Víkurfréttir - 22.09.2021, Síða 22
Hlustum á hugmyndir drengja
og gefum svigrúm fyrir ólík áhugamál og námsleiðir í lestrarnámi þeirra
Umræðan um drengi og lestur hefur verið fyrirferðamikil í
samfélaginu undanfarin ár. Virðist vera að drengir hafi síður
ánægju af bóklestri, að lesskilningur þeirra sé slakari nú en
áður, fyrir utan það að þeim virðist ekki líða nægilega vel
í skólanum. Það er áskorun fyrir alla skóla og foreldra að
bregðast við þessum upplýsingum en í október verður gerð
tilraun til að koma betur til móts við drengi með lestrarupp-
lifun sem ber heitið Skólaslit og er það styrkt af Sprotasjóði.
Hugmynd að verkefninu
kviknaði hjá kennsluráð-
gjöfum í Reykjanesbæ sem
vildu koma betur til móts
við drengi og var því farið út
í það að gera spurningalista
sem sendir voru til foreldra
og gerð rýnisamtöl við drengi
með það að markmiði að nýta
upplýsingarnar í verkefninu.
Sáu kennsluráðgjafarnir,
sem hófu þessa vinnu, tæki-
færi til að gera meira úr
verkefninu sem hafði alla
burði til að geta orðið afar
spennandi og skemmtilegt,
og buðu skólum í Suðurnes-
jabæ og Vogum að taka þátt,
ásamt félagsmiðstöðvum og
bókasöfnum. Hinn skemmti-
legi og skapandi Ævar Þór
Benediktsson gekk til liðs við
hópinn og voru niðurstöður
kannana og rýnisamtala
sendar til hans og byggir verk-
efnið, sem er í formi lestrar-
upplifunar og birtist á vefnum
https://www.skolaslit.is/, á
hugmyndum, upplifunum og
áhuga drengja þó svo að allir
nemendur á mið- og unglinga-
stigi komi til með að taka þátt
og njóta góðs af. Er óhætt að
segja að Ævar Þór hafi gripið
hugmyndir drengjanna því að
lestrarupplifunin er í formi
spennandi hrollvekju sem
margir drengir höfðu nefnt
í könnuninni sem áhugavert
lesefni.
Ef við rýnum í áhugamál
umræddra drengja þá eru
þau afar fjölbreytt og má þá
helst nefna alls kyns íþróttir,
tónlist, náttúrufræði, stærð-
fræði, spila tölvuleiki ásamt
hefðbundnum spilum og að
eiga samverustundir með
fjölskyldu, svo eitthvað sé
nefnt. Það sem þeir nefna
að þeim þyki skemmtilegast
að lesa um er meðal annars
spennusögur, fræðsluefni,
matreiðslubækur, efni tengt
íþróttum og tónlist og síðast
en ekki síst hrollvekjur. Þegar
drengir eru spurðir um hvað
gæti mögulega aukið áhuga
þeirra á lestri, þá nefna þeir
ýmsa þætti sem snúa að vali
á lesefni. Þeir vilja fá að ráða
sjálfir, bæði hvað þeir lesa og
í hvaða formi. Þeir nefndu til
dæmis lestur í tölvum eða
iPad, lestur á öðrum tungu-
málum, að bækur eða lesefni
sé spennandi eða fyndið, að
vinna á skapandi hátt með
lesefnið sjálft eins og að búa
til bíómyndir úr því, að þeir
hafi frelsi til að lesa fréttir af
vef og nýta sér Storytel eða
hlaðvörp. Einnig óska þeir
eftir notalegra lestrarum-
hverfi. Þegar þeir voru að
lokum spurðir um heima-
lestur þá vilja þeir almennt
fá meira frelsi um leiðir
til lesturs, eins og að nota
Seesaw til að skila heimalestri
og fá stundum að hlusta á efni
í stað þess að lesa.
