Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.2021, Síða 24

Víkurfréttir - 22.09.2021, Síða 24
Misnotað hælisleitendakerfi Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði fyrir nokkrum árum að fjölmenningarstefnan hafi brugðist. Undir það tóku for- seti Frakklands og forsætisráð- herra Bretlands. Þau sögðu að hælisleitendur sem fá dvalar- leyfi samlagist ekki gistiþjóð- inni og verði þjóðarbrot innan þjóðarinnar, sem skapi síðan vandamál. Merkel bætti síðan við að útlendingar sem settust að í Þýskalandi þyrftu að til- einka sér ákveðin gildi og við- mið, læra þýsku og tryggja að konur þeirra á meðal nytu jafn- réttis. Í Danmörku og Svíþjóð er hafið uppgjör við fjölmenn- ingarstefnuna. Í júní í sumar var í fyrsta sinn í sænskri sögu samþykkt vantraust á forsætis- ráðherrann og er almennt talið að það eigi rætur til innflytj- endamála. Ráðherrann viður- kenndi á blaðamannafundi að glæpagengi hafi hreiðrað um sig í landinu sem rekja mætti til mikils fjölda innflytjenda, sem komið hafi til landsins á undan- förnum árum. Ísland verður að læra af reynslu þessara þjóða. Við eigum að stýra því sjálf hverjir koma hingað. Hælisleit- endakerfið kostar skattgreið- endur 4,4 milljarða á þessu ári. Kostnaður við hvern hælisleit- enda er um sex milljónir á ári. Að sama skapi má benda á að ellilífeyrisþegi, sem fær tekjur sínar frá Tryggingastofnun, fær um 3,3 milljónir á ári. Miðflokkurinn eini flokkur- inn sem ætlar að laga hælis- leitendakerfið Hælisleitendakerfið á Íslandi er óskilvirkt og í ólestri. Dóms- málaráðuneytið hefur viður- kennt að það sé misnotað. Hingað kemur fólk sem á ekki rétt á hæli en dvelur hér mán- uðum saman á kostnað skatt- greiðenda. Miðflokkurinn hefur margsinnis bent á þetta á Alþingi en talað fyrir daufum eyrum. Í raun er stefna allra flokka á Alþingi nema Mið- flokksins sú að fjölga hér hæl- isleitendum. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ekkert gert til að draga úr fjölda umsókna um hæli þrátt fyrir að hafa haft málaflokkinn á sinni könnu um árabil. Framsóknarflokkurinn lagði fram frumvarp á Alþingi í vetur sem hefði stóraukið fjölda hælisleitenda til Íslands. Það var ekki síst fyrir baráttu Mið- flokksins að frumvarpið náði ekki í gegn. Miðflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að laga hæl- isleitendakerfið og koma í veg fyrir misnotkun þess. Málið er brýnt eins og reynsla nágranna- þjóða okkar sýnir. Ég fékk tengdamömmu í heimsókn Hólmfríður Árnadóttir Höfundur er oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Hún kom með nýja handprjón- aða peysu handa mér og eins og hennar er von og vísa mátti ég ekki borga fyrir viðvikið. Hún væri nú ekki of góð að prjóna fyrir mig, komin á eftirlaun og hefði nægan tíma en ég ekki. Svona konur eru gersemar og uppfullar af þekkingu og færni sem við margt yngra fólkið búum ekki yfir. Tengdamamma mín var verkakona alla sína tíð og lengi vel einstæð með sex börn á framfæri. Hún hefur þurft að telja krónur og aura alla sína tíð en samt telur hún ekki eftir sér að gefa tíma sinn til að sinna barnabörnum, baka fyrir fjölskylduna og prjóna kynstrin öll af flíkum sem við fjölskyldumeðlimir skörtum við flest tækifæri. Hún er eitt stórt hjarta og einstaklega flink í höndunum. Fyrir hana og fyrir alla aðra í hennar stöðu vil ég berjast með félagslegt réttlæti að vopni. Það er réttlætismál að hún fái mann- sæmandi lífskjör, njóti félags- legra réttinda og lifi við mann- lega reisn. Að hún hafi efni á að kaupa lyfin sín og garn í flíkur fyrir ættingja utan þess að eiga í sig og á. Fyrir hana þarf að ein- falda bótakerfið sem hefur vaxið um