Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.11.2021, Page 1

Víkurfréttir - 10.11.2021, Page 1
studlaberg.is 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g ...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER K a p a l v æ ð i n g • H a f n a r g a t a 2 1 • 4 2 1 4 6 8 8 w w w . k v . i s • k v @ k v . i s Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar BARION DAGAR Barion hamborgarabrauð 2 stk 24% 296 kr/pk áður 389 kr 584 kr/pk áður 769 kr 24% Barion hamborgarar 2x140 gr Barion sósur 20% Þrettán einstaklingar greindust smitaðir af kórónuveirunni eftir metdag í sýnatökum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á mánudag. Tæplega 450 sýni voru tekin en aldrei áður hafa jafn margir mætt í sýnatöku á einum degi á Suðurnesjum frá því kórón- uveirufaraldurinn hófst. Farald- urinn er á uppleið á Suðurnesjum. Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suður- nesja, segir að þessi þrettán smit sem greindust hafi flest verið hjá börnum. Fjölmörg börn úr Sand- gerði mættu ásamt foreldrum í sýnatöku en kórónuveiran greindist á leikskólanum Sólborg og í Sand- gerðisskóla fyrir síðustu helgi. Á þriðjudag mættu um 200 manns í sýnatöku. Þar var m.a. stór hópur úr Heiðarskóla í Keflavík þar sem veiran hefur stungið sér niður. Stórir hópar þaðan eru væntanlegir í sýnatökur í vikunni. Fólk sem stóð í langri röð fyrir sýnatöku á mánudagsmorgun lýsti óánægju sinni að þurfa að standa langan tíma í röð utandyra í rign- ingu og bíða sýnatöku með börn. Fjöldinn sem mætti í sýnatöku á mánudag kom starfsfólki Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja nokkuð á óvart. Þar komu í ljós vankantar á kerfinu sem unnið er eftir en heilsu- gæslan fær ekki upplýsingar um þá einstaklinga sem sendir eru í sýna- töku úr sóttkví eða smitgát. Ein- göngu liggja fyrir upplýsingar um boðaða mætingu þeirra sem skráðir eru í einkennasýnatöku í gegnum Heilsuveru. Andrea vonast til að ráðin verði bót á þessu svo þetta endurtaki sig ekki. Þá hefur komið fram gagnrýni á að sýnatökustaðurinn hafi verið fluttur að Iðavöllum í Keflavík og ekki sé lengur hægt að aka í gegnum sýnatökuhúsið eins og var við Fitja- braut í Njarðvík. Andrea svarar því til að húsnæðið í Njarðvík henti ekki fyrir töku hraðprófa. Þá er heilsugæslan að sameina á Iða- völlum alla Covid-þjónustu sína en þar eru tekin sýni fyrir hádegi og bólusetningar eftir hádegi. Nú er verið að bólusetja framlínufólk með þriðju sprautu bóluefna. Á næstu vikum verður svo farið í almennar bólusetningar með þriðju sprautu bóluefna en bólusett verður á Iða- völlum. Þrettán smitaðir á metdegi n Tæplega 450 manns í sýnatöku í Reykjanesbæ á mánudaginn n Ósáttir foreldrar gagnrýndu að þurfa að standa í langri röð í rigningu n Faraldurinn á uppleið á Suðurnesjum Tíu góðar október- milljónir hjá Blue Eitthvað fyrir bragðlaukana á Brúnni HHH SJÁ MIÐOPNU HHH HHH SJÁIÐ MYNDIRNAR HHH H H H H H H H H H Miðvikudagur 10. nóveMber 2021 // 42. tbl. // 42. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.