Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.2021, Síða 26

Víkurfréttir - 22.09.2021, Síða 26
Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Jóhann Friðrik Friðriksson Skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Á laugardaginn kemur munu kjósendur einmitt svara þessari spurningu og er það mín von að svarið verði jákvætt. Á undan- förnum árum hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að starfa í bæjarstjórn fyrir íbúa Reykja- nesbæjar. Ég sækist nú eftir því að nýta krafta mína á þingi fyrir svæðið og kjördæmið allt. Störfum mínum hef ég sinnt af heilindum og dugnaði enda mjög mikilvægt að gæta hags- muna íbúa, leiða mál til sátta og hafa alltaf í huga þá stað- reynd að umboðið kemur frá kjósendum. Mikilvægt að gæta hagsmuna íbúa Á þeim árum sem ég hef starfað í stjórnmálum hef ég tekist á við mörg krefjandi verkefni. Stærst þeirra er eflaust málefni kísilversins í Helguvík en eins og bæjarbúar vita best hafnaði Framsókn alfarið mengandi stóriðju í Helguvík og talaði ég þar skýrt þrátt fyrir um- talsverðan þrýsting frá eig- endum. Þar sýndi ég og sann- aði mikilvægi þess að standa með íbúum. Það er mín von að framtíðaruppbygging í Helguvík verði í sátt við íbúa og leiði af sér fjölbreytt störf hér á svæð- inu. Hugmyndir af samruna Kölku og Sorpu voru einnig stoppaðar eftir að Framsókn kom inn í nýjan meirihluta. Sorpa hefur síðan lent í miklum ógöngum og eigendur þurft að leggja félaginu til háar fjárhæðir. Það reyndist því mikið gæfu- spor fyrir sveitarfélögin á Suð- urnesjum er snúið var af braut sameiningar við Sorpu. Heilbrigðismál stóra kosn- ingamálið Flestir eru sammála um það að heilbrigðismálin séu eitt af stóru kosningamálunum fyrir þessar kosningar. Það er gríð- arlega mikilvægur málaflokkur sem snertir okkur öll. Ég hef barist fyrir bættri heilbrigðis- þjónustu um langt skeið og tel mjög mikilvægt að við endur- skoðum áherslur okkar í heil- brigðismálum og horfum til fyrirbyggjandi aðgerða. Til þess þarf að efla forvarnir, heilsuefl- ingu og heilsugæslur um land allt. Það er fagnaðarefni að ný heilsugæsla sé nú komin á dag- skrá og ráðgert að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári. Mikilvægt er að færa þjónust- una að nýju nær íbúunum, efla teymisvinnu þvert á stofnanir og nýta fjarþjónustu í auknu mæli með þeim tæknifram- förum sem orðið hafa á undan- förnum árum. Jákvæð kosningabarátta Kæri kjósandi, það hefur því miður verið raunin að stjórn- málin hafa oft tekið á sig ljóta mynd þegar líður nær kosn- ingum. Einhverjir beita þeim brögðum að birta greinar í blöðum rétt fyrir kosningar í þeirri von að frambjóðendum gefist ekki kostur á að svara ávirðingum í sinn garð með staðreyndum. Framsókn er ekki þar. Áherslur okkar á jákvæða og uppbyggjandi kosningabar- áttu gerir vinnuna skemmti- legri og gefur okkur tækifæri til þess að leggja áherslu á okkar stefnumál og framtíðarsýn. Þegar á hólminn er komið er það umhyggjan í samfélaginu og máttur samvinnunar sem skilar okkur áfram veginn. Nýja íslenska nýlendustefnan Þórólfur Júlían Dagsson Skipar 10. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi. Við lifum á skemmtilegum tíma í mannkynssögunni. Gamaldags nýlendustefna og arðrán auð- linda af fátækari ríkjum heims er að líða undir lok. Vissulega eru enn þjóðir með tök á auðlindum annarra landa en sem betur fer er mannkynið farið að átta sig á því að það er ekki siðferðislega rétt að stela auð úr löndum sem hafa ekki burðina eða tæknina til þess að nýta auðlindirnar. Það sem hefur farið fram hjá okkur er að arðránið, það sem við skilgreinum sem nýlendu- stefnu, hefur aðeins færst frá því að vera stunduð af gömlu heimsveldunum og stórfyrir- tæki hafa tekið við. Hér á Íslandi er þetta ber- sýnilegt en virðist þó oft fara fram hjá mörgum. Við horfum á innviði okkar samfélags drabb- ast niður; velferðarkerfið, heil- brigðiskerfið, jafnvel vegakerfið að einhverju leyti og svo margt annað. En hvað veldur þessu? Jú, nýlendustefna nútímans. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa komist upp með það að sjúga fjármagn úr íslensku hagkerfi með því að taka hagnaðinn út með erlendum sölufyrirtækjum í þeirra eigu. Þetta fjármagn hefur svo verið fært aftur til Íslands í gegnum alls konar krókaleiðir og notað til þess að kaupa upp fyrirtæki í öðrum rekstri á hagstæðum kjörum. Sjávar- útvegsfyrirtækin - og það sem ég flokka sem ekkert annað en fyrirtækjanýlendustefna þeirra - eru að sjúga fjármagn út úr hagkerfinu okkar og ekk- ert hefur verið gert til þess að stoppa það. Okkur er sagt að kapítalismi sé góður og samkeppni sé af hinu góða en á Íslandi er sam- þjöppun, einsleitni og verðsam- ráð ríkjandi ástand. Ég spyr því: „Hver er mun- urinn á því að hér komi erlent ríki og hertaki okkar auðlindir til þess að hagnast á þeim og að stórfyrirtæki, sem að stunda ekki samkeppni heldur samráð, stundi hvers kyns undanbrögð á kostnað samfélagsins okkar?“ Í mínum augum er munurinn enginn, við höfum leyft þessum innrásarher að hertaka okkar auðlindir, og svar okkar al- mennings við þessari árás er ný stjórnarskrá og róttækar breyt- ingar í sjávarútvegi. Kæri kjósandi, þegar þú ferð inn í kjörklefann og setur x við listabókstaf, ekki bregðast sam- löndum þínum. Ekki setja x við þá flokka sem að eru flæktir í þessa nýlendu- stefnu og vilja viðhalda henni. Settu x við þá flokka sem frelsa okkur úr ánauð nýlendustefn- unnar með því að festa nýja stjórnarskrá í sessi. Flokka eins og Pírata. Nú er tækifærið, við skulum ekki bregðast okkur. Gefðu framtíðinni tækifæri Guðbrandur Einarsson Skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Næ stkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í fram- tíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabar- áttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskor- unum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélag- inu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreyt- inga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikil- vægi breytinga á samskipta- mynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækj- ast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfið- leika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef af- komuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórn- málamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnar- maður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næst- komandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem við- gengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tæki- færum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Leiðin til árangurs Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er oddviti D-lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. „Hvernig dettur þér þetta í hug, Guðrún?,“ er spurning sem ég fæ oft frá fólki sem ég hitti á ferðalagi mínu um okkar ágæta Suðurkjördæmi nú í að- draganda kosninga. Er þá fólk að vísa til þess að maður er vissulega lítið heima hjá sér, þeytist milli horna kjördæm- isins frá morgni fram á nótt í sífelldu áreiti, ys og þys, og þegar heim er komið sér maður hvernig stofublómin fölna sökum hirðuleysis. Blessuð blómin fá þó sitt vatn og sína alúð á endanum. Svarið við spurningunni er þó jafnan hið sama: „Ég er komin til að vinna, takast á við þau verkefni sem þarf, og gefa allt mitt í það.