of í augum flestra í hennar sporum. Fyrir hana er einnig afar mikilvægt að ellilífeyrir fylgi lágmarkslaunum og að haldið sé áfram að lækka lyfjakostnað með hagkvæmari innkaupum til dæmis í samvinnu við Norður- löndin eða kanna möguleika á að aftur verði til lyfjaframleiðsla á vegum hins opinbera með hag aldraðra og öryrkja að leiðarljósi. Tengdamamma mín er ern og heldur heimili og myndi njóta góðs af því að fá heimaþjónustu sérstaklega þegar hún á níræð- isaldri á erfiðara með að sinna öllum heimilisverkum líkt og áður. Þegar hún vill njóta heils- dags þjónustu eða jafnvel fara á hjúkrunarheimili þá á slíkt í boði. Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum setja af stað vinnu við að endurskoða þjónustulíkan í öldrunarþjón- ustu með áherslu á þverfag- lega samvinnu heilsugæslu og félagsþjónustu. Það er nefni- lega skýlaus réttur þeirra sem mótað hafa landið og lagt sitt af mörkum við að byggja það upp að lifa með reisn óháð efnahag. Við sem yngri erum eigum að hugsa til þeirra með virðingu og gæta að réttindum þeirra í okkar baráttu fyrir betra sam- félagi. Þau eiga það sannarlega skilið. Er virkilega til of mikils mælst? Sigrún Berglind Grétarsdóttir Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Það virðist ætíð vera viðkvæðið að ekki séu nægir fjármunir til að rétta efnahag þeirra sem hvað lökustu kjörin hafa í okkar vellauðuga landi þar sem stjórn- völd státa sig samt af heimsins mestu velferð. Sumir efast um að þetta misrétti verði nokkru sinni lagfært. Jafnvel hið svo- kallaða góðæri síðustu ára virðist bara vera fyrir hluta þjóðarinnar, hina útvöldu! Ég vil minna á að kjörnir fulltrúar eiga að vinna þjóðinni allri til gagns, ekki bara hluta hennar. Fjármálaráðherra talar um að jöfnuður hafi aldrei verið jafn mikill og nú og aldrei hafi verið eins mikið gert fyrir þessa þjóðfélagshópa. Þetta er ótrú- legt sjónarspil með tölur enda blasir allur annar veruleiki við því fólki sem varla á til hnífs og skeiðar út mánuðinn. Við hljótum öll að sjá að ekki er hægt að lifa á 256.500 krónum sem eru 221.000 krónur eftir skatt. Um það þarf varla að ræða, hvað sem meðal- töl í tölvukerfum segja. Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi! Ójöfnuður er staðreynd hér á landi. Aldraðir, öryrkjar og fólk í láglaunastörfum eiga ekki að vera afgangsstærð í þjóðfélag- inu. Þetta eru einstaklingar sem eiga að njóta þeirrar virðingar að fá að lifa mannsæmandi lífi og njóta einhvers af því sem lífið hefur upp á að bjóða, a.m.k. þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af næstu mál- tíðum er líða tekur á mánuðinn. Er virkilega til of mikils mælst? Því miður virðist það vera við- tekin venja að þessum þjóð- félagshópum skuli úthlutað eins naumt og hægt er á meðan þeir sem eru á jötu ríkisins sleikja út um í bæði munnvikin með bólgin launaumslögin og sjálfkrafa hækkanir með vissu millibili án þess að það þyki til- tökumál. Stóra spurningin sem kjósendur þurfa að spyrja sig er hvort við ætlum að viðhalda slíku þjóðfélagi eða brjóta múr- ana og bæta kjörin í krafti sam- takamáttar okkar. Látum ekki glepjast eina ferðina enn! Fólkið fyrst, svo allt hitt Flokkur fólksins er ekki með loforðaflaum í aðdraganda kosninga en heldur ótrauður áfram með sín baráttumál um að jafnara verði gefið af þjóðar- kökunni og að raddir allra fái hljómgrunn á Alþingi. Flokkurinn hefur barist kröftuglega og látið hátt í sér heyra um ýmis réttlætismál fyrir hönd þeirra sem höllustum fæti standa og vissulega hefur verið við ofurefli að tefla. Sú barátta bar árangur þegar samþykkt var á síðustu dögum þingsins að stofna embætti hagsmunafulltrúa