Víkurfréttir - 22.09.2021, Blaðsíða 10
Alexandra Chernyshova sópran söngkona og tónskáld er
þessa dagana að leggja lokahönd á sína þriðju óperu og
um leið að gera hana klára fyrir konsertuppfærslu þann
23. október. Alexandra hefur þegar samið og flutt tvær
óperur áður, annars vegar „Skáldið og biskupsdóttirin“ við
handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur og hins vegar „Ævin-
týrið um norðurljósin“, handrit byggt á barnabók móður
hennar, Evgeniu. Báðar þessar óperur hafa fengið alþjóð-
leg verðlaun fyrir tónsmíði.
Af hverju ópera um frú Vigdísi
Finnbogadóttur?
„Þegar ég las viðtal við frú Vigdísi
í blaði fyrir mörgum árum þá heill-
aðist ég strax af henni, svo einlæg og
áhugaverð kona að mínu mati. Þegar
ég fluttist til Íslands fyrir átján árum
þá vissi ég ekki að fyrsti kvenforseti
í heiminum hafi verið hér á Íslandi,
ég er reyndar fædd ári áður en hún
varð forseti en aldrei varð ég vör við
fréttir af henni á mínum skólaárum í
Úkraínu og Rússlandi, það litla sem
ég vissi um Ísland þegar ég flutti
hingað var Björk og Geysir.
Fyrir um fimm árum fannst mér
meira vera í fréttum um kvenréttindi
og jafnréttindi kynjanna og í þeirri
umræðu kom nafn Vigdísar oft upp
þannig að ég fór að lesa meira um
hana og kynna mér sögu hennar og
áhugi minn á því að skrifa óperu um
hana kviknaði sagði Alexandra.“
Til að afla sér heimilda um Vig-
dísi hefur Alexandra lesið ævi-
sögu hennar, lesið ýmis viðtöl og
greinar um hana auk þess að fá að
skoða heimildir sem eru til á safni
hjá RÚV um hana. Alexandra fékk
síðan formlegt leyfi hjá Vígdísi til að
skrifa óperuna um hana. „Í óperunni
legg ég áherslu á það sem heillar mig
mest í fari og lífi Vigdísar sem kona
og tónskáld.“
Vigdís er fædd á merkilegum tíma,
var unglingur þegar Ísland fær sjálf-
stæði árið 1944. Hún var alin upp
við það að vera stolt af menningu
sinni, uppruna og tungumáli. Síðar
vildi hún sjá meira af heiminum og
fór erlendis til Frakklands að læra.
Henni var minnistætt þegar hún var
barn og vildi þá verða skipstjóri þegar
hún yrði stærri en fékk að heyra það
að konur gætu ekki verið skipstjóri.
Það var ekki sjálfgefið að konur gætu
sinnt stjórnunarstöðum á þeim tíma
– en það átti eftir að breytast.
Krefjandi verkefni
„Á tímabili langaði mig að hætta
við verkefnið, ég missti trú og hafði
efasemdir um verkið. Ég fékk síðan
mikinn innblástur þegar ég fann í
viðtali við Vigdísi umræðu um al-
þjóðlega kvenráðstefnu sem hafði
verið haldin í Japan fyrir um tuttugu
árum, eingöngu fyrir konur og sömu-
leiðis eingöngu með konur sem
héldu fyrirlestra og í boði fyrir konur
um allan heim. Ég fór að leita fyrir
mér og athuga hvort þessi ráðstefna
væri haldin og fann upplýsingar
um fyrirhugaða ráðstefnu, World
Women Summit, sem vera átti aftur í
Tókýó í Japan fyrir fimm árum síðan.
Ég bókaði mig á ráðstefnuna og fékk
mikinn innblástur og hvatningu frá
öðrum konum hvaðanæva úr heim-
inum þegar ég sagði þeim frá óper-
unni og efni hennar.
Konsertuppfærsla 23.
október í Grafarvogskirkju
Konsertuppfærsla af óperunni
verður sýnd í Grafarvogskirkju
daginn fyrir merkilegan kvenrétt-
indadag í sögu Íslands 24. október
en þá lögðu konur niður vinnu í einn
dag árið 1975.
Frá þeim degi má segja að baráttu-
konur landsins hafi farið að horfa til
Vigdísar sem verðandi forseta í fram-
tíðinni.
Konsertuppfærslan er stór í
sniðum. Hljómsveitarstjórinn,
Garðar Cortes, er goðsögn í óperu-
heiminum og kemur hann til með að
stýra einvalaliði tuttugu hljóðfæra-
leikara og tólf einsöngvara sem koma
fram auk tveggja kóra, annars vegar
Kvennakórs Suðurnesja undir stjórn
Dagnýjar Jónsdóttur og hins vegar
Karlakórs Grafarvogskirkju undir
stjórn Írisar Erlingsdóttur. Óperan
er í þremur þáttum. Alexandra vann
mikið með Sigurði Ingólfssyni, ljóð-
skáldi, sem samdi mörg ljóð í óper-
unni auk ljóða frá Hannesi Hafstein,
Ástu Björk Sveinbjörnsdóttur, Þór-
halli Barðasyni, Elísabetu Þorgeirs-
dóttur og Alexöndru Chernyshovu.
„Þetta er tilvalið tækifæri fyrir
karlmenn landsins að bjóða konum
sínum á þessa metnaðarfullu tón-
leika,“ sagði Alexandra að lokum og
brosir.
Þegar ég fluttist til Íslands
fyrir átján árum þá vissi
ég ekki að fyrsti kven-
forseti í heiminum hafi
verið hér á Íslandi ...
Jón Hilmarsson
ungo@simnet.is
Á tímabili langaði mig að hætta við
verkefnið, ég missti trú og hafði efasemdir
um verkið. Ég fékk síðan mikinn innblástur
þegar ég fann í viðtali við Vigdísi umræðu
um alþjóðlega kvenráðstefnu ...
KJÓSUM GUÐBRAND Á ÞING
VELJUM ÖFLUGAN BARÁTTUMANN
1. sæti Suðurland
Guðbrandur
Einarsson
Guðbrandur Einarsson er Suðurnesjamaður í húð og hár og þekkir hagsmuni íbúa
í Suðurkjördæmi afar vel. Hann er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og fyrrum
formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. Hann brennur fyrir eflingu grunnþjónustu
og réttlátari skiptingu á gæðum landsins og hefur sýnt að hann er reiðubúinn að berjast
fyrir hugsjónum sínum.
Gefðu framtíðinni tækifæri
Víkurfréttir - 255x185mm (Topp 1 - reynd n sveitast-
jórnarmann á þing)
Góðan daginn, frú forseti
10 // vÍKURFRÉttIR á sUðURNesJUM Í 40 áR