“ Ég hef alltaf verið dugleg, vön því að vinna mikið og það veitir mér ánægju að sjá afrakstur vinnu minnar. Ef ég get orðið fólki að liði líður mér vel. Það er enda hlutverk okkar sem störfum í stjórn- málum, þess vegna gef ég mig í þetta verkefni. Ég sé líka orkuna, viljann, spennuna, styrkinn, fram- sýnina og fegurðina sem býr í fólkinu sem byggir og mótar okkar samfélag í Suðurkjör- dæmi. Hér er allt til staðar til að okkur geti gengið vel. Það er svo undir okkur sjálfum komið að sjá til þess að svo fari. Til að okkur takist ætlunarverk okkar þurfum við kjölfestu í stað glundroða, stefna ótrauð áfram og tryggja öllum stöðug- leika, festu og frelsi til athafna. Þetta er leiðin til árangurs. Ég hef sagt við fólk að ég vilji sjá nærsamfélagið fá meira vægi í ákvarðanatöku um hvernig hlutirnir þróast heima fyrir. Fólkið í héraðinu lúti ekki boðvaldi ríkisins í málum sem stendur því nærri, svo sem í þjónustu heilbrigð- isstofnana, menntamálum, þróun atvinnuuppbyggingar eða skipulagsmálum svo fátt eitt sé nefnt. Hættan er sú að þeir stjórnmálaflokkar sem hallir eru undir miðstýringu komi sér fyrir við stjórn lands- mála og blási út kerfi sem þrengir að hugmyndaríku og duglegu fólki með regluger- ðafargani og ofurskattheimtu. Slíkt er ekki líklegt til árangurs og hugmyndafræðin á bak við þannig stjórnarhætti situr á ruslahaugum sögunnar. Verkefnin framundan kalla á sterka leiðtoga, traust í samstarfi og trúverðugleika í orðum og athöfnum. Ég er komin á svið stjórnmálanna til að láta til mín taka. Ég finn vel- vild og traust hjá fólkinu sem ég hef hitt á förnum vegi og ég ætla mér að standa undir því trausti og vel það. Ég ætla mér líka, í samvinnu við kjósendur og Sunnlendinga alla að efla og styrkja stöðu Suðurkjör- dæmis strax á komandi kjör- tímabili, vinna landinu okkar gagn og útbúa frjóan jarðveg til framtíðar, íslenskri þjóð til far- sældar og heilla. Ég biðla til þín að taka þátt í þessari vegferð með mér með því að setja x við D á kjördag. Hverjum er treystandi? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Núna lofum við sem erum í framboði öllu fögru. Það er ekki nema von að margir hristi hausinn og velti fyrir sér af hverju ástandið er eins og það er á Íslandi ef allir vilja svona vel. Persónulega vil ég trúa því að lang- flestir fari út í stjórnmál af góðum hug en svo fer fólk að rekast á veggi og áttar sig á því að það þarf að taka þátt í ein- hverjum „leikjum“ til að spila með og vera gjaldgengt í „hópinn“. Það er þá sem virkilega reynir á. Hefur „bláeygi“ frambjóðandinn styrkinn sem þarf, til að standa á sínu og taka lang- hlaupið? Eða gefst hann upp gegn of- ureflinu, hvort sem það er flokksræðið, embættismannakerfið, þrýstingur sér- hagsmunafla eða þetta allt og meira til, samanlagt? Flestir sem fara út í stjórnmál eru óskrifað blað hvað þetta varðar og erfitt að segja til um staðfestu þeirra þegar þeir eru komnir að kjötkötlunum. Aðrir hafa þegar sýnt sitt rétta andlit eftir mörg ár á Alþingi. Það er bæði hlægilegt og sorglegt í senn að hlusta á fólk sem hefði fyrir lif- andis löngu getað verið búið að útrýma fátækt á Íslandi, afnema verðtryggingu lána heimilanna, bæta hag aldraðra, bæta hag öryrkja og byggja upp heilbrigðis- þjónustu, svo að nokkuð sé nefnt, tala fjálglega um þessi mál – enn einu sinni, eftir margra ára svik. Að standa við stóru