aldraðra og að blindum og sjónskertum stæði til boða leiðsöguhundar þeim að kostnaðarlausu. Einnig hefur flokkurinn lagt fram tugi þingmála og er það vel með að- eins tvo þingmenn innanborðs. Kjósandi góður! Ef þú vilt sjá réttlátara samfélag þar sem allir getað tekið þátt en ekki setið á hliðarlínunni, þá er það í þínum höndum að knýja fram um breytingar sem svo margir kalla eftir. Opnum augun og setjum x við Flokk fólksins sem hefur að leiðarljósi fólkið fyrst, svo allt hitt. Að láta verkin tala fyrir atvinnulífið Ásmundur Friðriksson, alþingismaður. Það er sorglegra en tárum tekur að horfa upp á það að loks þegar atvinnutækifærin bjóðast í þús- undavís skortir verulega á að at- vinnulaust fólk skili sér til baka í gömlu störfin. Það voru allir miður sín yfir stöðunni á vinnu- markaði þegar störfunum fækk- aði vegna kórónuveirufarald- ursins. Ríkisstjórnin kom með hvert úrræðið af fætur öðru til að milda tekjumissi heimila og fyrirtækja. Margt var mjög vel gert og heppnaðist vel en eðli- lega hittu ekki allar aðgerðir í mark. Oft var skammur tími og mikill hraði í öllum viðbrögðum. Tala fyrir störfum Störfin sem töpuðust í kórón- uveirufaraldrinum voru verð- mæt, gjaldeyrisskapandi störf. Þetta eru störfin sem standa undir tekjum þjóðarinnar og skipta okkur gríðarlega miklu máli. Þess vegna er það áhyggjuefni að fólkið skili sér ekki til baka í þau störf. Greiðsla atvinnuleysisbóta er neyðarráð- stöfun í hverju tilfelli og á aldrei að koma í veg fyrir að fólk taki aftur við störfum sínum þegar þau bjóðast á ný. Gjaldeyris- skapandi störf eru undirstaða velmegunar í landinu. Ég hef alla tíð talað fyrir verðmæta- skapandi störfum í landinu og hef í ræðum og greinum fjallað um þau mál. Ég hef bent á leiðir, komið fram með tillögur um ný störf og verkefni sem geta skapað störf. Það er verkefni þingmannsins að benda á leiðir og tala fyrir nýjum störfum. Suðurnesjalína 2 Trúr þeirri sannfæringu minni að verðmætaskapandi störf séu grunnur að velferð heim- ilanna og samfélagsins lagði ég fram lagafrumvarp um að framkvæmdaleyfi fyrir Suður- nesjalínu 2. Það er lykillinn að frekari uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum og eina leiðin til að fjölga hér atvinnutæki- færum. Ekkert eitt verkefni er mikilvægara um þessar mundir fyrir fjölbreyttara atvinnulíf og orkuskipti á Suðurnesjum en að Suðurnesjalína 2 rísi sem fyrst. Það er verkefni okkar allra að vinna saman að bættum kjörum og betra lífi fyrir okkur öll. Það gerum við með því að fjölga atvinnutækifærum á Suður- nesjum og manna þau störf sem þegar eru laus. Tökum höndum saman og setjum kraft í at- vinnulíf svæðisins á ný. Framsókn fyrir Suðurnes Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þau eru þung höggin sem Suð- urnesin hafa orðið fyrir á síð- ustu árum. Fyrst var það fall Wow air og síðan heimsfarald- urinn sem hafði ekki hvað síst mikil áhrif á atvinnutækifærin á Suðurnesjum þar sem ferða- þjónusta, flutningar og fleira sem tengist fluginu er stærsti atvinnuvegurinn. Það hefur verið lærdómsríkt og veitt inn- blástur að fylgjast með baráttu Suðurnesjafólks síðustu mán- uðina og ár þar sem eldmóður og bjartsýni hefur verið mikið hreyfiafl góðra hluta. Fjölbreyttari atvinnutækifæri Ríkisstjórnin hefur tekið þátt í því að skapa ný tækifæri með Suðurnesjafólk með stuðn- ingi við uppbyggingu nýrra at- vinnutækifæra og menntun á svæðinu þar sem Keilir er mikilvæg uppspretta. Suður- nesjafólk hefur í þeirri vinnu sýnt mikla framsýni og þau eru mörg fræin sem þar hefur verið sáð sem munu veita heimafólki ríkulega uppskeru þegar fram í sækir. Þá er einnig rétt að