, er iðnfyrirtæki sem starfrækir frauðverksmiðju á Ásbrú og rekur auk þess hverfisteypu í Mosfellsbæ sem framleiðir fiskiker, fráveitulausnir og ýmsar aðrar vörur. Stærstu viðskipta- vinir félagsins eru sjávarútvegsfyrirtæki, fiskeldisfyrirtæki og verktakar. Kröfur um menntun og reynslu • Menntun á sviði vélfræði eða sambærilegra greina • Mikil reynsla af framleiðslu og viðhaldi vélabúnaðar sem nýtist í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking á Microsoft Dynamics NAV er kostur Við leitum að öflugum starfsmanni til að taka við stöðu verksmiðjustjóra í frauðverksmiðju Borgarplasts á Ásbrú sem endurnýjuð var árið 2018. Framundan er frekari uppbygging og aukin sjálfvirknivæðing á verksmiðjunni. Verksmiðjustjóri heyrir undir framleiðslustjóra. Helstu verkefni • Skipulagning á framleiðslu í takt við sölu og áherslu framleiðslustjóra • Yfirumsjón með viðhaldi allra véla og tækja sem notuð eru í framleiðslunni – Daglegt viðhald véla, mótaskipti og ýmislegt fleira – Innleiðing á fyrirbyggjandi viðhaldi fyrir verksmiðjuna – Samskipti við birgja og þjónustuaðila í tengslum við viðhald á verksmiðjunni • Verkstjórn starfsmanna sem vinna í verksmiðjunni, skipulag vakta og vinnutíma • Formaður öryggisnefndar og innleiðing á stefnu Borgarplasts í öryggismálum • Greining á mögulegri hagræðingu í verksmiðju og innleiðing slíkra verkefna í samvinnu við framleiðslustjóra • Fylgjast með stöðu hráefna og mat á innkaupaþörf í samstarfi við framleiðslustjóra • Viðhald á uppskriftum fyrir frauðvörur og uppfærsla þeirra í framleiðslukerfi félagsins • Reglubundnar birgðatalningar á hráefnum og samvinna við afgreiðslustjóra um aðrar birgðatalningar • Tryggja að allar skráningar í samræmi við gæðakerfi félagsins séu framkvæmdar • Þétt samstarf og stuðningur við afgreiðslustjóra • Stuðningur við sölu og vöruþróun á frauðvörum fyrir viðskiptavini félagsins • Yfirumsjón með fasteign félagsins að Grænásbraut 501 Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá skal senda í gegnum starfsauglýsingu Borgarplasts á vefsíðunni alfred.is. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 2021. VERKSMIÐJUSTJÓRI FRAUÐVERKSMIÐJU Á ÁSBRÚ Eftir fundi ríkisstjórnarinnar á Suðurnesjum í síðustu viku heim- sóttu ráðherrar Suðurnesjabæ. Full- trúar Suðurnesjabæjar fóru á fund með fulltrúum sveitarstjórna og ríkisstjórnarinnar þar sem farið var yfir málefni sem snúa sérstaklega að Suðurnesjabæ og má þar m.a. nefna að leggja þarf stóraukna áherslu á heilbrigðisþjónstu í Suðurnesjabæ sem í dag er engin, dagdvöl og þá sértæk dagdvalarrými og sjóvarnir. Í heimsókn í Suðurnesjabæ fór Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, sér- staklega yfir málefni sveitarfélagsins, uppbyggingu og helstu staðhætti. Í Suðurnesjabæ var stoppað á tveimur stöðum, í Þekkingarsetri Suðurnesja þar sem starfsmenn leiddu ráðherra í sannleikann um allt það merki- lega starf sem þar er unnið er og að lokum var stoppað í Garðskaga- vita þar sem systkinin úr Klassart, Fríða Dís og Smári, fluttu vel valin og frumsamin lög. Þá stýrði Magnús bæjarstjóri, hópnum í fjöldasöng við lagið Traustur vinur og boðið var uppá bjórsmökkun frá Litla Brugg- húsinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni í Suðurnesjabæ. Ríkisstjórnin hlustaði á óskir Suður- nesjabæjar og fékk tónlist og bjór Ráðherrar skoðuðu spenntir krabba í Þekkingarsetrinu. Lagið tekið í Garðskagavita með Magnúsi bæjarstjóra. VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9 8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.