orðin Það er látið eins og þessi mál séu flókin en þau eru það ekki. Þessi mál snúast fyrst og fremst um forgangsröðun og ef fólk en ekki fjármagn og sérhagsmunir hefðu einhvern tímann verið í forgangi hjá þessu fólki og flokkum, væri löngu búið að gera þetta allt. Það er óafsakanlegt að læsa fólk, eins og öryrkja og aldraða, í fátækragildru og hana þarf að opna. Á meðan einhver á ekki til hnífs og skeiðar á Íslandi, þá á það að vera algert forgangsmál áður en farið er í nokkur önnur mál. Það ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það! Afnám verðtryggingar er ein lítil laga- breyting sem tekur enga stund að vinna, leggja fram og samþykkja. Flokkur fólks- ins á það frumvarp tilbúið. Heilbrigðisþjónustan er flóknara mál en þar er engu að síður hægt að gera svo miklu betur strax með nokkrum ein- földum aðgerðum, eins og t.d. að auka heimaþjónustu við aldraða svo þeir geti farið heim að spítölum og fjölga þannig rúmum fyrir aðra þjónustu. Á sama tíma þarf að fara í uppbyggingu hjúkrunar- heimila, þar sem öldruðum væri sýnd virðing og þeir ekki sviptir fjárhagslegu sjálfstæði vegna búsetu á þeim. Að eyða biðlistum er einfaldlega verk- efni sem þarf að ganga í, því það er engan veginn ásættanlegt að fólk þjáist að óþörfu í einu ríkasta landi heims. Þján- ingar og skerðing lífsgæða verður aldrei metin til fjár en þetta myndi þetta fljótt borga sig fyrir ríkið. Annar kostnaður vegna fólks á biðlistum er svo sannarlega meiri en sá sem nemur einni eða tveimur aðgerðum. Þetta eru bara dæmi um það sem verður gert ef fólk en ekki fé, er sett for- gang. Hvernig geta kjósendur „mælt“ stað- festu og trúverðugleika frambjóðenda? Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki hægt en þó má oft finna einhverjar vísbendingar. Við vitum öll að það er sorglega sjald- gæft að frambjóðendur standi við loforð sín. Það er hins vegar þekkt að það er fyrst undir pressu sem þinn innri maður kemur í ljós. Ég ætla að leyfa mér að vitna í Dr. Phil, sem hefur stundum rétt fyrir sér. Hann segir oft að besti mælikvarðinn á það hvernig þú bregst við í framtíðinni, sé hvernig þú hefur brugðist við í fortíðinni. Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér þannig að í mínum huga snýst spurn- ingin um trúverðugleika frekar um hvað við höfum séð til frambjóðenda í fortíð- inni frekar en einstök mál. Margir frambjóðendur eru óskrifað blað en aðrir hafa sýnt úr hverju þeir eru gerðir, hvort sem það er með jákvæðum eða neikvæðum hætti. Þekkt fyrir baráttu og að gefast aldrei upp Ég get stolt lagt fyrir kjósendur „for- tíð“ mína og Flokks fólksins. Inga Sæland og Guðmundur Ingi hafa barist eins og ljón fyrir hagmunum öryrkja, aldraðra og fátækra inni á Alþingi og aldrei gefið tommu eftir. Á síðasta vetri lögðu þau fram hátt í 40 mál, sem er sennilega met hjá þingflokki og alveg klárlega ef miðað er við höfðatölu hans. Þau komu þremur þessara mála í gegn en hinum var öllum hafnað af sama fólk- inu og hefur nú sett þau á loforðalistann sinn! Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég staðið í framlínu baráttunnar fyrir hagsmunum heimilanna, gegn einum sterkustu sér- hagsmunaöflum landsins, fjármálakerf- inu sjálfu. Ég hef sýnt að ég tekst algjörlega óhrædd á við þau og ég muni aldrei gefa neitt eftir, hvorki í baráttu við þau né fyrir öðrum réttlætismálum. Ég og Flokkur fólksins bjóðum fram krafta okkar fyrir þig og þína hagsmuni. Hvern vilt þú hafa í þínu liði? Settu X við F fyrir þína framtíð! 26 // vÍKURFRÉttIR á sUðURNesJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.