minn- ast á stækkun Njarðvíkurhafnar gefur færi á þurrkví fyrir stærri skip sem mun skapa fjölmörg störf í þessu fornfræga sjó- sóknarbyggðarlagi. Þá mun sú uppbygging sem stendur fyrir dyrum í Helguvík skapa fjöl- breytt atvinnutækifæri á næstu árum. Græn atvinnuuppbygging Saga Helguvíkursvæðisins hefur ekki verið neinn dans á rósum. Heimamenn hafa mátt sætta sig við erfið áföll í upp- byggingu svæðisins en nú horfum við fram á mikil tæki- færi á svæðinu sem tengist náið hugmyndafræði hringrás- arhagkerfisins. Við í Framsókn höfum verið áfram um að sorp- brennslustöð fyrir Ísland rísi í Helguvík og verði hluti af þeim grænu iðngörðum sem eru á teikniborðinu. Það er nefnilega svo að mikil atvinnutækifæri eru fyrir Suðurnesin í nýju og grænu hagkerfi. Kraftur náttúru og manna Síðasta vetur heimsótti ég Suð- urnesin nokkrum sinnum. Jörð ýmist skalf eða gaus. Það er virkilega aðdáunarvert hvernig Suðurnesjafólk hefur tekið öllum þessum hamförum með yfirvegun og dugnaði. Eldgosið hefur dregið athygli heimsins að sér og einnig dregið fjöl- marga landsmenn á svæði sem er ríkt af stórkostlegri náttúru og krafti. Á þessum krafti nátt- úru og manna verður hægt að byggja blómlegt mannlíf og öfl- ugt atvinnulíf á næstu árum. Eflum heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum Erna Bjarnadóttir Skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. #dingdingdingernuaþing Undanfarnar vikur hef ég ferðast um Suðurkjördæmi með Birgi Þórarinssyni, al- þingismanni af Suðurnesjum. Okkur hefur hvarvetna verið vel tekið og reynt að hlusta eftir því sem brennur á íbúum. Ákall Suðurnesjamanna um eflingu heilbrigðisþjónustu á svæðinu stendur þar upp úr. Það verður að teljast með ólíkindum að framlög hins opinbera til heil- brigðisþjónustu eru lægri á íbúa en almennt gerist á lands- byggðinni og úr öllum takti við fólksfjölgun á svæðinu. Aðeins ein heilsugæslustöð er í Reykja- nesbæ, engin í Suðurnesjabæ og engin í Vogum á Vatns- leysuströnd. Hvert eiga íbúar að snúa sér til að fá nauðsyn- lega þjónustu? Bið eftir síma- tíma í Reykjanesbæ getur verið margir dagar hvað þá annað. Allt þetta veldur síðan auknu álagi á sjúkraflutninga á svæð- inu þegar fólk veit að sé það flutt með sjúkrabíl á bráðamót- töku LSH kemst það beint undir læknishendur. Önnur afleiðing er svo aukið álag á bráðamót- tökuna. Enginn þarf heldur að vera í vafa um að þetta veldur óþarfa álagi á læknavaktina, þar er jú hægt að fá viðtal sam- dægurs leggi fólk á sig að bíða í einn til tvo klukkutíma. Stað- reyndin er sú að komur á bráða- móttökuna og læknavaktina eru milli 700–800 á sólarhring. Það sem hér er lýst má einnig kalla aðflæðisvanda þessarar mikil- vægu bráðaþjónustu. Enginn vafi er á að fjármunum og tíma fólks væri betur varið með því að byggja upp nauðsynlega heilsugæsluþjónustu nær not- endum, í þessu tilviki á Suður- nesjum. Það er með ólíkindum að tillögur Birgis Þórarinssonar, alþingismanns Miðflokksins, um auknar fjárveitingar til opinberra stofnana á Suður- nesjum, þar með talið til Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja, hafi allar verið felldar á liðnu kjörtímabili. Aftur og aftur eru Suðurnesin sniðgengin í fjár- veitingum. Fyrirliggjandi fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir niðurskurði næstu árin og eykur því ekki líkurnar auknum fjárframlögum til Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Nýja rík- istjórn þarf til þess að svo verði. Settu X við M á kjördag. sKIL á AðseNdU eFNI Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is 24 // vÍKURFRÉttIR á sUðURNesJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.