Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.2021, Side 2

Víkurfréttir - 22.09.2021, Side 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Kjósendur í Reykjanesbæ greiða atkvæði í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja Í alþingiskosningunum laugardaginn 25. september 2021 munu kjósendur í Reykjanesbæ greiða atkvæði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jafnframt hefur götum verið deilt á kjördeildir eftir stafrófsröð og er kjósendum bent á að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is Kjörskrá miðast við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 21. ágúst 2021. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og liggur hún frammi í þjónustuveri Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ og á www.kosning.is. Kjörfundur í Reykjanesbæ hefst kl 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00. Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir Magnea Herborg Björnsdóttir Valur Ármann Gunnarsson KOSNINGAR TIL ALÞINGIS Kjördeildir 4-9 K jördeildir 1-3 Inngangur fyrir kjördeildir 1-9 Inngangur 2 Verksamningar hafa verið undir- ritaðir milli Íslenskra aðalverk- taka hf og Reykjanesbæjar vegna framkvæmda við áfanga II Stapa- skóla. Þá hefur Reykjanesbær jafn- framt undirritað samning við VSB Verkfræðistofu ehf. um eftirlit með framkvæmdum. Fullbúið íþróttahús með áhorf- endastúku við Stapaskóla ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum mun rísa við nýjan Stapaskóla á næstu fimmtán mánuðum. Íslenskir aðalverktakar hf. buðu lægst í fram- kvæmdina. Fullkláraður mun II áfangi Stapaskóla kosta um 2,4 millj- arða króna en tilboð verktakans var um 92% af kostnaðaráætlun. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun fá nýjan heimavöll í íþrótta- mannvirkinu við Stapaskóla sem menn kalla í dag Stapahöllina. Þar verður löglegur keppnisvöllur með áhorfendastæðum fyrir um 1.100 manns. Til samanburðar geta innan við 500 manns rúmast í áhorfenda- stæðum Ljónagryfjunnar með góðu móti. Í minnisblaði byggingarnefndar Stapaskóla er lögð áhersla á að horfa til þessarar byggingar sem hjarta hverfisins sem er í hraðri upp- byggingu og miðstöð fyrir breiðan aldurshóp. Þar verði lögð áhersla á að skapa góða aðstöðu til íþróttaiðk- unar fyrir unga sem aldna. Tenging verði við almenningsbókasafn og skólann þar sem jákvætt og heilbrigt samfélag blómstrar. Frá undirritun samninga um byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Stapaskóla á þriðjudag. Fulltrúar körfuknattleiksdeildar UMFN og skólastjóri Stapaskóla eru á myndinni auk fulltrúa bæjarins og verktakans. VF-mynd: Hilmar Bragi STAPAHÖLLIN RÍS VIÐ STAPASKÓLA Suðurnesjamenn kjósa Víkurfréttir! 2 // vÍKURFRÉttIR á sUðURNesJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.