Könnun var send til for-
eldra og var henni meðal
annars beint til feðra. Í henni
komu einnig fram afar áhuga-
verð svör um lestur og lestrar-
áhuga drengja. Spurt var
um áhugasvið drengjanna
og voru svör foreldra afar
svipuð svörum þeirra. For-
eldrar nefndu að auki áhuga
á samfélagsmiðlum, ásamt
tækni og stjörnufræði. For-
eldrar telja yfir höfuð þátt-
töku sína í lestrarnámi barna
sinna afar mikilvæga og að
góð lestrarfærni sé mikilvæg
fyrir framtíð þeirra. Það sem
foreldrar töldu vera bestu
leiðirnar til að auka lestrar-
áhuga var aðallega að rýna
í áhugasviðin og vinna með
þau, að drengir hefðu eitt-
hvað um nám sitt að segja, að
minnka vægi á lestrarhraða
en að auka vægi lesskilnings.
Að lokum þegar foreldrar
voru spurðir um hvernig þeir
gætu mögulega stutt betur
við lestrarnám barna sinna
þá nefndu þeir þætti eins og
hvatningu, að sýna áhuga á
lesefninu, gefa þeim meiri
umbun fyrir heimalesturinn
og að lesa meira með þeim.
Er því óhætt að segja að
drengir og foreldrar hafi
áhugaverðar skoðanir varð-
andi lesefni og lestraraðferðir
sem nýttar eru í skólum og í
heimalestri. Drengir geta lesið
en niðurstöðurnar benda til
þess að þeir vilji hafa meiri
áhrif á lestrarnámið sitt, að
þeir vilja styðjast við efni
sem tengist áhugasviðum
þeirra og þeir vilja vinna
með læsistengt efni á fjöl-
breyttan hátt. Er mikilvægt
að bregðast við niðurstöðum
úr umræddum könnunum og
verður sérstök áhersla lögð á
það á mið- og unglingastigi í
októbermánuði. Það er öllum
frjálst að taka þátt í lestrar-
upplifuninni með skólum í
Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ
og Vogum og hvetjum við sem
flesta, sérstaklega foreldra, til
að taka þátt.
Heiða Ingólfsdóttir,
kennsluráðgjafi í Suður
nesjabæ og Vogum.
Slökkviliðsstjóri
Grindavík er vinalegur 3600 manna
sjávarútvegsbær á suðvesturhorni
landsins. Í bænum eru leik-, grunn- og
tónlistarskólar ásamt öflugu íþrótta- og
tómstundastarfi.
Sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur verið
burðarás atvinnulífs í Grindavík og er
bærinn ein öflugasta verstöð landsins.
Í Grindavík er einnig öflug ferðaþjónusta,
mörg veitingahús, gistihús, hótel
og fjögurra stjörnu tjaldsvæði, góð
útisundlaug með heitum pottum,
heilsuræktarmiðstöð, verslanir, banki og
öll nauðsynleg þjónusta.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.grindavik.is
Umsókn gildir í 6 mánuði frá
dagsetningu auglýsingar. Laun og
starfskjör eru samkvæmt gildandi
kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Grindavíkurbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi í framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Grindavíkurbæjar.
Slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi slökkviliðs Grindavíkur og að unnið sé í samræmi við gildandi
lög og reglugerðir. Mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir
(hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
• Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðs
• Ábyrgð á faglegri starfsemi, menntun og þjálfun
slökkviliðsmanna
• Stjórn slökkvistarfs við eldsvoða og á vettvangi
mengunaróhappa á landi
• Eldvarnareftirlit, skipulag, úttektir, umsagnir og
eftirfylgni
• Umsjón með öllum tækjum slökkviliðs og ábyrgð á
virkni þeirra
• Áætlanagerð og stefnumótun
• Samskipti við íbúa, fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila
• Situr í almannavarnanefnd
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Einnig skal fylgja afrit af leyfisbréfi og prófskírteini. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
• Löggilding sem slökkviliðsmaður sbr. 17. gr. laga nr. 75/2000
og að lágmarki eins árs reynsla í slökkviliði sem löggiltur
slökkviliðsmaður
• Menntun sem nýtist í starfi
• Menntun til eldvarnareftirlits er kostur
• Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri
• Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
• Geta til að vinna undir miklu álagi
• Leiðtogafærni, þjónustulund og góð hæfni í mannlegum
samskiptum
• Áhugi og vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi
• Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Vegna eðli starfs og viðbragðs utan dagvinnutíma er æskilegt
að viðkomandi sé búsettur í Grindavík eða innan 15 mínútna
akstursfjarlægðar
22 // vÍKURFRÉttIR á sUðURNesJUM Í 40 áR